Kanslarinn fyrrverandi Helmut Schmidt látinn Samúel Karl Ólason skrifar 10. nóvember 2015 21:59 Helmut Schmidt, fyrrverandi kanslari Vestur-Þýskalands. Helmut Schmidt, fyrrverandi kanslari Vestur-Þýskalands, er látinn en hann var 96 ára gamall. Hann dó á heimili sínu í Hamburg, vegna sýkingar sem kom upp í kjölfar veikinda. Schmidt var kanslari á hátindi kalda stríðsins á árunum 1974 til 1982. Fyrir það var hann varnarmálarðaherra og svo fjármálaráðherra. Hann varð kanslari eftir að Willy Brandt, formaður jafnaðarmannaflokksins, sagði af sér þegar aðstoðarmaður hans reyndist vera útsendari Stasi, leynilögreglu Austur-Þýskalands. Hann barðist í seinni heimstyrjöldinni og var í skamman tíma fangi Breta í lok styrjaldarinnar árið 1945. Hann hafði þó tekið þátt í ungliðastarfi Nasistaflokksins, en snerist þó seinna gegn flokknum. Á meðan Schmidt var við völd var hann gagnrýndur fyrir dónaskap og hégóma, en eftir að hann hætti aðkomu að stjórnmálunum í Þýskalandi jukust vinsældir hans til muna. Hann skrifaði margar bækur og var vinsæll gestur í spjallþáttum, þar sem hann krafðist þess að reykja sígarettur. Hvert sem hann fór vildi hann fá öskubakka og hunsaði hann bönn við reykingum.Samkvæmt BBC neitaði hann alfarið að semja við hryðjuverkahópinn Red Army Faction sem starfaði innan Þýskalands á áttunda áratuginum. Árið 1977 rændu palestínskir hryðjuverkamenn flugvél sem þeir lentu í Mogadishu í Sómalíu og skipaði Schmidt sérsveitarmönnum að gera árás á flugvélina. Fjöldi embættismanna í Evrópusambandinu og Þýskalandi hafa vottað honum virðingu sína í dag. Schmidt er af mörgum talinn vera faðir evrusamstarfsins. Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Sjá meira
Helmut Schmidt, fyrrverandi kanslari Vestur-Þýskalands, er látinn en hann var 96 ára gamall. Hann dó á heimili sínu í Hamburg, vegna sýkingar sem kom upp í kjölfar veikinda. Schmidt var kanslari á hátindi kalda stríðsins á árunum 1974 til 1982. Fyrir það var hann varnarmálarðaherra og svo fjármálaráðherra. Hann varð kanslari eftir að Willy Brandt, formaður jafnaðarmannaflokksins, sagði af sér þegar aðstoðarmaður hans reyndist vera útsendari Stasi, leynilögreglu Austur-Þýskalands. Hann barðist í seinni heimstyrjöldinni og var í skamman tíma fangi Breta í lok styrjaldarinnar árið 1945. Hann hafði þó tekið þátt í ungliðastarfi Nasistaflokksins, en snerist þó seinna gegn flokknum. Á meðan Schmidt var við völd var hann gagnrýndur fyrir dónaskap og hégóma, en eftir að hann hætti aðkomu að stjórnmálunum í Þýskalandi jukust vinsældir hans til muna. Hann skrifaði margar bækur og var vinsæll gestur í spjallþáttum, þar sem hann krafðist þess að reykja sígarettur. Hvert sem hann fór vildi hann fá öskubakka og hunsaði hann bönn við reykingum.Samkvæmt BBC neitaði hann alfarið að semja við hryðjuverkahópinn Red Army Faction sem starfaði innan Þýskalands á áttunda áratuginum. Árið 1977 rændu palestínskir hryðjuverkamenn flugvél sem þeir lentu í Mogadishu í Sómalíu og skipaði Schmidt sérsveitarmönnum að gera árás á flugvélina. Fjöldi embættismanna í Evrópusambandinu og Þýskalandi hafa vottað honum virðingu sína í dag. Schmidt er af mörgum talinn vera faðir evrusamstarfsins.
Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent