Helst algengt hjá konum yfir sextugu og knattspyrnukonum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. október 2015 07:00 Harpa Þorsteinsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Ísland í Slóveníu og átti stóran þátt í tveimur til viðbótar. Vísir/Vilhelm Frábær frammistaða Íslands í Slóveníu í gær, þar sem stelpurnar okkar unnu sannfærandi 6-0 sigur, gefur góð fyrirheit um framhaldið í 1. riðli í undankeppni EM 2017. Ísland er þar með fullt hús stiga eftir þrjá leiki og markatöluna 12-0. Skotland er einnig taplaust í riðlinum og á leik til góða gegn Makedóníu á útivelli í kvöld. Skotar eru sigurstranglegri aðilinn í leiknum en það stefnir í einvígi Íslands og Skotlands um efsta sætið í riðlinum, sem gefur beinan þátttökurétt á EM í Hollandi. Ef frá er talinn fimmtán mínútna kafli í upphafi síðari hálfleiks stjórnaði Ísland ferðinni gegn Slóvenum í gær. Liðið lék frábæra knattspyrnu en það var ekki síst frammistaða sóknarmannsins Hörpu Þorsteinsdóttur sem gladdi augað. Hún skoraði tvö mörk, lagði upp eitt og fékk aukaspyrnu sem gaf af sér eitt til viðbótar. Hún fékk tækifæri til að fullkomna þrennuna en lét verja frá sér vítaspyrnu seint í leiknum.Þvingaði Hörpu á vítapunktinn „Ég tek það á mig. Ég þvingaði hana til að taka vítaspyrnuna,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, í léttum dúr við Fréttablaðið í gær. „En spyrnan var vel varin hjá markverði Slóvena.“ Dagný Brynjarsdóttir skoraði fyrsta og síðasta mark Íslands í leiknum. Harpa kom Íslandi í 2-0 og 3-0 og Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði sitt 75. landsliðsmark er hún gerði mark úr aukaspyrnu sem var dæmd á varnarmann Slóveníu. Hún hafði handleikið skot Hörpu í teignum. Harpa lagði svo upp fimmta markið fyrir varamanninn Söndru Maríu Jessen, en hún kom inn á fyrir Hólmfríði Magnúsdóttur sem þurfti að fara meidd af velli eftir 30 mínútna leik í sínum 100. landsleik. Ísland fékk því sex stig úr þessari landsleikjatörn en Ísland vann 4-0 sigur á Makedóníu í síðustu viku. Freyr segir að hann sé ánægður með hvar liðið sé statt nú. „Nú förum við inn í vetrarfríið með níu stig og góða markatölu. Mér finnst að mitt handbragð sé komið á liðið og það komið á þann stað sem ég vil. En við megum ekki vera hrædd við að hugsa stórt og halda áfram að bæta okkur.” Freyr segir að frammistaða Hörpu hafi verið sú besta í landsliðinu undir hans stjórn. „Hún skoraði færri mörk en vanalega með Stjörnunni í sumar og var því með blóð á tönnunum þegar hún kom inn í þetta verkefni. Hún var frábær í þessum leik og er leikmaður sem er enn að vaxa og bæta sig.“Erfiður vetur Sjálf sagðist Harpa vera ánægð með kvöldið og frammistöðu sína með landsliðinu. „Þetta var erfitt framan af ári enda var ég meidd síðasta vetur og mikið bras á mér. En mér fannst að það væri stígandi í mínum leik í sumar og ég átti góða leiki með Stjörnunni í Evrópukeppninni í haust, þrátt fyrir að við töpuðum þeim. Ég fann að sjálfstraustið jókst með hverjum leiknum og það er alltaf pressa á manni að standa sig vel með landsliðinu.“ Harpa mun nýta vetrarfríið til að fara í aðgerð vegna meiðsla sem hafa verið að plaga hana. „Ég er með taugatruflanir í ristinni sem þarf að laga. Mér skilst reyndar að þetta sé helst algengt hjá konum yfir sextugu og knattspyrnukonum,“ segir hún í léttum dúr. „Eftir aðgerðina tekur við bataferli sem ég ætla að nýta til að skoða mín mál fyrir næsta sumar,“ segir Harpa sem hyggst ekki útiloka neina möguleika fyrir næsta sumar, hvort sem hún spilar hér á landi eða ytra. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hólmfríður: Vissi að ég var tæp Hólmfríður Magnúsdóttir lék sinn 100. landsleik í kvöld og segist stolt af áfanganum, þrátt fyrir meiðslin. 26. október 2015 19:53 Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 0-6 | Stelpurnar fullkomnar í Slóveníu Ísland sýndi flestar sína bestu hliðar er stelpurnar okkar unnu sannfærandi sigur á Slóveníu í undankeppni EM 2017. 26. október 2015 18:45 Harpa: Skora úr næsta víti Harpa Þorsteinsdóttir átti stórleik fyrir Ísland í kvöld en var óheppinn að skora ekki þrennu. 26. október 2015 20:00 Freyr: Stoltur af þeim Landsliðsþjálfarinn var í sjöunda himni með 6-0 sigur Íslands á Slóveníu í undankeppni EM 2017. 26. október 2015 19:42 Dagný fer til Portland: Leyfði mér ekki að dreyma um svona lið Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur samið við eitt sterkasta lið Bandaríkjanna og spilar vestanhafs næstu tvö árin. 26. október 2015 22:16 Man eftir öllum hinum 99 leikjunum Hólmfríður Magnúsdóttir gat ekki klárað nema hálftíma af hundraðasta A-landsleiknum sínum. 27. október 2015 06:30 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
Frábær frammistaða Íslands í Slóveníu í gær, þar sem stelpurnar okkar unnu sannfærandi 6-0 sigur, gefur góð fyrirheit um framhaldið í 1. riðli í undankeppni EM 2017. Ísland er þar með fullt hús stiga eftir þrjá leiki og markatöluna 12-0. Skotland er einnig taplaust í riðlinum og á leik til góða gegn Makedóníu á útivelli í kvöld. Skotar eru sigurstranglegri aðilinn í leiknum en það stefnir í einvígi Íslands og Skotlands um efsta sætið í riðlinum, sem gefur beinan þátttökurétt á EM í Hollandi. Ef frá er talinn fimmtán mínútna kafli í upphafi síðari hálfleiks stjórnaði Ísland ferðinni gegn Slóvenum í gær. Liðið lék frábæra knattspyrnu en það var ekki síst frammistaða sóknarmannsins Hörpu Þorsteinsdóttur sem gladdi augað. Hún skoraði tvö mörk, lagði upp eitt og fékk aukaspyrnu sem gaf af sér eitt til viðbótar. Hún fékk tækifæri til að fullkomna þrennuna en lét verja frá sér vítaspyrnu seint í leiknum.Þvingaði Hörpu á vítapunktinn „Ég tek það á mig. Ég þvingaði hana til að taka vítaspyrnuna,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, í léttum dúr við Fréttablaðið í gær. „En spyrnan var vel varin hjá markverði Slóvena.“ Dagný Brynjarsdóttir skoraði fyrsta og síðasta mark Íslands í leiknum. Harpa kom Íslandi í 2-0 og 3-0 og Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði sitt 75. landsliðsmark er hún gerði mark úr aukaspyrnu sem var dæmd á varnarmann Slóveníu. Hún hafði handleikið skot Hörpu í teignum. Harpa lagði svo upp fimmta markið fyrir varamanninn Söndru Maríu Jessen, en hún kom inn á fyrir Hólmfríði Magnúsdóttur sem þurfti að fara meidd af velli eftir 30 mínútna leik í sínum 100. landsleik. Ísland fékk því sex stig úr þessari landsleikjatörn en Ísland vann 4-0 sigur á Makedóníu í síðustu viku. Freyr segir að hann sé ánægður með hvar liðið sé statt nú. „Nú förum við inn í vetrarfríið með níu stig og góða markatölu. Mér finnst að mitt handbragð sé komið á liðið og það komið á þann stað sem ég vil. En við megum ekki vera hrædd við að hugsa stórt og halda áfram að bæta okkur.” Freyr segir að frammistaða Hörpu hafi verið sú besta í landsliðinu undir hans stjórn. „Hún skoraði færri mörk en vanalega með Stjörnunni í sumar og var því með blóð á tönnunum þegar hún kom inn í þetta verkefni. Hún var frábær í þessum leik og er leikmaður sem er enn að vaxa og bæta sig.“Erfiður vetur Sjálf sagðist Harpa vera ánægð með kvöldið og frammistöðu sína með landsliðinu. „Þetta var erfitt framan af ári enda var ég meidd síðasta vetur og mikið bras á mér. En mér fannst að það væri stígandi í mínum leik í sumar og ég átti góða leiki með Stjörnunni í Evrópukeppninni í haust, þrátt fyrir að við töpuðum þeim. Ég fann að sjálfstraustið jókst með hverjum leiknum og það er alltaf pressa á manni að standa sig vel með landsliðinu.“ Harpa mun nýta vetrarfríið til að fara í aðgerð vegna meiðsla sem hafa verið að plaga hana. „Ég er með taugatruflanir í ristinni sem þarf að laga. Mér skilst reyndar að þetta sé helst algengt hjá konum yfir sextugu og knattspyrnukonum,“ segir hún í léttum dúr. „Eftir aðgerðina tekur við bataferli sem ég ætla að nýta til að skoða mín mál fyrir næsta sumar,“ segir Harpa sem hyggst ekki útiloka neina möguleika fyrir næsta sumar, hvort sem hún spilar hér á landi eða ytra.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hólmfríður: Vissi að ég var tæp Hólmfríður Magnúsdóttir lék sinn 100. landsleik í kvöld og segist stolt af áfanganum, þrátt fyrir meiðslin. 26. október 2015 19:53 Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 0-6 | Stelpurnar fullkomnar í Slóveníu Ísland sýndi flestar sína bestu hliðar er stelpurnar okkar unnu sannfærandi sigur á Slóveníu í undankeppni EM 2017. 26. október 2015 18:45 Harpa: Skora úr næsta víti Harpa Þorsteinsdóttir átti stórleik fyrir Ísland í kvöld en var óheppinn að skora ekki þrennu. 26. október 2015 20:00 Freyr: Stoltur af þeim Landsliðsþjálfarinn var í sjöunda himni með 6-0 sigur Íslands á Slóveníu í undankeppni EM 2017. 26. október 2015 19:42 Dagný fer til Portland: Leyfði mér ekki að dreyma um svona lið Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur samið við eitt sterkasta lið Bandaríkjanna og spilar vestanhafs næstu tvö árin. 26. október 2015 22:16 Man eftir öllum hinum 99 leikjunum Hólmfríður Magnúsdóttir gat ekki klárað nema hálftíma af hundraðasta A-landsleiknum sínum. 27. október 2015 06:30 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
Hólmfríður: Vissi að ég var tæp Hólmfríður Magnúsdóttir lék sinn 100. landsleik í kvöld og segist stolt af áfanganum, þrátt fyrir meiðslin. 26. október 2015 19:53
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 0-6 | Stelpurnar fullkomnar í Slóveníu Ísland sýndi flestar sína bestu hliðar er stelpurnar okkar unnu sannfærandi sigur á Slóveníu í undankeppni EM 2017. 26. október 2015 18:45
Harpa: Skora úr næsta víti Harpa Þorsteinsdóttir átti stórleik fyrir Ísland í kvöld en var óheppinn að skora ekki þrennu. 26. október 2015 20:00
Freyr: Stoltur af þeim Landsliðsþjálfarinn var í sjöunda himni með 6-0 sigur Íslands á Slóveníu í undankeppni EM 2017. 26. október 2015 19:42
Dagný fer til Portland: Leyfði mér ekki að dreyma um svona lið Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur samið við eitt sterkasta lið Bandaríkjanna og spilar vestanhafs næstu tvö árin. 26. október 2015 22:16
Man eftir öllum hinum 99 leikjunum Hólmfríður Magnúsdóttir gat ekki klárað nema hálftíma af hundraðasta A-landsleiknum sínum. 27. október 2015 06:30