Handbolti

Ohlander leysir Saric af hólmi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ohlander í leik með Kolding.
Ohlander í leik með Kolding. vísir/getty
Sænski markvörðurinn Fredrik Ohlander snýr óvænt aftur til Barcelona ellefu árum eftir að hann yfirgaf félagið.

Hann mun standa í markinu hjá Barcelona út næsta mánuð þar sem það þarf að leysa Danjel Saric af. Hann er að keppa í undankeppni ÓL með Katar í nóvember.

Ohlander er 39 ára gamall og var í markinu hjá Börsungum frá 2002 til 2004. Síðan fór hann til Minden og Granollers áður en hann endaði í markinu hjá Kolding.

Hann var svo síðast í markinu hjá sænska liðinu Kristianstad sem vann sænsku deildina síðasta vetur og hefur komið skemmtilega á óvart í Meistaradeildinni í vetur.

Þó svo Ohlander sé kominn aðeins á aldur þá er hann aðeins ári eldri en Saric sem er enn einn besti markvörður heims.

Ohlander mun þó byrja á bekknum því hinn markvörður Börsunga er spænski landsliðsmarkvörðurinn Gonzalo Perez de Vargas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×