Handbolti

Handboltabyssa skýtur á Landin | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Niklas Landin.
Niklas Landin. vísir/getty
Dönsku landsliðsmarkverðirnir fengu að prófa nýja græju í gær sem á að gera þá enn betri.

Nýja græjan er kölluð handboltabyssa og ber nafn með rentu. Þetta er vél sem skýtur boltum að markvörðunum. Ekki ósvipað og notað er í hafnabolta er leikmenn þar æfa sig að sveifla kylfunni.

Byssan getur skotið boltum á allt að 150 km/h en uppfinningamaðurinn stillti hraðann „aðeins" á 100 fyrir þá Niklas Landin og Jannick Green.

„Þetta er frábær græja og á eftir að hjálpa okkur. Það er hægt að stilla hana þannig að hún taki 100 skot niður í vinstra hornið og svo framvegis. Þá er hægt að fá endurtekna æfingu sem er gott," sagði Landin kátur á æfingu hjá Gumma Gumm í gær.

Hér að neðan má sjá byssuna skjóta á Landin.

Samlet med landsholdet og vores nye legekammerat. @jannickgreen @haandboldherrerne #empolen2016

A video posted by Niklas Landin (@niklaslandin) on




Fleiri fréttir

Sjá meira


×