Örlög Rússa ráðast í dag: Kenna gömlu stjórninni um „óregluna“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. nóvember 2015 08:00 Anna Chicherova fagnar sigri í hástökki á ÓL 2012. vísir/getty Rússneska frjálsíþróttasambandið fær að vita í dag hvort keppendur þess fái að mæta á Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári. Í rannsóknarskýrslu Alþjóðalyfjaeftirlitsins sem birt var í byrjun vikunnar kom í ljós að Rússar hafa stundað kerfisbundna lyfjamisnotkun um árabil og eru sagðir hafa eyðilagt Ólympíuleikana í Lundúnum árið 2012.Sjá einnig:Stöðug endurnýjun Rússa grunsamleg Rússneska frjálsíþróttasambandið og lyfjaeftirlitið í Rússlandi sagt hafa um árabil dælt árangursbætandi efnum í íþróttamenn sína og hylmt svo yfir glæpina í samvinnu með æðstu mönnum Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins. Sumir þeirra voru handteknir í síðustu viku. Rússar eru búnir að skrifa Alþjóðafrjálsíþróttasambandinu, IAAF, bréf þar sem þeir kenna gömlu stjórninni um það sem gerst hefur. „Við erum sammála ákveðnum atriðum í skýrslu Alþjóðalyfjaeftirlitsins,“ segir Vadim Zelichenok, starfandi framkvæmdastjóri rússneska frjálsíþróttasambandsins, í viðtali við TASS-fréttastofuna.Sjá einnig:Allt um dóphneykslið í Rússlandi á 60 sekúndum Hljóðið hefur heldur betur breyst í Rússunum frá því skýrslan kom út, en talsmaður Kremlínar byrjaði á því á þriðjudaginn að vísa öllum ásökunum um lyfjamisnotkun til föðurhúsanna. Vladímír Pútín tjáði sig svo í fyrsta sinn um skýrsluna í fyrrakvöld og sagðist þá ætla að rannsaka skandalinn og sagði íþróttamálaráðherra sínum að ganga til verks í því. Sá hinn sami vísaði einnig öllum ásökunum á bug á miðvikudaginn.Sjá einnig:Rússar rændu mig minni stærstu stund „Við erum búnir að útskýra að óreglan gerðist undir forystu gömlu stjórnar rússneska frjálsíþróttsambandsins. Þetta gerðist fyrir þó nokkuð mörgum árum,“ segir Vadim Zelichenok. Vitaly Mutko, íþróttamálaráðherra Rússlands, segir að Rússar muni ekki sniðganga Ólympíuleikana á næsta ári fái frjálsíþróttamenn þeirra ekki að vera með. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira
Rússneska frjálsíþróttasambandið fær að vita í dag hvort keppendur þess fái að mæta á Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári. Í rannsóknarskýrslu Alþjóðalyfjaeftirlitsins sem birt var í byrjun vikunnar kom í ljós að Rússar hafa stundað kerfisbundna lyfjamisnotkun um árabil og eru sagðir hafa eyðilagt Ólympíuleikana í Lundúnum árið 2012.Sjá einnig:Stöðug endurnýjun Rússa grunsamleg Rússneska frjálsíþróttasambandið og lyfjaeftirlitið í Rússlandi sagt hafa um árabil dælt árangursbætandi efnum í íþróttamenn sína og hylmt svo yfir glæpina í samvinnu með æðstu mönnum Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins. Sumir þeirra voru handteknir í síðustu viku. Rússar eru búnir að skrifa Alþjóðafrjálsíþróttasambandinu, IAAF, bréf þar sem þeir kenna gömlu stjórninni um það sem gerst hefur. „Við erum sammála ákveðnum atriðum í skýrslu Alþjóðalyfjaeftirlitsins,“ segir Vadim Zelichenok, starfandi framkvæmdastjóri rússneska frjálsíþróttasambandsins, í viðtali við TASS-fréttastofuna.Sjá einnig:Allt um dóphneykslið í Rússlandi á 60 sekúndum Hljóðið hefur heldur betur breyst í Rússunum frá því skýrslan kom út, en talsmaður Kremlínar byrjaði á því á þriðjudaginn að vísa öllum ásökunum um lyfjamisnotkun til föðurhúsanna. Vladímír Pútín tjáði sig svo í fyrsta sinn um skýrsluna í fyrrakvöld og sagðist þá ætla að rannsaka skandalinn og sagði íþróttamálaráðherra sínum að ganga til verks í því. Sá hinn sami vísaði einnig öllum ásökunum á bug á miðvikudaginn.Sjá einnig:Rússar rændu mig minni stærstu stund „Við erum búnir að útskýra að óreglan gerðist undir forystu gömlu stjórnar rússneska frjálsíþróttsambandsins. Þetta gerðist fyrir þó nokkuð mörgum árum,“ segir Vadim Zelichenok. Vitaly Mutko, íþróttamálaráðherra Rússlands, segir að Rússar muni ekki sniðganga Ólympíuleikana á næsta ári fái frjálsíþróttamenn þeirra ekki að vera með.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira