Helst algengt hjá konum yfir sextugu og knattspyrnukonum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. október 2015 07:00 Harpa Þorsteinsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Ísland í Slóveníu og átti stóran þátt í tveimur til viðbótar. Vísir/Vilhelm Frábær frammistaða Íslands í Slóveníu í gær, þar sem stelpurnar okkar unnu sannfærandi 6-0 sigur, gefur góð fyrirheit um framhaldið í 1. riðli í undankeppni EM 2017. Ísland er þar með fullt hús stiga eftir þrjá leiki og markatöluna 12-0. Skotland er einnig taplaust í riðlinum og á leik til góða gegn Makedóníu á útivelli í kvöld. Skotar eru sigurstranglegri aðilinn í leiknum en það stefnir í einvígi Íslands og Skotlands um efsta sætið í riðlinum, sem gefur beinan þátttökurétt á EM í Hollandi. Ef frá er talinn fimmtán mínútna kafli í upphafi síðari hálfleiks stjórnaði Ísland ferðinni gegn Slóvenum í gær. Liðið lék frábæra knattspyrnu en það var ekki síst frammistaða sóknarmannsins Hörpu Þorsteinsdóttur sem gladdi augað. Hún skoraði tvö mörk, lagði upp eitt og fékk aukaspyrnu sem gaf af sér eitt til viðbótar. Hún fékk tækifæri til að fullkomna þrennuna en lét verja frá sér vítaspyrnu seint í leiknum.Þvingaði Hörpu á vítapunktinn „Ég tek það á mig. Ég þvingaði hana til að taka vítaspyrnuna,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, í léttum dúr við Fréttablaðið í gær. „En spyrnan var vel varin hjá markverði Slóvena.“ Dagný Brynjarsdóttir skoraði fyrsta og síðasta mark Íslands í leiknum. Harpa kom Íslandi í 2-0 og 3-0 og Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði sitt 75. landsliðsmark er hún gerði mark úr aukaspyrnu sem var dæmd á varnarmann Slóveníu. Hún hafði handleikið skot Hörpu í teignum. Harpa lagði svo upp fimmta markið fyrir varamanninn Söndru Maríu Jessen, en hún kom inn á fyrir Hólmfríði Magnúsdóttur sem þurfti að fara meidd af velli eftir 30 mínútna leik í sínum 100. landsleik. Ísland fékk því sex stig úr þessari landsleikjatörn en Ísland vann 4-0 sigur á Makedóníu í síðustu viku. Freyr segir að hann sé ánægður með hvar liðið sé statt nú. „Nú förum við inn í vetrarfríið með níu stig og góða markatölu. Mér finnst að mitt handbragð sé komið á liðið og það komið á þann stað sem ég vil. En við megum ekki vera hrædd við að hugsa stórt og halda áfram að bæta okkur.” Freyr segir að frammistaða Hörpu hafi verið sú besta í landsliðinu undir hans stjórn. „Hún skoraði færri mörk en vanalega með Stjörnunni í sumar og var því með blóð á tönnunum þegar hún kom inn í þetta verkefni. Hún var frábær í þessum leik og er leikmaður sem er enn að vaxa og bæta sig.“Erfiður vetur Sjálf sagðist Harpa vera ánægð með kvöldið og frammistöðu sína með landsliðinu. „Þetta var erfitt framan af ári enda var ég meidd síðasta vetur og mikið bras á mér. En mér fannst að það væri stígandi í mínum leik í sumar og ég átti góða leiki með Stjörnunni í Evrópukeppninni í haust, þrátt fyrir að við töpuðum þeim. Ég fann að sjálfstraustið jókst með hverjum leiknum og það er alltaf pressa á manni að standa sig vel með landsliðinu.“ Harpa mun nýta vetrarfríið til að fara í aðgerð vegna meiðsla sem hafa verið að plaga hana. „Ég er með taugatruflanir í ristinni sem þarf að laga. Mér skilst reyndar að þetta sé helst algengt hjá konum yfir sextugu og knattspyrnukonum,“ segir hún í léttum dúr. „Eftir aðgerðina tekur við bataferli sem ég ætla að nýta til að skoða mín mál fyrir næsta sumar,“ segir Harpa sem hyggst ekki útiloka neina möguleika fyrir næsta sumar, hvort sem hún spilar hér á landi eða ytra. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hólmfríður: Vissi að ég var tæp Hólmfríður Magnúsdóttir lék sinn 100. landsleik í kvöld og segist stolt af áfanganum, þrátt fyrir meiðslin. 26. október 2015 19:53 Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 0-6 | Stelpurnar fullkomnar í Slóveníu Ísland sýndi flestar sína bestu hliðar er stelpurnar okkar unnu sannfærandi sigur á Slóveníu í undankeppni EM 2017. 26. október 2015 18:45 Harpa: Skora úr næsta víti Harpa Þorsteinsdóttir átti stórleik fyrir Ísland í kvöld en var óheppinn að skora ekki þrennu. 26. október 2015 20:00 Freyr: Stoltur af þeim Landsliðsþjálfarinn var í sjöunda himni með 6-0 sigur Íslands á Slóveníu í undankeppni EM 2017. 26. október 2015 19:42 Dagný fer til Portland: Leyfði mér ekki að dreyma um svona lið Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur samið við eitt sterkasta lið Bandaríkjanna og spilar vestanhafs næstu tvö árin. 26. október 2015 22:16 Man eftir öllum hinum 99 leikjunum Hólmfríður Magnúsdóttir gat ekki klárað nema hálftíma af hundraðasta A-landsleiknum sínum. 27. október 2015 06:30 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
Frábær frammistaða Íslands í Slóveníu í gær, þar sem stelpurnar okkar unnu sannfærandi 6-0 sigur, gefur góð fyrirheit um framhaldið í 1. riðli í undankeppni EM 2017. Ísland er þar með fullt hús stiga eftir þrjá leiki og markatöluna 12-0. Skotland er einnig taplaust í riðlinum og á leik til góða gegn Makedóníu á útivelli í kvöld. Skotar eru sigurstranglegri aðilinn í leiknum en það stefnir í einvígi Íslands og Skotlands um efsta sætið í riðlinum, sem gefur beinan þátttökurétt á EM í Hollandi. Ef frá er talinn fimmtán mínútna kafli í upphafi síðari hálfleiks stjórnaði Ísland ferðinni gegn Slóvenum í gær. Liðið lék frábæra knattspyrnu en það var ekki síst frammistaða sóknarmannsins Hörpu Þorsteinsdóttur sem gladdi augað. Hún skoraði tvö mörk, lagði upp eitt og fékk aukaspyrnu sem gaf af sér eitt til viðbótar. Hún fékk tækifæri til að fullkomna þrennuna en lét verja frá sér vítaspyrnu seint í leiknum.Þvingaði Hörpu á vítapunktinn „Ég tek það á mig. Ég þvingaði hana til að taka vítaspyrnuna,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, í léttum dúr við Fréttablaðið í gær. „En spyrnan var vel varin hjá markverði Slóvena.“ Dagný Brynjarsdóttir skoraði fyrsta og síðasta mark Íslands í leiknum. Harpa kom Íslandi í 2-0 og 3-0 og Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði sitt 75. landsliðsmark er hún gerði mark úr aukaspyrnu sem var dæmd á varnarmann Slóveníu. Hún hafði handleikið skot Hörpu í teignum. Harpa lagði svo upp fimmta markið fyrir varamanninn Söndru Maríu Jessen, en hún kom inn á fyrir Hólmfríði Magnúsdóttur sem þurfti að fara meidd af velli eftir 30 mínútna leik í sínum 100. landsleik. Ísland fékk því sex stig úr þessari landsleikjatörn en Ísland vann 4-0 sigur á Makedóníu í síðustu viku. Freyr segir að hann sé ánægður með hvar liðið sé statt nú. „Nú förum við inn í vetrarfríið með níu stig og góða markatölu. Mér finnst að mitt handbragð sé komið á liðið og það komið á þann stað sem ég vil. En við megum ekki vera hrædd við að hugsa stórt og halda áfram að bæta okkur.” Freyr segir að frammistaða Hörpu hafi verið sú besta í landsliðinu undir hans stjórn. „Hún skoraði færri mörk en vanalega með Stjörnunni í sumar og var því með blóð á tönnunum þegar hún kom inn í þetta verkefni. Hún var frábær í þessum leik og er leikmaður sem er enn að vaxa og bæta sig.“Erfiður vetur Sjálf sagðist Harpa vera ánægð með kvöldið og frammistöðu sína með landsliðinu. „Þetta var erfitt framan af ári enda var ég meidd síðasta vetur og mikið bras á mér. En mér fannst að það væri stígandi í mínum leik í sumar og ég átti góða leiki með Stjörnunni í Evrópukeppninni í haust, þrátt fyrir að við töpuðum þeim. Ég fann að sjálfstraustið jókst með hverjum leiknum og það er alltaf pressa á manni að standa sig vel með landsliðinu.“ Harpa mun nýta vetrarfríið til að fara í aðgerð vegna meiðsla sem hafa verið að plaga hana. „Ég er með taugatruflanir í ristinni sem þarf að laga. Mér skilst reyndar að þetta sé helst algengt hjá konum yfir sextugu og knattspyrnukonum,“ segir hún í léttum dúr. „Eftir aðgerðina tekur við bataferli sem ég ætla að nýta til að skoða mín mál fyrir næsta sumar,“ segir Harpa sem hyggst ekki útiloka neina möguleika fyrir næsta sumar, hvort sem hún spilar hér á landi eða ytra.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hólmfríður: Vissi að ég var tæp Hólmfríður Magnúsdóttir lék sinn 100. landsleik í kvöld og segist stolt af áfanganum, þrátt fyrir meiðslin. 26. október 2015 19:53 Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 0-6 | Stelpurnar fullkomnar í Slóveníu Ísland sýndi flestar sína bestu hliðar er stelpurnar okkar unnu sannfærandi sigur á Slóveníu í undankeppni EM 2017. 26. október 2015 18:45 Harpa: Skora úr næsta víti Harpa Þorsteinsdóttir átti stórleik fyrir Ísland í kvöld en var óheppinn að skora ekki þrennu. 26. október 2015 20:00 Freyr: Stoltur af þeim Landsliðsþjálfarinn var í sjöunda himni með 6-0 sigur Íslands á Slóveníu í undankeppni EM 2017. 26. október 2015 19:42 Dagný fer til Portland: Leyfði mér ekki að dreyma um svona lið Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur samið við eitt sterkasta lið Bandaríkjanna og spilar vestanhafs næstu tvö árin. 26. október 2015 22:16 Man eftir öllum hinum 99 leikjunum Hólmfríður Magnúsdóttir gat ekki klárað nema hálftíma af hundraðasta A-landsleiknum sínum. 27. október 2015 06:30 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
Hólmfríður: Vissi að ég var tæp Hólmfríður Magnúsdóttir lék sinn 100. landsleik í kvöld og segist stolt af áfanganum, þrátt fyrir meiðslin. 26. október 2015 19:53
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 0-6 | Stelpurnar fullkomnar í Slóveníu Ísland sýndi flestar sína bestu hliðar er stelpurnar okkar unnu sannfærandi sigur á Slóveníu í undankeppni EM 2017. 26. október 2015 18:45
Harpa: Skora úr næsta víti Harpa Þorsteinsdóttir átti stórleik fyrir Ísland í kvöld en var óheppinn að skora ekki þrennu. 26. október 2015 20:00
Freyr: Stoltur af þeim Landsliðsþjálfarinn var í sjöunda himni með 6-0 sigur Íslands á Slóveníu í undankeppni EM 2017. 26. október 2015 19:42
Dagný fer til Portland: Leyfði mér ekki að dreyma um svona lið Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur samið við eitt sterkasta lið Bandaríkjanna og spilar vestanhafs næstu tvö árin. 26. október 2015 22:16
Man eftir öllum hinum 99 leikjunum Hólmfríður Magnúsdóttir gat ekki klárað nema hálftíma af hundraðasta A-landsleiknum sínum. 27. október 2015 06:30