Fær bætur eftir að hafa verið sakaður um að hafa tekið þátt í umfangsmiklu smyglmáli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. október 2015 12:00 Héraðsdómur Reykjavíkur Vísir/Valgarður Íslenska ríkið var í gær dæmt til að greiða Sigurði Hilmari Ólasyni 950.000 krónur í miskabætur en hann hafði krafist rúmlega 22 milljóna í bætur vegna tekjutaps og sálræns áfalls vegna mikillar fjölmiðlaumfjöllunar. Sigurður Hilmar sætti hlerunum og var í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á umfangsmiklu smyglmáli sem kom upp árið 2008 en málið var látið niður falla árið 2009. Í lok árs 2008 barst íslensku lögreglunni upplýsingar um að tiltekinn hópur brotamanna hefði keypt 2,5 tonn af kókaíni í Suður-Ameríku. Einn meðlimur hópsins hafði komið nokkrum sinnað hingað til lands og hitt fanga á Litla-Hrauni, m.a. með Sigurði Hilmari. Lögreglan hleraði samtal þessa manns og Sigurðar Hilmars við fanga á Litla-Hrauni þar sem kom fram að ætlunin væri að flytja inn vökva sem blandaður væri fíkniefnum.Símtöl hleruð og handtekinn í viðurvist sjónvarpsmyndavélaLögreglunni þótti því tilefni til þess að rannsaka mögulega aðild Sigurðar Hilmars að fíkniefnasmygli hingað til lands og fékk hún heimild til þess að hlera símtöl hans. Jafnframt fékk lögreglan heimild til að hlera samtöl sem Sigurður Hilmar átti við fanga á Litla-Hrauni í heimsóknum Sigurðar Hilmars. Fjármálafyrirtæki þurftu einnig að láta af hendi upplýsingar um viðskipti sín við Sigurð Hilmar og einkahlutafélög í hans eigu. Eftir að hafa verið undir rannsókn lögreglu í um hálft ár var Sigurður Hilmar handtekinn þann 8. júní 2009 og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Fréttamenn Stöðvar 2 voru á staðnum er handtakan átti sér stað og tóku hana upp og birtu í fréttatíma Stöðvar 2 um kvöldið.Sagði samskipti sín snúast um stofnun félags til þess að kaupa vörubíla Í gæsluvarðhaldsúrskurði segir að komið hafi fram rökstuddur grunur um að Sigurður Hilmar hafi tekið þátt í peningaþvætti og aðild að stórfelldum fíkniefnabrotum. Í lögregluskýrslum vegna málsins segir að Sigurður Hilmar hafi verið talinn tengjast innflutningi á tíu tonnum af fljótandi sykurmixtúru en slík sending, blönduð kókaíni, hafi verið stöðvuð í apríl og maí 2009 í Ekvador og á Bahamas-eyjum. Sigurður Hilmar neitað sök og sagði að samskipti sín við erlendu aðilana hafi tengst því að þeir hafi ætlað að stofna einkahlutafélag til þess að kaupa vörubíla, varahluti og byggingarkrana. Hann neitaði allri aðild að fíkniefnaviðskiptum og peningaþvætti. Málin gegn Sigurði Hilmari voru látin niður falla en hann segir að í kjölfar handtöku og rannsókn málsins hafi hann orðið óvinnufær, fjármálastofnanir hafi lokað á viðskipti og mikil fjölmiðlaumfjöllun hafi hafi gert honum erfitt fyrir um að afla sér tekna. Í stefnu sinni á hendur íslenska ríkinu krafðist Sigurður Hilmar bóta vegna þess að hafa að ósekju sætt gæsluvarðhaldi og taldi hann sig jafnframt eiga rétt á bótum vegna tekjutaps. Krafðist hann þess að íslenska ríkið greiddi honum 22,8 milljónir í bætur vegna málsins.Hlaut 950.000 í miskabætur frá ríkinuÍ dómi Héraðdóms Reykjavíkur segir að vegna samskipta Sigurðar Hilmar við erlenda aðila sem tengdust fíkniefnainnflutningi hafi lögregla haft tilefni til þess að rannsaka aðild hans að málinu frekar. í dóminum segir þó að ekki hafi verið nógu skýrar ástæður til þess að hneppa hann í gæsluvarðhald. Ekki þótti sannað að Sigurður Hilmar hafi orðið fyrir umtalsverðu tekjutapi vegna málsins og taldi dómurinn tekjutap hans vera ósannað. Fallist var á kröfur hans um miskabætur vegna gæsluvarðhalds og dæmdi Héraðsdómur honum 950.000 krónur í miskabætur vegna þess.Dóminn má lesa í heild sínni hér. Bahamaeyjar Dómsmál Tengdar fréttir Íslenskt fyrirtæki tengt hundruð kílóa kókaínsmygli Ísraeli og Hollendingur eiga íslenskt fyrirtæki ásamt Sigurði Ólassyni sem talið er tengjast alþjóðlegum glæpahring, peningaþvætti og mörg hundruð kílóa kókaínsmygli. Þremenningarnir eru allir í haldi lögreglu. 10. júní 2009 18:45 Málið gegn Sigurði Óla látið niður falla Ríkissaksóknari hefur látið falla niður mál gegn Sigurði Hilmari Ólasyni sem sat í gæsluvarðhaldi í þrjár vikur í júní grunaður um umfangsmikið fíkniefnasmygl til landsins. Brynjar Níelsson, verjandi Sigurðar, segir að hann hafi fengið bréf frá Ríkissaksóknara þess efnis. 25. ágúst 2009 10:36 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Íslenska ríkið var í gær dæmt til að greiða Sigurði Hilmari Ólasyni 950.000 krónur í miskabætur en hann hafði krafist rúmlega 22 milljóna í bætur vegna tekjutaps og sálræns áfalls vegna mikillar fjölmiðlaumfjöllunar. Sigurður Hilmar sætti hlerunum og var í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á umfangsmiklu smyglmáli sem kom upp árið 2008 en málið var látið niður falla árið 2009. Í lok árs 2008 barst íslensku lögreglunni upplýsingar um að tiltekinn hópur brotamanna hefði keypt 2,5 tonn af kókaíni í Suður-Ameríku. Einn meðlimur hópsins hafði komið nokkrum sinnað hingað til lands og hitt fanga á Litla-Hrauni, m.a. með Sigurði Hilmari. Lögreglan hleraði samtal þessa manns og Sigurðar Hilmars við fanga á Litla-Hrauni þar sem kom fram að ætlunin væri að flytja inn vökva sem blandaður væri fíkniefnum.Símtöl hleruð og handtekinn í viðurvist sjónvarpsmyndavélaLögreglunni þótti því tilefni til þess að rannsaka mögulega aðild Sigurðar Hilmars að fíkniefnasmygli hingað til lands og fékk hún heimild til þess að hlera símtöl hans. Jafnframt fékk lögreglan heimild til að hlera samtöl sem Sigurður Hilmar átti við fanga á Litla-Hrauni í heimsóknum Sigurðar Hilmars. Fjármálafyrirtæki þurftu einnig að láta af hendi upplýsingar um viðskipti sín við Sigurð Hilmar og einkahlutafélög í hans eigu. Eftir að hafa verið undir rannsókn lögreglu í um hálft ár var Sigurður Hilmar handtekinn þann 8. júní 2009 og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Fréttamenn Stöðvar 2 voru á staðnum er handtakan átti sér stað og tóku hana upp og birtu í fréttatíma Stöðvar 2 um kvöldið.Sagði samskipti sín snúast um stofnun félags til þess að kaupa vörubíla Í gæsluvarðhaldsúrskurði segir að komið hafi fram rökstuddur grunur um að Sigurður Hilmar hafi tekið þátt í peningaþvætti og aðild að stórfelldum fíkniefnabrotum. Í lögregluskýrslum vegna málsins segir að Sigurður Hilmar hafi verið talinn tengjast innflutningi á tíu tonnum af fljótandi sykurmixtúru en slík sending, blönduð kókaíni, hafi verið stöðvuð í apríl og maí 2009 í Ekvador og á Bahamas-eyjum. Sigurður Hilmar neitað sök og sagði að samskipti sín við erlendu aðilana hafi tengst því að þeir hafi ætlað að stofna einkahlutafélag til þess að kaupa vörubíla, varahluti og byggingarkrana. Hann neitaði allri aðild að fíkniefnaviðskiptum og peningaþvætti. Málin gegn Sigurði Hilmari voru látin niður falla en hann segir að í kjölfar handtöku og rannsókn málsins hafi hann orðið óvinnufær, fjármálastofnanir hafi lokað á viðskipti og mikil fjölmiðlaumfjöllun hafi hafi gert honum erfitt fyrir um að afla sér tekna. Í stefnu sinni á hendur íslenska ríkinu krafðist Sigurður Hilmar bóta vegna þess að hafa að ósekju sætt gæsluvarðhaldi og taldi hann sig jafnframt eiga rétt á bótum vegna tekjutaps. Krafðist hann þess að íslenska ríkið greiddi honum 22,8 milljónir í bætur vegna málsins.Hlaut 950.000 í miskabætur frá ríkinuÍ dómi Héraðdóms Reykjavíkur segir að vegna samskipta Sigurðar Hilmar við erlenda aðila sem tengdust fíkniefnainnflutningi hafi lögregla haft tilefni til þess að rannsaka aðild hans að málinu frekar. í dóminum segir þó að ekki hafi verið nógu skýrar ástæður til þess að hneppa hann í gæsluvarðhald. Ekki þótti sannað að Sigurður Hilmar hafi orðið fyrir umtalsverðu tekjutapi vegna málsins og taldi dómurinn tekjutap hans vera ósannað. Fallist var á kröfur hans um miskabætur vegna gæsluvarðhalds og dæmdi Héraðsdómur honum 950.000 krónur í miskabætur vegna þess.Dóminn má lesa í heild sínni hér.
Bahamaeyjar Dómsmál Tengdar fréttir Íslenskt fyrirtæki tengt hundruð kílóa kókaínsmygli Ísraeli og Hollendingur eiga íslenskt fyrirtæki ásamt Sigurði Ólassyni sem talið er tengjast alþjóðlegum glæpahring, peningaþvætti og mörg hundruð kílóa kókaínsmygli. Þremenningarnir eru allir í haldi lögreglu. 10. júní 2009 18:45 Málið gegn Sigurði Óla látið niður falla Ríkissaksóknari hefur látið falla niður mál gegn Sigurði Hilmari Ólasyni sem sat í gæsluvarðhaldi í þrjár vikur í júní grunaður um umfangsmikið fíkniefnasmygl til landsins. Brynjar Níelsson, verjandi Sigurðar, segir að hann hafi fengið bréf frá Ríkissaksóknara þess efnis. 25. ágúst 2009 10:36 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Íslenskt fyrirtæki tengt hundruð kílóa kókaínsmygli Ísraeli og Hollendingur eiga íslenskt fyrirtæki ásamt Sigurði Ólassyni sem talið er tengjast alþjóðlegum glæpahring, peningaþvætti og mörg hundruð kílóa kókaínsmygli. Þremenningarnir eru allir í haldi lögreglu. 10. júní 2009 18:45
Málið gegn Sigurði Óla látið niður falla Ríkissaksóknari hefur látið falla niður mál gegn Sigurði Hilmari Ólasyni sem sat í gæsluvarðhaldi í þrjár vikur í júní grunaður um umfangsmikið fíkniefnasmygl til landsins. Brynjar Níelsson, verjandi Sigurðar, segir að hann hafi fengið bréf frá Ríkissaksóknara þess efnis. 25. ágúst 2009 10:36