Leggja fram tillögu um rannsókn á Kleppjárnsreykjum Bjarki Ármannsson skrifar 3. nóvember 2015 23:34 Meðal flutningsmanna tillögunnar er Katrín Jakobsdóttir, sem kallaði eftir rannsókn á Kleppjárnsreykjum í óundirbúnum fyrirspurnartíma í síðasta mánuði. Vísir Fimmtán þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi hafa lagt fram þingályktunartillögu um að vistheimilisnefnd kanni starfsemi á vinnuhælinu á Kleppjárnsreykjum á árunum 1942 og 1943. Jafnframt hlutist forsætisráðherra til um að rannsakað verði hvort íslensk yfirvöld hafi framið mannréttindabrot við að sporna við samskiptum íslenskra kvenna við erlenda hermenn í kjölfar hernámsins árið 1940. Starfsemin á Kleppjárnsreykjum hefur verið talsvert til umræðu undanfarið í tengslum við nýja heimildarmynd sem fjallar um ungar íslenskar konur sem voru fordæmdar í dagblöðum og margar sendar á vinnuhælið fyrir að hafa haft samneyti við setulið Bandaríkjahers. Alma Ómarsdóttir fréttamaður gerði myndina en hún segir gríðarleg mannréttindabrot hafa átt sér stað við yfirheyrslur kvennanna og vistun á Kleppjárnsreykjum. Þá hefur Þór Whitehead sagnfræðiprófessor einnig farið yfir skjöl um þessar aðgerðir stjórnvalda, sem voru gerð opinber að hluta árið 2012, og sagt þær víðtækustu njósnir um einkalíf manna hér á landi.Alma Ómarsdóttir gerði heimildarmynd um Kleppjárnsreyki, sem komið hefur af stað miklu umtali.Vísir/PjeturEkki of seint að biðjast opinberlega afsökunar Meðal flutningsmanna tillögunnar er Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sem kallaði eftir rannsókn á Kleppjárnsreykjum í óundirbúnum fyrirspurnartíma í síðasta mánuði. Fyrsti flutningsmaður er Heiða Kristín Helgadóttir úr Bjartri framtíð. „Brýna nauðsyn ber til þess að upplýst verði með opinberri rannsókn hvað raunverulega átti sér stað á Kleppjárnsreykjum og við lögreglurannsóknir á ungum konum í kjölfar komu erlendra herliða til landsins,“ segir meðal annars í greinargerð tillögunnar. „Enn eimir af fordómum í garð þeirra kvenna sem voru viðfangsefni þessara rannsókna og sættu jafnvel frelsissviptingu í kjölfarið. Sumar þessara kvenna eru enn á lífi og ekki of seint að þeim verði veitt opinber afsökunarbeiðni.“ Alþingi Tengdar fréttir Vill rannsókn á aðgerðum yfirvalda gegn stúlkum á hernámsárunum „Tökum á þessum svarta bletti í sögunni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á þingi í dag. 14. október 2015 16:45 Ástríðuþrungin elska á Íslandi var drifkraftur Jóhönnu Knudsen Baráttan gegn óhollum erlendum áhrifum þýddi að taka varð ástandsstúlkur föstum tökum. 14. október 2015 14:50 Njósnir og ofsóknir gegn saklausum stúlkum Alma Ómarsdóttir hefur gert heimildarmyndina Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum – Lauslæti og landráð. Í myndinni er fjallað um gróf mannréttindabrot af hálfu íslenskra stjórnvalda gagnvart ungum konum á stríðsárunum. 8. október 2015 10:30 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira
Fimmtán þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi hafa lagt fram þingályktunartillögu um að vistheimilisnefnd kanni starfsemi á vinnuhælinu á Kleppjárnsreykjum á árunum 1942 og 1943. Jafnframt hlutist forsætisráðherra til um að rannsakað verði hvort íslensk yfirvöld hafi framið mannréttindabrot við að sporna við samskiptum íslenskra kvenna við erlenda hermenn í kjölfar hernámsins árið 1940. Starfsemin á Kleppjárnsreykjum hefur verið talsvert til umræðu undanfarið í tengslum við nýja heimildarmynd sem fjallar um ungar íslenskar konur sem voru fordæmdar í dagblöðum og margar sendar á vinnuhælið fyrir að hafa haft samneyti við setulið Bandaríkjahers. Alma Ómarsdóttir fréttamaður gerði myndina en hún segir gríðarleg mannréttindabrot hafa átt sér stað við yfirheyrslur kvennanna og vistun á Kleppjárnsreykjum. Þá hefur Þór Whitehead sagnfræðiprófessor einnig farið yfir skjöl um þessar aðgerðir stjórnvalda, sem voru gerð opinber að hluta árið 2012, og sagt þær víðtækustu njósnir um einkalíf manna hér á landi.Alma Ómarsdóttir gerði heimildarmynd um Kleppjárnsreyki, sem komið hefur af stað miklu umtali.Vísir/PjeturEkki of seint að biðjast opinberlega afsökunar Meðal flutningsmanna tillögunnar er Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sem kallaði eftir rannsókn á Kleppjárnsreykjum í óundirbúnum fyrirspurnartíma í síðasta mánuði. Fyrsti flutningsmaður er Heiða Kristín Helgadóttir úr Bjartri framtíð. „Brýna nauðsyn ber til þess að upplýst verði með opinberri rannsókn hvað raunverulega átti sér stað á Kleppjárnsreykjum og við lögreglurannsóknir á ungum konum í kjölfar komu erlendra herliða til landsins,“ segir meðal annars í greinargerð tillögunnar. „Enn eimir af fordómum í garð þeirra kvenna sem voru viðfangsefni þessara rannsókna og sættu jafnvel frelsissviptingu í kjölfarið. Sumar þessara kvenna eru enn á lífi og ekki of seint að þeim verði veitt opinber afsökunarbeiðni.“
Alþingi Tengdar fréttir Vill rannsókn á aðgerðum yfirvalda gegn stúlkum á hernámsárunum „Tökum á þessum svarta bletti í sögunni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á þingi í dag. 14. október 2015 16:45 Ástríðuþrungin elska á Íslandi var drifkraftur Jóhönnu Knudsen Baráttan gegn óhollum erlendum áhrifum þýddi að taka varð ástandsstúlkur föstum tökum. 14. október 2015 14:50 Njósnir og ofsóknir gegn saklausum stúlkum Alma Ómarsdóttir hefur gert heimildarmyndina Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum – Lauslæti og landráð. Í myndinni er fjallað um gróf mannréttindabrot af hálfu íslenskra stjórnvalda gagnvart ungum konum á stríðsárunum. 8. október 2015 10:30 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira
Vill rannsókn á aðgerðum yfirvalda gegn stúlkum á hernámsárunum „Tökum á þessum svarta bletti í sögunni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á þingi í dag. 14. október 2015 16:45
Ástríðuþrungin elska á Íslandi var drifkraftur Jóhönnu Knudsen Baráttan gegn óhollum erlendum áhrifum þýddi að taka varð ástandsstúlkur föstum tökum. 14. október 2015 14:50
Njósnir og ofsóknir gegn saklausum stúlkum Alma Ómarsdóttir hefur gert heimildarmyndina Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum – Lauslæti og landráð. Í myndinni er fjallað um gróf mannréttindabrot af hálfu íslenskra stjórnvalda gagnvart ungum konum á stríðsárunum. 8. október 2015 10:30