Neymar hefur skorað átta mörk í síðustu sex leikjum sínum með Barcelona sem er jafnt Real Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar. Liðin mætast í El Clasico síðar í mánuðinum.
„Ég er ekki hrifinn af því að horfa á fótbolta þegar ég er ekki að spila með Barcelona. Ég horfi ekki á leiki með Real Madrid. Ég nýt þess ekki að horfa á önnur lið.“
Neymar var spurður hvaða álit hann hefði á liði Real Madrid en svar hans var einfalt. „Ég get ekki gefið skoðun mína á einhverju sem ég hef ekki séð.“

„Fyrir mér er ekkert mikilvægara en að vinna titla. Gullboltinn hefur alltaf verið á milli Cristiano Ronaldo og Messi. Þeir eru leikmenn frá annarri plánetu.“
„Ég velti þessum hlutum ekki fyrir mér. Ég vil bara hjálpa liðsfélögunum mínum,“ sagði hinn hógværi Neymar.