Stóriðja kemur ekki í veg fyrir flótta ungs fólks af landsbyggðinni Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. nóvember 2015 11:34 Stóriðjustörf heilla ekki ungmenni á Norðurlandi sem þátt tóku í rannsókn Nordregio um framtíðarsýn ungmenna á norðurslóðum. Lengi hefur veri til umræðu að stóriðja geti skapað störf á landsbyggðinni en virðist samkvæmt þessum niðurstöðum, sem Anna Karlsdóttir rannsóknarstjóri Nordregio kynnti á Sprengisandi í morgun, ekki samrýmast sýn ungmenna sem þar búa. Þau sjá heldur ekki fyrir sér að starfa í þeim atvinnugreinum sem fyrir eru í þeirra heimabyggð. Framtíðarsýn og óskir ungs fólks á norðurslóðum eru í brennidepli í þessari nýju rannsókn Nordregio en ein helsta áskorun dreifbýlisins er að finna leiðir til að halda í og laða að ungt fólk. Aðeins minnihluti ungmenna sem þátt tóku í könnuninni búast við að búa þar sem þau ólust upp þegar þau eru orðnir fullorðnir einstaklingar. Á Íslandi var rannsóknin gerð í Norðurþingi og Austur-húnavatnssýslu sem og í Þorshöfn þar sem menntunarstig er með því lægsta á landinu. Hinar hefðbundnu atvinnugreinar á svæðinu, sjávarútvegur og landbúnaður, hafa þar einnig átt undir högg að sækja og því hefur verið svarað með umfangsmikilli iðnaðaruppbyggingu á Bakka, nærri Húsavík. Svo stiklað sé á stóru í niðurstöðum könnunarinnar þá gefa þær að sögn Önnu til kynna að mikið ósamræmi sé á milli áherslu stjórnvalda í atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni og þankagangs ungs fólks. Þegar það er spurt hvað muni koma því á þann stað sem það vill vera á það sé það menntun sem skeri sig úr. Þessa menntun vilja þau sækja annars staðar, þrátt fyrir miklar framfari í hvers kyns fjarnámi á landinu. Ungt fólk sæki sér einna helst innblásturs til fjölmiða og samfélagsmiðla, þar sem það verður fyrir beinum áhrifum af hnattvæðingunni, fremur en til heimahaganna. Aukin umsvif á norðurslóðum, svo sem olíuvinnsla á Drekasvæðinu sem hefur heillað margan ráðamanninn á síðustu árum, hefur að sama skapi engin áhrif á framtíðaráform ungs fólks. Það sem meira er, í langfæstum tilvikum höfðu þátttakendur gefið þessum verkefnum gaum. Það væri einna helsta ferðaþjónustan í nærumhverfinu sem gæti sannfært það um að verða eftir. Anna Karlsdóttir segir að niðurstöðurnar gefi til kynna að eflaust sé ráðlegast fyrir íslensk stjórnvöld að leggja áherslu á fjölbreytileika í atvinnuuppbyggingu í stað þess að setja öll eggin í sömu körfuna. Körfu sem jafnvel gæti ekki verið til staðar að tveimur áratugum liðnum. Spjallið í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Stóriðjustörf heilla ekki ungmenni á Norðurlandi sem þátt tóku í rannsókn Nordregio um framtíðarsýn ungmenna á norðurslóðum. Lengi hefur veri til umræðu að stóriðja geti skapað störf á landsbyggðinni en virðist samkvæmt þessum niðurstöðum, sem Anna Karlsdóttir rannsóknarstjóri Nordregio kynnti á Sprengisandi í morgun, ekki samrýmast sýn ungmenna sem þar búa. Þau sjá heldur ekki fyrir sér að starfa í þeim atvinnugreinum sem fyrir eru í þeirra heimabyggð. Framtíðarsýn og óskir ungs fólks á norðurslóðum eru í brennidepli í þessari nýju rannsókn Nordregio en ein helsta áskorun dreifbýlisins er að finna leiðir til að halda í og laða að ungt fólk. Aðeins minnihluti ungmenna sem þátt tóku í könnuninni búast við að búa þar sem þau ólust upp þegar þau eru orðnir fullorðnir einstaklingar. Á Íslandi var rannsóknin gerð í Norðurþingi og Austur-húnavatnssýslu sem og í Þorshöfn þar sem menntunarstig er með því lægsta á landinu. Hinar hefðbundnu atvinnugreinar á svæðinu, sjávarútvegur og landbúnaður, hafa þar einnig átt undir högg að sækja og því hefur verið svarað með umfangsmikilli iðnaðaruppbyggingu á Bakka, nærri Húsavík. Svo stiklað sé á stóru í niðurstöðum könnunarinnar þá gefa þær að sögn Önnu til kynna að mikið ósamræmi sé á milli áherslu stjórnvalda í atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni og þankagangs ungs fólks. Þegar það er spurt hvað muni koma því á þann stað sem það vill vera á það sé það menntun sem skeri sig úr. Þessa menntun vilja þau sækja annars staðar, þrátt fyrir miklar framfari í hvers kyns fjarnámi á landinu. Ungt fólk sæki sér einna helst innblásturs til fjölmiða og samfélagsmiðla, þar sem það verður fyrir beinum áhrifum af hnattvæðingunni, fremur en til heimahaganna. Aukin umsvif á norðurslóðum, svo sem olíuvinnsla á Drekasvæðinu sem hefur heillað margan ráðamanninn á síðustu árum, hefur að sama skapi engin áhrif á framtíðaráform ungs fólks. Það sem meira er, í langfæstum tilvikum höfðu þátttakendur gefið þessum verkefnum gaum. Það væri einna helsta ferðaþjónustan í nærumhverfinu sem gæti sannfært það um að verða eftir. Anna Karlsdóttir segir að niðurstöðurnar gefi til kynna að eflaust sé ráðlegast fyrir íslensk stjórnvöld að leggja áherslu á fjölbreytileika í atvinnuuppbyggingu í stað þess að setja öll eggin í sömu körfuna. Körfu sem jafnvel gæti ekki verið til staðar að tveimur áratugum liðnum. Spjallið í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira