Gylfi Þór bestur í dag | Einkunnir íslenska liðsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 10. október 2015 18:00 Gylfi Þór var bestur að mati Vísis. Vísir/Vilhelm Gylfi Þór Sigurðsson var besti leikmaður vallarins að mati Vísis í 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 en Gylfi skoraði seinna mark Íslands í leiknum. Aukaspyrna Gylfa í upphafi leiksins leiddi til fyrsta marks leiksins en og skoraði annað mark leiksins eftir glæsilegan sprett. Þá var Kolbeinn öflugur í leiknum en varnarlína liðsins sem hefur staðið vakt sína með prýði hingað til í keppninni var ekki nægilega góð í dag og spurning hvort fjarvera Kára Árnasonar hafði hafði eitthvað að segja.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Varði tvisvar vel í fyrri hálfleik. Gat lítið gert í mörkunum.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 6 Tapaði boltanum á hættulegum stað undir lok fyrri hálfleiks en í kjölfarið fengu Lettar sitt besta færi. Bauð ekki upp á mikið sóknarlega.Kári Árnason, miðvörður - Meiddist snemma leiks og þurfti að fara af velli.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 6 Lenti í meiri vandræðum en oftast í undankeppninni til þessa. Bjargaði sér þó oftast.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Var of seinn að setja pressu á Deniss Rekels í jöfnunarmarki Letta. Gerði lítið fram á við.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Fékk dauðafæri snemma leiks sem hann hefði átt að nýta. Sást lítið í seinni hálfleik.Emil Hallfreðsson, miðjumaður 5 Góður á boltanum en Lettar fengu alltof oft of mikið pláss milli miðju og varnar. Mikilvægi Arons Einars Gunnarssonar kom bersýnilega í ljós í dag. Fékk þó ekki alltaf mikla hjálp.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 8 Frábær í sóknarleiknum. Skoraði magnað mark og átti skotið sem leiddi til fyrsta marksins. Fíflaði Igors Tarasovs hvað eftir annað. Full kærulaus í varnarleiknum.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 5 Líflegur og duglegur að vanda. Datt niður í seinni hálfleik eins og allt liðið.Alfreð Finnbogason, framherji 7 Ákveðinn í að nýta tækifærið í byrjunarliðinu og sanna sig. Útsjónarsamur og skapandi. Hann og Jóhann Berg náðu vel saman. Mjög duglegur og sífellt að bjóða sig. Fór minna fyrir honum í seinni hálfleik.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 8 Komst upp fyrir Ríkharð Jónsson á markalistanum þegar hann kom Íslandi yfir strax á 5. mínútu. Var mjög líflegur og góður í tengispilinu.Varamenn:Sölvi Geir Ottesen 5 (Kom inn á fyrir Kára Árnason á 18. mínútu) Ekkert sérstök innkoma. Var of langt frá Valerjis Sabala þegar hann jafnaði metin.Eiður Smári Guðjohnsen 6 (Kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 65. mínútu) Tapaði boltanum í aðdraganda jöfnunarmarks Lettlands. Lagði upp gott færi fyrir Kolbein. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson var besti leikmaður vallarins að mati Vísis í 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 en Gylfi skoraði seinna mark Íslands í leiknum. Aukaspyrna Gylfa í upphafi leiksins leiddi til fyrsta marks leiksins en og skoraði annað mark leiksins eftir glæsilegan sprett. Þá var Kolbeinn öflugur í leiknum en varnarlína liðsins sem hefur staðið vakt sína með prýði hingað til í keppninni var ekki nægilega góð í dag og spurning hvort fjarvera Kára Árnasonar hafði hafði eitthvað að segja.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Varði tvisvar vel í fyrri hálfleik. Gat lítið gert í mörkunum.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 6 Tapaði boltanum á hættulegum stað undir lok fyrri hálfleiks en í kjölfarið fengu Lettar sitt besta færi. Bauð ekki upp á mikið sóknarlega.Kári Árnason, miðvörður - Meiddist snemma leiks og þurfti að fara af velli.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 6 Lenti í meiri vandræðum en oftast í undankeppninni til þessa. Bjargaði sér þó oftast.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Var of seinn að setja pressu á Deniss Rekels í jöfnunarmarki Letta. Gerði lítið fram á við.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Fékk dauðafæri snemma leiks sem hann hefði átt að nýta. Sást lítið í seinni hálfleik.Emil Hallfreðsson, miðjumaður 5 Góður á boltanum en Lettar fengu alltof oft of mikið pláss milli miðju og varnar. Mikilvægi Arons Einars Gunnarssonar kom bersýnilega í ljós í dag. Fékk þó ekki alltaf mikla hjálp.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 8 Frábær í sóknarleiknum. Skoraði magnað mark og átti skotið sem leiddi til fyrsta marksins. Fíflaði Igors Tarasovs hvað eftir annað. Full kærulaus í varnarleiknum.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 5 Líflegur og duglegur að vanda. Datt niður í seinni hálfleik eins og allt liðið.Alfreð Finnbogason, framherji 7 Ákveðinn í að nýta tækifærið í byrjunarliðinu og sanna sig. Útsjónarsamur og skapandi. Hann og Jóhann Berg náðu vel saman. Mjög duglegur og sífellt að bjóða sig. Fór minna fyrir honum í seinni hálfleik.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 8 Komst upp fyrir Ríkharð Jónsson á markalistanum þegar hann kom Íslandi yfir strax á 5. mínútu. Var mjög líflegur og góður í tengispilinu.Varamenn:Sölvi Geir Ottesen 5 (Kom inn á fyrir Kára Árnason á 18. mínútu) Ekkert sérstök innkoma. Var of langt frá Valerjis Sabala þegar hann jafnaði metin.Eiður Smári Guðjohnsen 6 (Kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 65. mínútu) Tapaði boltanum í aðdraganda jöfnunarmarks Lettlands. Lagði upp gott færi fyrir Kolbein.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Sjá meira