Jafnrétti í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 5. nóvember 2015 07:00 Það er erfitt að breyta menningu og það er erfitt að breyta samfélagi og það er þess vegna sem jafnréttisáætlanir eru svo mikilvægar. Áætlun um hvað við ætlum að gera til að leiðrétta mismunun og hvernig við ætlum að breyta, fræða og fræðast til að fyrirbyggja mismunun í framtíðinni. Það er til dæmis gjörsamlega óskiljanlegt og ólíðandi að konur fái lægri laun fyrir sitt vinnuframlag en karlar, að konur beri umönnunarbyrði samfélagsins í meira mæli og að svo hræðilega algengt sé að konur séu beittar ofbeldi.Fjölbreytni Nýsamþykkt jafnréttisáætlun Reykjavíkurborgar tekur einnig til þess hvernig jafna má stöðu fólks í Reykjavík út frá fleiri þáttum en kyni. Þar má nefna kynhneigð, upprunaland, aldur, heilsu og fötlun eða bara það sem á einhvern hátt er frábrugðið því sem samfélagið hefur ákveðið að sé norm. Þess vegna er mikilvægt að hugað sé að margfaldri mismunun við ákvarðanir og rekstur borgarinnar.Kyngreind gögn Við stjórn og stefnumótun borgarinnar er mikilvægt að nýta kynjaða fjárhagsáætlun. Það vinnulag leiðir til betri og réttlátari ákvarðanatöku og Reykjavík er að mörgu leyti til fyrirmyndar að þessu leyti. Það er mikilvægt að fá kyngreind gögn og að við notum jafnréttismat markvisst til þess að geta meðvitað í okkar ákvörðunum stuðlað að auknu jafnrétti kynjanna. Það er líka mikilvægt að gefa út kyngreind gögn eins og mannréttindaskrifstofan hefur gert árum saman þar sem borgarbúar sjá svart á hvítu stöðuna eins og hún er.Fræðsla Til að koma í veg fyrir að næstu kynslóðir haldi áfram í sama fari eru áherslur á menntamál mikilvægar. Jafnréttisskólinn er fróðleiksbrunnur um jafnrétti í víðum skilningi í skóla- og frístundastarfi og það er gríðarlega mikilvægt að við stöndum vel að kennslu um jafnrétti. Við sjáum að enn hafa börn og ungmenni frekar staðlaðar hugmyndir um hlutverk og hæfileika kynjanna og það er skaðlegt og sorglegt um leið og setur því skorður hvaða nám og starf ungmenni velja sér í framtíðinni og viðheldur kynskiptum vinnumarkaði. Í anda nýsamþykktrar upplýsingastefnu borgarinnar finnst mér tilvalið að við opnum matskerfið sem er síðasta aðgerðin í þessari aðgerðaáætlun fyrir borgarbúum þannig að allir geti fylgst með hvernig vinnu samkvæmt þessari aðgerðaáætlun miðar.Sömu laun fyrir sömu vinnu Í nýlegri skýrslu um launamun kynjanna hjá Reykjavíkurborg kemur fram að hann er að minnka og það er vel en við verðum að halda þar ótrauð áfram. Það er enginn að segja að stjórnendur meðvitað ákveði að borga konum lægri laun en það gerist eins og sjálfkrafa að framlag karla er metið að meiri verðleikum en framlag kvenna, ósjálfrátt og ómeðvitað – aftur og aftur og aftur, ekki bara í launamálum heldur miklu víðar. Þess vegna þarf róttækar aðgerðir og stöðuga fræðslu.Ofbeldi gegn konum er ólíðandi Kynbundið ofbeldi er einnig afkvæmi þessa gamla kynjakerfis og er stærsta ofbeldisógn sem til staðar er í samfélaginu. Nýstofnuð ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkurborgar mun fylgja eftir aðgerðum til að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi og ég bind miklar vonir við að þar munum við ná árangri.Mannréttindaborgin Reykjavík Reykjavíkurborg sem stærsta sveitarfélag landsins hefur mikil tækifæri til að hafa áhrif þar sem þjónusta borgarinnar snertir stóran hluta Íslendinga allt frá vöggu til grafar. Það þýðir líka að Reykjavíkurborg ber mikla ábyrgð á ástandinu eins og það er. Það er því á okkar ábyrgð að tryggja að Reykjavíkurborg verði raunverulegt hreyfiafl í baráttunni fyrir jöfnum rétti og tækifærum fólks. Reykjavíkurborg er og á að vera í fararbroddi í mannréttindamálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Það er erfitt að breyta menningu og það er erfitt að breyta samfélagi og það er þess vegna sem jafnréttisáætlanir eru svo mikilvægar. Áætlun um hvað við ætlum að gera til að leiðrétta mismunun og hvernig við ætlum að breyta, fræða og fræðast til að fyrirbyggja mismunun í framtíðinni. Það er til dæmis gjörsamlega óskiljanlegt og ólíðandi að konur fái lægri laun fyrir sitt vinnuframlag en karlar, að konur beri umönnunarbyrði samfélagsins í meira mæli og að svo hræðilega algengt sé að konur séu beittar ofbeldi.Fjölbreytni Nýsamþykkt jafnréttisáætlun Reykjavíkurborgar tekur einnig til þess hvernig jafna má stöðu fólks í Reykjavík út frá fleiri þáttum en kyni. Þar má nefna kynhneigð, upprunaland, aldur, heilsu og fötlun eða bara það sem á einhvern hátt er frábrugðið því sem samfélagið hefur ákveðið að sé norm. Þess vegna er mikilvægt að hugað sé að margfaldri mismunun við ákvarðanir og rekstur borgarinnar.Kyngreind gögn Við stjórn og stefnumótun borgarinnar er mikilvægt að nýta kynjaða fjárhagsáætlun. Það vinnulag leiðir til betri og réttlátari ákvarðanatöku og Reykjavík er að mörgu leyti til fyrirmyndar að þessu leyti. Það er mikilvægt að fá kyngreind gögn og að við notum jafnréttismat markvisst til þess að geta meðvitað í okkar ákvörðunum stuðlað að auknu jafnrétti kynjanna. Það er líka mikilvægt að gefa út kyngreind gögn eins og mannréttindaskrifstofan hefur gert árum saman þar sem borgarbúar sjá svart á hvítu stöðuna eins og hún er.Fræðsla Til að koma í veg fyrir að næstu kynslóðir haldi áfram í sama fari eru áherslur á menntamál mikilvægar. Jafnréttisskólinn er fróðleiksbrunnur um jafnrétti í víðum skilningi í skóla- og frístundastarfi og það er gríðarlega mikilvægt að við stöndum vel að kennslu um jafnrétti. Við sjáum að enn hafa börn og ungmenni frekar staðlaðar hugmyndir um hlutverk og hæfileika kynjanna og það er skaðlegt og sorglegt um leið og setur því skorður hvaða nám og starf ungmenni velja sér í framtíðinni og viðheldur kynskiptum vinnumarkaði. Í anda nýsamþykktrar upplýsingastefnu borgarinnar finnst mér tilvalið að við opnum matskerfið sem er síðasta aðgerðin í þessari aðgerðaáætlun fyrir borgarbúum þannig að allir geti fylgst með hvernig vinnu samkvæmt þessari aðgerðaáætlun miðar.Sömu laun fyrir sömu vinnu Í nýlegri skýrslu um launamun kynjanna hjá Reykjavíkurborg kemur fram að hann er að minnka og það er vel en við verðum að halda þar ótrauð áfram. Það er enginn að segja að stjórnendur meðvitað ákveði að borga konum lægri laun en það gerist eins og sjálfkrafa að framlag karla er metið að meiri verðleikum en framlag kvenna, ósjálfrátt og ómeðvitað – aftur og aftur og aftur, ekki bara í launamálum heldur miklu víðar. Þess vegna þarf róttækar aðgerðir og stöðuga fræðslu.Ofbeldi gegn konum er ólíðandi Kynbundið ofbeldi er einnig afkvæmi þessa gamla kynjakerfis og er stærsta ofbeldisógn sem til staðar er í samfélaginu. Nýstofnuð ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkurborgar mun fylgja eftir aðgerðum til að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi og ég bind miklar vonir við að þar munum við ná árangri.Mannréttindaborgin Reykjavík Reykjavíkurborg sem stærsta sveitarfélag landsins hefur mikil tækifæri til að hafa áhrif þar sem þjónusta borgarinnar snertir stóran hluta Íslendinga allt frá vöggu til grafar. Það þýðir líka að Reykjavíkurborg ber mikla ábyrgð á ástandinu eins og það er. Það er því á okkar ábyrgð að tryggja að Reykjavíkurborg verði raunverulegt hreyfiafl í baráttunni fyrir jöfnum rétti og tækifærum fólks. Reykjavíkurborg er og á að vera í fararbroddi í mannréttindamálum.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun