Í bígerð er að þýða bókina á íslensku enda benda fjöll og firðir á bókarkápunni til þess að hún gerist á Íslandi. Höfundur er þó loðinn í svörum þegar hann er krafinn sagna um söguslóðir.

„Kung fusion er eins og Prúðu leikararnir, ekki saga heldur sýning og þó enginn kunni að meta ofbeldi í verunni þá gildir annað um myndasöguheiminn. Ofbeldi þar er svolítið eins og að detta á hausinn, það hlæja allir að því.
Hann segir ansi marga karaktera koma við sögu í bókinni en þeir skiptist hratt út, eftir því hver sé laminn og hver uppistandandi.

Teiknimyndasagan er í ljósrituðu, litlu upplagi og ekkert eintak hefur verið selt. „Ég skrifaði söguna á dönsku og dreifði henni á nokkur forlög í Danmörku en hef engin viðbrögð fengið svo ég veit ekki hvort nokkur hefur lesið hana enn nema nánustu ættingjar og vinir,“ segir Pétur Hrafn.
Næst á dagskrá er að finna réttu frasana í íslensku þýðinguna að sögn Péturs Hrafns. En er kominn titill? „Nei, mér datt helst í hug: Heima er best – ískalt. Það er vinnutitill ennþá.“