Segir lekann koma frá Landspítala Snærós Sindradóttir skrifar 22. október 2015 09:00 Hjónin nýttu sér fósturskimun og fæðingarhjálp á Kvennadeild Landspítalans. vísir/vilhelm „Við fengum upphringingu frá Landspítalanum. Þetta kom bara í símtali og það liggur fyrir í dagbókarfærslu í okkar innri kerfum,“ segir Skúli Á. Sigurðsson, verkefnastjóri hælismála hjá Útlendingastofnun.Guðný Helga Herbertsdóttir upplýsingafulltrúi LSHÍ gær greindi Fréttablaðið frá því að Útlendingastofnun hefði óskað eftir lögreglurannsókn á hjónabandi víetnamskra hjóna sem stofnunin grunar um málamyndahjúskap. Í bréfi stofnunarinnar til lögreglu stendur: „Upplýsingar hafa borist frá Landspítala um að X væri mjög ung og barnaleg og maðurinn hennar óframfærinn.“ Samkvæmt 13. gr. útlendingalaga ber Útlendingastofnun að kanna hvort um málamyndahjónaband sé að ræða ef annar einstaklingur í hjúskap er 24 ára eða yngri. Útlendingastofnun hefur ekki vald til að rannsaka mál á sama hátt og lögregla og hefur ekki aðgang að sjúkraskýrslum fólks. „Við höfum ekki ríkar rannsóknarheimildir,“ segir Skúli. „Það eru ákveðnir póstar sem við skoðum þegar við förum yfir málin hvort um einhvers konar nauðungarhjónaband eða mansal geti verið að ræða. Það skal tekið fram að það er ekki búið að taka neina ákvörðun í málinu, það heitir bara góð stjórnsýsla þegar mál eru rannsökuð.“ Útlendingastofnun hafi ekki sjálf kallað eftir upplýsingum um fólkið frá Landspítalanum. „Þessar upplýsingar bárust okkur í símtali. Við getum ekki svarað fyrir það hvaða heimildir aðrir hafa til að veita okkur upplýsingar en um leið og þessar upplýsingar koma til okkar höfum við skyldu til að bregðast við þeim,“ segir Skúli. „Aftur á móti var þetta símtal í sjálfu sér aukaatriði að því leyti að við fórum í þessa athugun á þeim grundvelli að um væri að ræða svona ungan einstakling. Það er mjög umdeild regla. En við förum bara eftir lögunum eins og þau standa, hvort sem okkur líkar betur eða verr.“ Landspítalanum er óheimilt að veita Útlendingastofnun upplýsingar sem þessar um sjúklinga. Þjónusta spítalans við konuna var í tengslum við meðgöngu hennar og fæðingu dóttur í september 2014. Ekki hefur komið í ljós hver innan spítalans lét Útlendingastofnun lýsingu á hjónunum í té. „Málið er í skoðun innan spítalans og það er litið alvarlegum augum ef rétt reynist,“ segir Guðný Helga Herbertsdóttir, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans.Málamyndahjónabönd vopn í mansaliErlendar rannsóknir frá Europol og Fíkniefna- og afbrotamálaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna benda til þess að málamynda- eða nauðungarhjónabönd séu aðferð notuð við mansal. Í viðtölum reynir Útlendingastofnun að lesa í líðan fólks og samræmi í framburði hjóna. „Við erum eingöngu að sinna okkar rannsóknarskyldu og okkar lagalegu skyldu um að kanna málið til hlítar og kalla til lögreglu ef aðstæður eru þannig að við teljum að verið sé að brjóta réttindi á fólki,“ segir Skúli Á. Sigurðsson, verkefnisstjóri hælismála hjá Útlendingastofnun. Flóttamenn Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
„Við fengum upphringingu frá Landspítalanum. Þetta kom bara í símtali og það liggur fyrir í dagbókarfærslu í okkar innri kerfum,“ segir Skúli Á. Sigurðsson, verkefnastjóri hælismála hjá Útlendingastofnun.Guðný Helga Herbertsdóttir upplýsingafulltrúi LSHÍ gær greindi Fréttablaðið frá því að Útlendingastofnun hefði óskað eftir lögreglurannsókn á hjónabandi víetnamskra hjóna sem stofnunin grunar um málamyndahjúskap. Í bréfi stofnunarinnar til lögreglu stendur: „Upplýsingar hafa borist frá Landspítala um að X væri mjög ung og barnaleg og maðurinn hennar óframfærinn.“ Samkvæmt 13. gr. útlendingalaga ber Útlendingastofnun að kanna hvort um málamyndahjónaband sé að ræða ef annar einstaklingur í hjúskap er 24 ára eða yngri. Útlendingastofnun hefur ekki vald til að rannsaka mál á sama hátt og lögregla og hefur ekki aðgang að sjúkraskýrslum fólks. „Við höfum ekki ríkar rannsóknarheimildir,“ segir Skúli. „Það eru ákveðnir póstar sem við skoðum þegar við förum yfir málin hvort um einhvers konar nauðungarhjónaband eða mansal geti verið að ræða. Það skal tekið fram að það er ekki búið að taka neina ákvörðun í málinu, það heitir bara góð stjórnsýsla þegar mál eru rannsökuð.“ Útlendingastofnun hafi ekki sjálf kallað eftir upplýsingum um fólkið frá Landspítalanum. „Þessar upplýsingar bárust okkur í símtali. Við getum ekki svarað fyrir það hvaða heimildir aðrir hafa til að veita okkur upplýsingar en um leið og þessar upplýsingar koma til okkar höfum við skyldu til að bregðast við þeim,“ segir Skúli. „Aftur á móti var þetta símtal í sjálfu sér aukaatriði að því leyti að við fórum í þessa athugun á þeim grundvelli að um væri að ræða svona ungan einstakling. Það er mjög umdeild regla. En við förum bara eftir lögunum eins og þau standa, hvort sem okkur líkar betur eða verr.“ Landspítalanum er óheimilt að veita Útlendingastofnun upplýsingar sem þessar um sjúklinga. Þjónusta spítalans við konuna var í tengslum við meðgöngu hennar og fæðingu dóttur í september 2014. Ekki hefur komið í ljós hver innan spítalans lét Útlendingastofnun lýsingu á hjónunum í té. „Málið er í skoðun innan spítalans og það er litið alvarlegum augum ef rétt reynist,“ segir Guðný Helga Herbertsdóttir, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans.Málamyndahjónabönd vopn í mansaliErlendar rannsóknir frá Europol og Fíkniefna- og afbrotamálaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna benda til þess að málamynda- eða nauðungarhjónabönd séu aðferð notuð við mansal. Í viðtölum reynir Útlendingastofnun að lesa í líðan fólks og samræmi í framburði hjóna. „Við erum eingöngu að sinna okkar rannsóknarskyldu og okkar lagalegu skyldu um að kanna málið til hlítar og kalla til lögreglu ef aðstæður eru þannig að við teljum að verið sé að brjóta réttindi á fólki,“ segir Skúli Á. Sigurðsson, verkefnisstjóri hælismála hjá Útlendingastofnun.
Flóttamenn Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira