Samfés óskar Hagaskóla til hamingju en minnir á að klæðaburðarreglurnar eru ekki í gildi Birgir Olgeirsson skrifar 17. nóvember 2015 15:28 Hagaskóli vann hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík í ár. Vísir/Ernir Samtök félagsmiðstöðva á Íslandi, Samfés, minna á að klæðaburðarreglurnar sem var vísað til í siguratriði Skrekks, hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík, er ekki lengur í gildi. Það var Hagaskóli sem bar sigur úr býtum í keppninni í gær með atriði sem hefur vakið mikla athygli í dag. Atriðið var samblanda af nokkurskonar rapp-ljóði og dansi sem var ádeila á stöðu stúlkna í dag. Sjáðu siguratriðið hér Þar var minnst á klæðaburðarreglur Samfés sem bönnuðu stúlkum að vera í stuttum pilsum nema að vera í sokkabuxum eða leggins eða fleygnum bolum eða skyrtum. Var markmiðið í þessum reglum að koma í veg fyrir að það sæist í bert hold og bentu þær sem stóðu að atriði Hagaskóla að það væri í raun fáránlegt að berir leggir eða húð fimmtán ára stúlkna ætti að geta gefið of mikið í skyn. Formaður Samfés, Andri Ómarsson, sendi fjölmiðlum tilkynningu þar sem var áréttað að þessar klæðaburðarreglur hafa verið felldar úr gildi. „Enda er unglingum vel treystandi til þess að dæma hvaða klæðnaður sé viðeigandi hverju sinni,“ segir hann í tilkynningunni sem má lesa í heild hér fyrir neðan:Samfés, samtök félagsmiðstöðva á Íslandi, óska Hagaskóla innilega til hamingju með sigurinn í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík. Keppnin sannar að unglingamenningin blómstrar og að raddir ungs fólks þurfa að heyrast í umræðunni í samfélaginu. Frábært atriði stúlknanna um jafnréttisbaráttu kvenna frá ýmsum hliðum er vel útfært og ýmislegt tekið fyrir, s.s. klæðaburðarreglur Samfés og viljum við nota tilefnið til að minna á að reglurnar eru ekki lengur í gildi.Reglurnar sem vísað er í atriðinu voru settar af 13-17 ára unglingum í ungmennaráði Samfés árið 2011 og voru fyrst og fremst gerðar til þess að skapa umræðu og vekja fólk til umhugsunar um klæðaburð ungs fólks. Reglurnar sættu gagnrýni og í takt við umræðuna í samfélaginu og innan samtakanna var þeim breytt í klæðaburðaviðmið fyrir SamFestinginn 2015.Viðmiðin hafa nú verið felld úr gildi enda er unglingum vel treystandi til þess að dæma hvaða klæðnaður sé viðeigandi hverju sinni. Fyrir viðburði Samfés í dag er mælt með því að hver og einn klæði sig af virðingu við sjálfa(n) sig en að foreldrar og starfsfólk haldi þessari umræðu á lofti. Til þess að koma í veg fyrir slys er þó mælt með að velja þægilega skó fyrir viðburði Samfés.Samfés fagnar umræðunni um janfréttismál og tekur heilshugar undir skilaboð sigurvegaranna úr Hagaskóla. Áfram stelpur! Skrekkur Tengdar fréttir Sjáðu siguratriði Skrekks: "Ekki taka burtu plássið sem er frátekið af strákum“ Hagaskóli vann hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík. 17. nóvember 2015 10:39 Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Tíu smart kósýgallar Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Sjá meira
Samtök félagsmiðstöðva á Íslandi, Samfés, minna á að klæðaburðarreglurnar sem var vísað til í siguratriði Skrekks, hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík, er ekki lengur í gildi. Það var Hagaskóli sem bar sigur úr býtum í keppninni í gær með atriði sem hefur vakið mikla athygli í dag. Atriðið var samblanda af nokkurskonar rapp-ljóði og dansi sem var ádeila á stöðu stúlkna í dag. Sjáðu siguratriðið hér Þar var minnst á klæðaburðarreglur Samfés sem bönnuðu stúlkum að vera í stuttum pilsum nema að vera í sokkabuxum eða leggins eða fleygnum bolum eða skyrtum. Var markmiðið í þessum reglum að koma í veg fyrir að það sæist í bert hold og bentu þær sem stóðu að atriði Hagaskóla að það væri í raun fáránlegt að berir leggir eða húð fimmtán ára stúlkna ætti að geta gefið of mikið í skyn. Formaður Samfés, Andri Ómarsson, sendi fjölmiðlum tilkynningu þar sem var áréttað að þessar klæðaburðarreglur hafa verið felldar úr gildi. „Enda er unglingum vel treystandi til þess að dæma hvaða klæðnaður sé viðeigandi hverju sinni,“ segir hann í tilkynningunni sem má lesa í heild hér fyrir neðan:Samfés, samtök félagsmiðstöðva á Íslandi, óska Hagaskóla innilega til hamingju með sigurinn í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík. Keppnin sannar að unglingamenningin blómstrar og að raddir ungs fólks þurfa að heyrast í umræðunni í samfélaginu. Frábært atriði stúlknanna um jafnréttisbaráttu kvenna frá ýmsum hliðum er vel útfært og ýmislegt tekið fyrir, s.s. klæðaburðarreglur Samfés og viljum við nota tilefnið til að minna á að reglurnar eru ekki lengur í gildi.Reglurnar sem vísað er í atriðinu voru settar af 13-17 ára unglingum í ungmennaráði Samfés árið 2011 og voru fyrst og fremst gerðar til þess að skapa umræðu og vekja fólk til umhugsunar um klæðaburð ungs fólks. Reglurnar sættu gagnrýni og í takt við umræðuna í samfélaginu og innan samtakanna var þeim breytt í klæðaburðaviðmið fyrir SamFestinginn 2015.Viðmiðin hafa nú verið felld úr gildi enda er unglingum vel treystandi til þess að dæma hvaða klæðnaður sé viðeigandi hverju sinni. Fyrir viðburði Samfés í dag er mælt með því að hver og einn klæði sig af virðingu við sjálfa(n) sig en að foreldrar og starfsfólk haldi þessari umræðu á lofti. Til þess að koma í veg fyrir slys er þó mælt með að velja þægilega skó fyrir viðburði Samfés.Samfés fagnar umræðunni um janfréttismál og tekur heilshugar undir skilaboð sigurvegaranna úr Hagaskóla. Áfram stelpur!
Skrekkur Tengdar fréttir Sjáðu siguratriði Skrekks: "Ekki taka burtu plássið sem er frátekið af strákum“ Hagaskóli vann hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík. 17. nóvember 2015 10:39 Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Tíu smart kósýgallar Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Sjá meira
Sjáðu siguratriði Skrekks: "Ekki taka burtu plássið sem er frátekið af strákum“ Hagaskóli vann hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík. 17. nóvember 2015 10:39