Handbolti

Björgvin Páll var svona góður í gær | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björgvin Páll Gústavsson.
Björgvin Páll Gústavsson. Vísir/EPA
Björgvin Páll Gústavsson átti frábæran leik í gær þegar íslenska karlalandsliðið í handbolta vann 28-27 sigur á Norðmönnum á æfingamótinu í Osló.

Björgvin Páll varði meðal annars sjö af síðustu níu skotunum sem komu á hann og þann kafla vann íslenska liðið 7-2 og tryggði sér eins marks endurkomusigur.

Björgvin Páll varði alls 24 skot í leiknum þar af tvö víti. Hann var með með 47 prósent markvörslu þar af var hann með 54 prósent markvörslu í seinni hálfleiknum.

Björgvin Páll var ánægður með sig (og mátti líka vera það) og hann hefur sett markvörslur sínar í leiknum inn á Youtube.

Næsti leikur íslenska landsliðsins á mótinu er á móti heims-, Evrópu- og Ólympíumeisturum Frakka á morgun.  Lokaleikurinn er síðan við lærisveina Guðmundar Guðmundssonar í danska landsliðinu á sunnudagskvöldið.

Hér fyrir neðan má sjá íslenska víkinginn í ham í leiknum á móti Noregi í gærkvöldi.


Tengdar fréttir

Aron: Mikill sigurvilji í liðinu

Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var ánægður eftir eins marks endurkomu sigur íslensku strákanna á Noregi í kvöld á æfingamótinu í Osló.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×