Þingflokkur Pírata myndi áttfaldast Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. nóvember 2015 07:00 Fylgi flokkanna. Píratar fengju 25 þingmenn kjörna ef niðurstöður kosninga yrðu í samræmi við könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Það þýðir að flokkurinn yrði rúmlega áttfalt stærri en hann er í dag, en hann er með þrjá kjörna þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn fengi aftur á móti 20 þingmenn kjörna og væri með einum manni meira en í dag. VG fengi sjö menn kjörna, Framsóknarflokkurinn fengi sex menn kjörna og Samfylkingin fimm. Miðað við niðurstöðurnar eiga Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar helst möguleika á myndun tveggja flokka ríkisstjórnar. Sú stjórn myndi þá hafa 45 þingmenn að baki sér. Píratar ættu líka möguleika á að mynda tveggja flokka stjórn með VG. Sú ríkisstjórn hefði þá einungis 32 manna meirihluta á 63 manna þingi. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir of snemmt að fara að velta fyrir sér framtíðarstjórnarsamstarfi.Í grafinu hér fyrir ofan stóð ranglega að Sjálfstæðisflokkurinn hefði mælst með 39 prósent fylgi. Það er rangt og hefur það verið leiðrétt.Birgitta segist vilja að þeir flokkar sem hafi áhuga á að vinna saman eftir kosningar verði að lýsa því fyrir kosningar hvernig stjórnarsamstarfi yrði háttað. Það má búast við því að breytingar verði á þingsalnum ef niðurstöður kosninga verða í samræmi við niðurstöður kannana.Fréttablaðið/Ernir„Það hefur ekki skapast hefð fyrir því hér, þó að það hafi gerst fyrir kosningar að flokkar gangi bundnir til kosninga,“ segir Birgitta. Það yrði til bóta fyrir lýðræðið ef það lægi fyrir stjórnarsáttmáli fyrir kosningar. Þá leggur hún áherslu á að það þyrfti að fara í heildarendurskoðun í stjórnsýslunni og í ráðuneytum. „Það þyrfti að eiga sér stað sambærileg vinna eins og þegar það er yfirtaka í fyrirtækjum og það kemur nýtt fólk inn. Þá er rætt við alla starfsmenn til að skilja hvert starfssvið þeirra er og hversu tilbúnir þeir eru til að skilja hvert þeirra starfssvið er og hversu tilbúnir þeir eru til þess að veita þeim sem vilja breyta aðgengi að upplýsingum,“ segir Birgitta. Hún leggur áherslu á að Alþingi verði styrkt. „Alþingi er mjög veikburða stofnun bæði hér heima og annars staðar í heiminum. Og þau eru alltaf að framkvæma vilja framkvæmdarvaldsins en það á að vera öfugt.“ Birgitta segir þó ýmislegt jákvætt hafa gerst, þó að það hafi gerst hægt og breytingarnar ekki verið sýnilegar.Árni Páll finnur til ábyrgðar Miðað við niðurstöður könnunarinnar myndi Björt framtíð hverfa af þingi og Samfylkingin tapa fjórum þingmönnum. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að ásýnd Samfylkingarinnar hafi ekki verið nógu góð og flokksmenn verði að sameinast um að bæta hana. Hann segist finna til ábyrðar vegna fylgis flokksins. „Já, maður finnur ríkt til ábyrgðar í því hlutverki sem maður hefur tekið að sér fyrir félaga sína. Og maður verður alltaf að taka mið af þeim skilaboðum sem send eru í könnunum. Okkur gekk mjög vel fyrir ári síðan. Þá vorum við að mælast í Fréttablaðskönnun með 23 prósent þannig að þetta er mikill munur. Og ég verð í samvinnu við aðra flokksmenn að snúa þessu aftur við.“ Hann ætlar að vera áfram í brúnni. „Það hefur verið stefna mín hingað til að leiða flokkinn í næstu kosningum og það hefur í sjálfu sér ekkert breyst í því. En ég geri það auðvitað ekki nema ég njóti til þess stuðnings flokksmanna.“ Alþingi Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira
Píratar fengju 25 þingmenn kjörna ef niðurstöður kosninga yrðu í samræmi við könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Það þýðir að flokkurinn yrði rúmlega áttfalt stærri en hann er í dag, en hann er með þrjá kjörna þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn fengi aftur á móti 20 þingmenn kjörna og væri með einum manni meira en í dag. VG fengi sjö menn kjörna, Framsóknarflokkurinn fengi sex menn kjörna og Samfylkingin fimm. Miðað við niðurstöðurnar eiga Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar helst möguleika á myndun tveggja flokka ríkisstjórnar. Sú stjórn myndi þá hafa 45 þingmenn að baki sér. Píratar ættu líka möguleika á að mynda tveggja flokka stjórn með VG. Sú ríkisstjórn hefði þá einungis 32 manna meirihluta á 63 manna þingi. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir of snemmt að fara að velta fyrir sér framtíðarstjórnarsamstarfi.Í grafinu hér fyrir ofan stóð ranglega að Sjálfstæðisflokkurinn hefði mælst með 39 prósent fylgi. Það er rangt og hefur það verið leiðrétt.Birgitta segist vilja að þeir flokkar sem hafi áhuga á að vinna saman eftir kosningar verði að lýsa því fyrir kosningar hvernig stjórnarsamstarfi yrði háttað. Það má búast við því að breytingar verði á þingsalnum ef niðurstöður kosninga verða í samræmi við niðurstöður kannana.Fréttablaðið/Ernir„Það hefur ekki skapast hefð fyrir því hér, þó að það hafi gerst fyrir kosningar að flokkar gangi bundnir til kosninga,“ segir Birgitta. Það yrði til bóta fyrir lýðræðið ef það lægi fyrir stjórnarsáttmáli fyrir kosningar. Þá leggur hún áherslu á að það þyrfti að fara í heildarendurskoðun í stjórnsýslunni og í ráðuneytum. „Það þyrfti að eiga sér stað sambærileg vinna eins og þegar það er yfirtaka í fyrirtækjum og það kemur nýtt fólk inn. Þá er rætt við alla starfsmenn til að skilja hvert starfssvið þeirra er og hversu tilbúnir þeir eru til að skilja hvert þeirra starfssvið er og hversu tilbúnir þeir eru til þess að veita þeim sem vilja breyta aðgengi að upplýsingum,“ segir Birgitta. Hún leggur áherslu á að Alþingi verði styrkt. „Alþingi er mjög veikburða stofnun bæði hér heima og annars staðar í heiminum. Og þau eru alltaf að framkvæma vilja framkvæmdarvaldsins en það á að vera öfugt.“ Birgitta segir þó ýmislegt jákvætt hafa gerst, þó að það hafi gerst hægt og breytingarnar ekki verið sýnilegar.Árni Páll finnur til ábyrgðar Miðað við niðurstöður könnunarinnar myndi Björt framtíð hverfa af þingi og Samfylkingin tapa fjórum þingmönnum. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að ásýnd Samfylkingarinnar hafi ekki verið nógu góð og flokksmenn verði að sameinast um að bæta hana. Hann segist finna til ábyrðar vegna fylgis flokksins. „Já, maður finnur ríkt til ábyrgðar í því hlutverki sem maður hefur tekið að sér fyrir félaga sína. Og maður verður alltaf að taka mið af þeim skilaboðum sem send eru í könnunum. Okkur gekk mjög vel fyrir ári síðan. Þá vorum við að mælast í Fréttablaðskönnun með 23 prósent þannig að þetta er mikill munur. Og ég verð í samvinnu við aðra flokksmenn að snúa þessu aftur við.“ Hann ætlar að vera áfram í brúnni. „Það hefur verið stefna mín hingað til að leiða flokkinn í næstu kosningum og það hefur í sjálfu sér ekkert breyst í því. En ég geri það auðvitað ekki nema ég njóti til þess stuðnings flokksmanna.“
Alþingi Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira