Það er fallegt að sjá Han Solo haldandi á þessari geislabyssu ásamt því hvernig Finn, Daisy og Kylo Renn halda utan um geislasverðin sín. Blaðamanni Vísis sýnist einnig að það glitti í hina frægu snúða Leiu prinsessu.
Enn bólar þó ekkert á Luke Skywalker í kynningarefni myndarinnar en hann var hvorki á veggspjaldi myndarinnar sem birt var fyrir tveimur vikum né í nýjustu stiklu myndarinnar. J.J. Abrams, leikstjóri myndarinnar, segir reyndar að það sé enginn tilviljun en þangað til myndin verður frumsýnd geta menn aðeins velt því fyrir sér hvert hlutverk Luke Skywalker er í Star Wars myndinni.
Check out these new #TheForceAwakens character posters! pic.twitter.com/2q7uzVS4Hy
— Star Wars UK (@StarWarsUK) November 4, 2015
Which one of the new #TheForceAwakens character posters is your favourite? pic.twitter.com/eKLW9watTi
— Star Wars UK (@StarWarsUK) November 4, 2015