Handbolti

Sigurbergur stóð undir nafni og tryggði Holstebro sigurinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigurbergur var hetja Holstebro í dag.
Sigurbergur var hetja Holstebro í dag. vísir/ernir
Sigurbergur Sveinsson skoraði sigurmark Team Tvis Holstebro þegar liðið lagði Skanderborg að velli, 21-22, í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Holstebro var með fimm marka forystu, 12-17, þegar 20 mínútur voru eftir en leikmenn Skanderborg gáfust ekki upp, minnkuðu muninn og jöfnuðu svo, 21-21, þegar hálf mínúta var eftir af leiknum.

Holstebro tók leikhlé og í kjölfarið skoraði Sigurbergur sigurmarkið, þegar aðeins tvær sekúndur voru eftir af leiknum.

Sigurbergur gerði alls fjögur mörk í leiknum en Egill Magnússon lék ekki með Holstebro í dag. Sigurbergur og félagar eru í 8. sæti deildarinnar en þeir hafa unnið fimm leiki og tapað fjórum í vetur.

Þá skoraði Sigvaldi Guðjónsson tvö mörk fyrir Århus sem tapaði með sex marka mun, 24-30, fyrir Skive á heimavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×