Þóttust vera hælisleitendur og stálu fyrir milljónir Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. október 2015 09:00 Fólkið sem búið er að vísa úr landi fyrir þjófnað nýtti sér þjónustu póstsins til að koma góssinu úr landi. Mynd/Íslandspóstur Sex karlmenn og ein kona frá Hvíta-Rússlandi voru send úr landi með endurkomubanni þann 9. október síðastliðinn vegna brota á útlendingalögum, en þau höfðu sótt um hæli hér á landi á fölskum vegabréfum og stolið vörum úr verslunum landsins fyrir nokkrar milljónir króna. Öll voru þau úrskurðuð í þriggja vikna gæsluvarðhald í lok september vegna málsins og tók Útlendingastofnun í samráði við ákærusvið lögreglunnar þá ákvörðun að vísa þeim úr landi með endurkomubanni. „Við húsleit lögðum við hald á þýfi fyrir um tvær milljónir króna. Við vitum ekkert hvað það var mikils virði sem þau höfðu sent út með pósti en það var býsna mikið og ábyggilega annað eins,“ segir Benedikt Lund, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um málið.Áttu flugmiða heim á eigin vegabréfum Fólkið kom flest til landsins í byrjun sumars á eigin vegabréfum og sótti um hæli með öðrum vegabréfum, sem öll voru fölsuð. Þeim var úthlutað húsnæði hér á landi á meðan hælisumsókn þeirra var í ferli. „Þau komu hingað til lands í þeim tilgangi einum að stela úr búðum og selja þýfið úti. Þau voru öll með vinnu í Hvíta-Rússlandi og vissu alveg hvað þau voru að gera, enda þaulskipulagt,“ segir Benedikt en fólkið stundaði hér skipulagðan þjófnað þar til lögreglan komst á snoðir um málið í lok september. Fólkið átti flugmiða úr landi á eigin vegabréfum.Benedikt Lund ,lögreglufulltrúi, til vinstriLjótt að misnota sér eymd annarraHluta þýfisins hafði fólkið sent með pósti til Hvíta-Rússlands þar sem það var selt í netverslun þar í landi. „Konan sem var nokkuð samvinnuþýð benti okkur á netsíðu þar sem varningurinn var til sölu. Við fundum líka kvittanir frá póstinum við húsleit hjá fólkinu.“ Málið komst upp í kjölfar ábendinga frá öðrum hælisleitendum sem bjuggu í sama íbúðakjarna. Einnig hafði fólkið náðst á myndbandsupptökum í nokkrum verslunum. „Þarna voru aðrir hælisleitendur sem voru reiðir yfir þessu og létu okkur vita. Auðvitað eru flestir sem koma hingað til lands heiðarlegt fólk og það er ömurlegt hvernig þessir einstaklingar reyna að misnota sér eymd annarra,“ segir Benedikt sem telur mikilvægt að umræðan beinist ekki að slæmum afleiðingum þess að veita fólki hæli hér á landi. Frekar eigi hún að beinast að því hve ljótt það sé að misnota sér eymd annarra. Flóttamenn Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi Sjá meira
Sex karlmenn og ein kona frá Hvíta-Rússlandi voru send úr landi með endurkomubanni þann 9. október síðastliðinn vegna brota á útlendingalögum, en þau höfðu sótt um hæli hér á landi á fölskum vegabréfum og stolið vörum úr verslunum landsins fyrir nokkrar milljónir króna. Öll voru þau úrskurðuð í þriggja vikna gæsluvarðhald í lok september vegna málsins og tók Útlendingastofnun í samráði við ákærusvið lögreglunnar þá ákvörðun að vísa þeim úr landi með endurkomubanni. „Við húsleit lögðum við hald á þýfi fyrir um tvær milljónir króna. Við vitum ekkert hvað það var mikils virði sem þau höfðu sent út með pósti en það var býsna mikið og ábyggilega annað eins,“ segir Benedikt Lund, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um málið.Áttu flugmiða heim á eigin vegabréfum Fólkið kom flest til landsins í byrjun sumars á eigin vegabréfum og sótti um hæli með öðrum vegabréfum, sem öll voru fölsuð. Þeim var úthlutað húsnæði hér á landi á meðan hælisumsókn þeirra var í ferli. „Þau komu hingað til lands í þeim tilgangi einum að stela úr búðum og selja þýfið úti. Þau voru öll með vinnu í Hvíta-Rússlandi og vissu alveg hvað þau voru að gera, enda þaulskipulagt,“ segir Benedikt en fólkið stundaði hér skipulagðan þjófnað þar til lögreglan komst á snoðir um málið í lok september. Fólkið átti flugmiða úr landi á eigin vegabréfum.Benedikt Lund ,lögreglufulltrúi, til vinstriLjótt að misnota sér eymd annarraHluta þýfisins hafði fólkið sent með pósti til Hvíta-Rússlands þar sem það var selt í netverslun þar í landi. „Konan sem var nokkuð samvinnuþýð benti okkur á netsíðu þar sem varningurinn var til sölu. Við fundum líka kvittanir frá póstinum við húsleit hjá fólkinu.“ Málið komst upp í kjölfar ábendinga frá öðrum hælisleitendum sem bjuggu í sama íbúðakjarna. Einnig hafði fólkið náðst á myndbandsupptökum í nokkrum verslunum. „Þarna voru aðrir hælisleitendur sem voru reiðir yfir þessu og létu okkur vita. Auðvitað eru flestir sem koma hingað til lands heiðarlegt fólk og það er ömurlegt hvernig þessir einstaklingar reyna að misnota sér eymd annarra,“ segir Benedikt sem telur mikilvægt að umræðan beinist ekki að slæmum afleiðingum þess að veita fólki hæli hér á landi. Frekar eigi hún að beinast að því hve ljótt það sé að misnota sér eymd annarra.
Flóttamenn Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi Sjá meira