Hælisleitandi frá Súdan óttast að verða sendur til Ítalíu Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 5. nóvember 2015 19:45 Hælisleitandi frá Súdan sem á að senda aftur til Ítalíu fær ekki gjafsóknarleyfi til að áfrýja ákvörðun Útlendingastofnunar til dómstóla. Hann hefur dvalið á geðdeild undanfarið vegna þunglyndis og segist fyrirfara sér ef hann verði sendur til baka. Enn er ekki vitað hvort brottvísunum til Ítalíu og Grikklands verði framfylgt þrátt fyrir ástandið þar.Breytt stefna í máli hælisleitendaÞetta ekki eina málið þar sem hælisleitendum er synjað um gjafsókn. Innanríkisráðuneytið virðist hafa breytt stefnu sinni í málinu án þess að kynna þá ákvörðun formlega. Katrín Oddsdóttir lögmaður segir alvarlegt að meina viðkvæmum minnihlutahópi að sækja rétt sinn. Þessi hópur eigi enga möguleika á að sækja mál fyrir íslenskum dómstólum að öðrum kosti.Á flótta frá barnsaldriEinn þeirra sem fær ekki að áfrýja máli sínu er Iz Eidin Mouhammed, ungur strákur, frá Darfúr í Súdan sem er skjólstæðingur Katrínar. Hann hefur verið á flótta frá barnsaldri. Fyrst dvaldi hann í Lýbíu eða þar til hann neyddist til að flýja þaðan vegna borgarastríðs til Ítalíu. Þar svaf hann á götunni ásamt fleiri heimilislausum flóttamönnum. Vinur hans Aliaguat Suliman sem er einnig frá Darfúr-héraði segir að hann sé mjög veikur og hafi farið í hungurverkfall eftir að ákvörðun Útlendingastofnunar lá fyrir.Engin framtíð í ÍtalíuIz Eidin hefur þurft að vera á geðdeild vegna alvarlegs þunglyndis og segist ætla að fyrirfara sér ,ef hann verður sendur aftur til Ítalíu. Aliaguat óttast að hann geri alvöru úr hótun sinni enda eigi hann enga framtíð í Ítalíu. Það sé í raun jafn slæmt fyrir hann að fara þangað og að vera sendur aftur til Súdan. Ólöf Nordal innanríkisráðherra lýsti því yfir fyrir nokkrum mánuðum að ekki væri óhætt að senda hælisleitendur til Grikklands og Ítalíu vegna ástandsins þar. Síðan þá hafa komið nokkrir úrskurðir um að senda eigi hælisleitendur til baka en óljóst er hvort þeim verður framfylgt, þar sem málið er í skoðun. Katrín Oddssdóttur segir að það sé einkennileg biðstaða í gangi og ekki sé vitað hversu lengi vari. „Það er einhver lögfræðilegur ómöguleiki í gangi. Það má ekki visa honum til Ítalíu í bili, hann er alltof veikur til að þola flutning samkvæmt áliti lækna. Það veit enginn hvað gerist í lífi hans og við megum ekki bera málið undir dómstóla.” Flóttamenn Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Hælisleitandi frá Súdan sem á að senda aftur til Ítalíu fær ekki gjafsóknarleyfi til að áfrýja ákvörðun Útlendingastofnunar til dómstóla. Hann hefur dvalið á geðdeild undanfarið vegna þunglyndis og segist fyrirfara sér ef hann verði sendur til baka. Enn er ekki vitað hvort brottvísunum til Ítalíu og Grikklands verði framfylgt þrátt fyrir ástandið þar.Breytt stefna í máli hælisleitendaÞetta ekki eina málið þar sem hælisleitendum er synjað um gjafsókn. Innanríkisráðuneytið virðist hafa breytt stefnu sinni í málinu án þess að kynna þá ákvörðun formlega. Katrín Oddsdóttir lögmaður segir alvarlegt að meina viðkvæmum minnihlutahópi að sækja rétt sinn. Þessi hópur eigi enga möguleika á að sækja mál fyrir íslenskum dómstólum að öðrum kosti.Á flótta frá barnsaldriEinn þeirra sem fær ekki að áfrýja máli sínu er Iz Eidin Mouhammed, ungur strákur, frá Darfúr í Súdan sem er skjólstæðingur Katrínar. Hann hefur verið á flótta frá barnsaldri. Fyrst dvaldi hann í Lýbíu eða þar til hann neyddist til að flýja þaðan vegna borgarastríðs til Ítalíu. Þar svaf hann á götunni ásamt fleiri heimilislausum flóttamönnum. Vinur hans Aliaguat Suliman sem er einnig frá Darfúr-héraði segir að hann sé mjög veikur og hafi farið í hungurverkfall eftir að ákvörðun Útlendingastofnunar lá fyrir.Engin framtíð í ÍtalíuIz Eidin hefur þurft að vera á geðdeild vegna alvarlegs þunglyndis og segist ætla að fyrirfara sér ,ef hann verður sendur aftur til Ítalíu. Aliaguat óttast að hann geri alvöru úr hótun sinni enda eigi hann enga framtíð í Ítalíu. Það sé í raun jafn slæmt fyrir hann að fara þangað og að vera sendur aftur til Súdan. Ólöf Nordal innanríkisráðherra lýsti því yfir fyrir nokkrum mánuðum að ekki væri óhætt að senda hælisleitendur til Grikklands og Ítalíu vegna ástandsins þar. Síðan þá hafa komið nokkrir úrskurðir um að senda eigi hælisleitendur til baka en óljóst er hvort þeim verður framfylgt, þar sem málið er í skoðun. Katrín Oddssdóttur segir að það sé einkennileg biðstaða í gangi og ekki sé vitað hversu lengi vari. „Það er einhver lögfræðilegur ómöguleiki í gangi. Það má ekki visa honum til Ítalíu í bili, hann er alltof veikur til að þola flutning samkvæmt áliti lækna. Það veit enginn hvað gerist í lífi hans og við megum ekki bera málið undir dómstóla.”
Flóttamenn Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira