Heimir: Vitleysingar í öllum hópum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. október 2015 22:11 Vísir/Getty Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, reyndi að finna það jákvæða eftir 1-0 tapið gegn Tyrklandi í undankeppni EM 2016 í kvöld. Tapið kom ekki að sök þar sem Ísland var þegar komið á EM en eftir stendur að Ísland fékk aðeins eitt stig úr síðustu tveimur leikjum sínum. „Maður er að reyna að brosa í gegnum tárin,“ sagði Heimir, brosandi. „Það er alltaf hundleiðinlegt að fá á sig mark á lokamínútunum og sérstaklega í svona leik því við vorum í dauðafæri að vinna hann.“ Tyrkir skoruðu sigurmarkið sitt úr umdeildri aukaspyrnu á lokamínútum leiksins, skömmu eftir að hafa misst mann af velli með rautt spjald. „Við plönuðum það í hálfleik að vera þolinmóðir og mér fannst skapað svo mikið svæði fyrir okkur eftir því sem leið á leikinn. Það var góður möguleiki á að skora á þá í lokin því þrátt fyrir að þeir væru manni færri þá myndu þeir fresta þess að skora.“ „Það voru miklir möguleikir á bak við þá en við vorum kannski ekki alveg nógu klókir og ekki alveg nógu ferskir til að nýta okkur það. En ef við lítum á það jákvæða þá erum við afar stoltir af strákunum. Þeir spiluðu mjög vel við afar erfiðar aðstæður eins og allir fundu fyrir sem voru á þessum leik.“ „Ég er stoltur af strákunum en svekktur yfir tapinu,“ sagði Heimir. Hann segir að það hafi breytt miklu að Kasakstan komst yfir í Lettlandi. „Um leið vissu þeir að þeir gætu með marki komist beint á EM. Við vissum að þeir myndu taka áhættu og þetta féll þeirra megin í þetta sinn. Ég vildi að ég gæti sagt til hamingju en ég hugsa fyrst um okkur og við erum sársvekktir.“ Það var enginn hreinræktaður framherji í byrjunarliði Tyrklands í dag en það kom Heimi ekki á óvart. „Þeir hafa verið að spila svona áður í keppninni. Þeir eru með svo marga vel spilandi og tekníska leikmenn þarna frammi að þeir eru í raun með fimm tíur á miðjunni og svo einn varnarsinnaðan miðjumann. Það kom okkur ekki á óvart.“ „Við vissum að þetta yrði erfitt í byrjun og það kom kafli þar sem þeir voru hættulegir í 20-30 mínútur. En við stóðum það af okkur og eftir það gáfu þeir í raun eftir.“ „Við áttum fína sénsa á að skora á þá. En það féll því miður ekki með okkur.“ Heimir segir erfitt á þessari stundu hvað Ísland geti lært af síðustu tveimur leikjum sínum í undankeppninni. „Eftir leikinn gegn Lettlandi var talað um að menn væru kannski ekki nógu gíraðir í þann leik en mér fannst við sýna það nú að menn gáfu allt sem þeir áttu í þennan leik. Við getum skilið betur við þennan leik en leikinn gegn Lettlandi þrátt fyrir tapið.“ Eftir að Tyrkir skoruðu var fagnað gríðarlega á vellinum, ekki síst á varamannabekk þeirra. Heimir gekk að einum úr starfsliði Tyrkjanna og virtist eiga eitthvað ósagt við hann. „Það eru vitleysingar í öllum hópum og maður lætur ekki segja hvað sem er við sig,“ sagði þjálfarinn að lokum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar bestur í Konya | Einkunnir strákanna gegn Tyrklandi Miðverðirnir voru bestu menn vallarins í tapinu gegn Tyrklandi í lokaleik undankeppni EM 2016. 13. október 2015 21:20 Ragnar: Algjört kjaftæði Miðvörður Íslands var ekki ánægður með dóminn sem leiddi að sigurmarki Tyrklands í Konya í kvöld. 13. október 2015 20:49 Jón Daði: Þetta var geðveikt skemmtilegt stríð Selfyssingurinn óttaðist aðeins um hnéð þegar hann fékk harða tæklingu sem verðskuldaði rautt spjald. 13. október 2015 22:01 Ögmundur: Létt að spila með frábærum miðvörðum eins og Kára og Ragga Markvörðurinn stóð sig ágætlega í Konya en þurfti að hirða boltann einu sinni úr netinu. 13. október 2015 21:41 Kolbeinn: Getum gengið stoltir frá borði og brosað fram að EM Framherja íslenska landsliðsins fannst okkar menn betri aðilinn í Tyrklandi í kvöld. 13. október 2015 20:59 Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 0-1 | Strákarnir töpuðu í Tyrklandi og enda í 2. sæti Ísland getur unnið sinn riðil með sigri á Tyrkjum í Konya. Það væri sögulegt ef það markmið næst. 13. október 2015 20:30 Aron Einar: Kári vann einvígið heiðarlega Fyrirliðinn ánægður með leik íslenska liðsins en ósáttur við aukaspyrnuna. 13. október 2015 21:10 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, reyndi að finna það jákvæða eftir 1-0 tapið gegn Tyrklandi í undankeppni EM 2016 í kvöld. Tapið kom ekki að sök þar sem Ísland var þegar komið á EM en eftir stendur að Ísland fékk aðeins eitt stig úr síðustu tveimur leikjum sínum. „Maður er að reyna að brosa í gegnum tárin,“ sagði Heimir, brosandi. „Það er alltaf hundleiðinlegt að fá á sig mark á lokamínútunum og sérstaklega í svona leik því við vorum í dauðafæri að vinna hann.“ Tyrkir skoruðu sigurmarkið sitt úr umdeildri aukaspyrnu á lokamínútum leiksins, skömmu eftir að hafa misst mann af velli með rautt spjald. „Við plönuðum það í hálfleik að vera þolinmóðir og mér fannst skapað svo mikið svæði fyrir okkur eftir því sem leið á leikinn. Það var góður möguleiki á að skora á þá í lokin því þrátt fyrir að þeir væru manni færri þá myndu þeir fresta þess að skora.“ „Það voru miklir möguleikir á bak við þá en við vorum kannski ekki alveg nógu klókir og ekki alveg nógu ferskir til að nýta okkur það. En ef við lítum á það jákvæða þá erum við afar stoltir af strákunum. Þeir spiluðu mjög vel við afar erfiðar aðstæður eins og allir fundu fyrir sem voru á þessum leik.“ „Ég er stoltur af strákunum en svekktur yfir tapinu,“ sagði Heimir. Hann segir að það hafi breytt miklu að Kasakstan komst yfir í Lettlandi. „Um leið vissu þeir að þeir gætu með marki komist beint á EM. Við vissum að þeir myndu taka áhættu og þetta féll þeirra megin í þetta sinn. Ég vildi að ég gæti sagt til hamingju en ég hugsa fyrst um okkur og við erum sársvekktir.“ Það var enginn hreinræktaður framherji í byrjunarliði Tyrklands í dag en það kom Heimi ekki á óvart. „Þeir hafa verið að spila svona áður í keppninni. Þeir eru með svo marga vel spilandi og tekníska leikmenn þarna frammi að þeir eru í raun með fimm tíur á miðjunni og svo einn varnarsinnaðan miðjumann. Það kom okkur ekki á óvart.“ „Við vissum að þetta yrði erfitt í byrjun og það kom kafli þar sem þeir voru hættulegir í 20-30 mínútur. En við stóðum það af okkur og eftir það gáfu þeir í raun eftir.“ „Við áttum fína sénsa á að skora á þá. En það féll því miður ekki með okkur.“ Heimir segir erfitt á þessari stundu hvað Ísland geti lært af síðustu tveimur leikjum sínum í undankeppninni. „Eftir leikinn gegn Lettlandi var talað um að menn væru kannski ekki nógu gíraðir í þann leik en mér fannst við sýna það nú að menn gáfu allt sem þeir áttu í þennan leik. Við getum skilið betur við þennan leik en leikinn gegn Lettlandi þrátt fyrir tapið.“ Eftir að Tyrkir skoruðu var fagnað gríðarlega á vellinum, ekki síst á varamannabekk þeirra. Heimir gekk að einum úr starfsliði Tyrkjanna og virtist eiga eitthvað ósagt við hann. „Það eru vitleysingar í öllum hópum og maður lætur ekki segja hvað sem er við sig,“ sagði þjálfarinn að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar bestur í Konya | Einkunnir strákanna gegn Tyrklandi Miðverðirnir voru bestu menn vallarins í tapinu gegn Tyrklandi í lokaleik undankeppni EM 2016. 13. október 2015 21:20 Ragnar: Algjört kjaftæði Miðvörður Íslands var ekki ánægður með dóminn sem leiddi að sigurmarki Tyrklands í Konya í kvöld. 13. október 2015 20:49 Jón Daði: Þetta var geðveikt skemmtilegt stríð Selfyssingurinn óttaðist aðeins um hnéð þegar hann fékk harða tæklingu sem verðskuldaði rautt spjald. 13. október 2015 22:01 Ögmundur: Létt að spila með frábærum miðvörðum eins og Kára og Ragga Markvörðurinn stóð sig ágætlega í Konya en þurfti að hirða boltann einu sinni úr netinu. 13. október 2015 21:41 Kolbeinn: Getum gengið stoltir frá borði og brosað fram að EM Framherja íslenska landsliðsins fannst okkar menn betri aðilinn í Tyrklandi í kvöld. 13. október 2015 20:59 Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 0-1 | Strákarnir töpuðu í Tyrklandi og enda í 2. sæti Ísland getur unnið sinn riðil með sigri á Tyrkjum í Konya. Það væri sögulegt ef það markmið næst. 13. október 2015 20:30 Aron Einar: Kári vann einvígið heiðarlega Fyrirliðinn ánægður með leik íslenska liðsins en ósáttur við aukaspyrnuna. 13. október 2015 21:10 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Sjá meira
Ragnar bestur í Konya | Einkunnir strákanna gegn Tyrklandi Miðverðirnir voru bestu menn vallarins í tapinu gegn Tyrklandi í lokaleik undankeppni EM 2016. 13. október 2015 21:20
Ragnar: Algjört kjaftæði Miðvörður Íslands var ekki ánægður með dóminn sem leiddi að sigurmarki Tyrklands í Konya í kvöld. 13. október 2015 20:49
Jón Daði: Þetta var geðveikt skemmtilegt stríð Selfyssingurinn óttaðist aðeins um hnéð þegar hann fékk harða tæklingu sem verðskuldaði rautt spjald. 13. október 2015 22:01
Ögmundur: Létt að spila með frábærum miðvörðum eins og Kára og Ragga Markvörðurinn stóð sig ágætlega í Konya en þurfti að hirða boltann einu sinni úr netinu. 13. október 2015 21:41
Kolbeinn: Getum gengið stoltir frá borði og brosað fram að EM Framherja íslenska landsliðsins fannst okkar menn betri aðilinn í Tyrklandi í kvöld. 13. október 2015 20:59
Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 0-1 | Strákarnir töpuðu í Tyrklandi og enda í 2. sæti Ísland getur unnið sinn riðil með sigri á Tyrkjum í Konya. Það væri sögulegt ef það markmið næst. 13. október 2015 20:30
Aron Einar: Kári vann einvígið heiðarlega Fyrirliðinn ánægður með leik íslenska liðsins en ósáttur við aukaspyrnuna. 13. október 2015 21:10