Nefndarformenn stjórnarflokkanna gagnrýna málaskort frá ráðherrum Heimir Már Pétursson skrifar 10. nóvember 2015 18:52 Tveir nefndarformenn stjórnarflokkanna tóku undir gagnrýni stjórnarandstöðuþingmanna í dag á hversu seint og illa ráðherrar leggja fram mál á Alþingi. Málaþurrðin komi niður á störfum þingsins. Það er ekki oft sem þingmenn stjórnar- og stjórnarandstöðu eru sammála um að kvarta undan því að allt of lítið sé að gera á Alþingi. Samkvæmt málaskrá ríkisstjórnarinnar ætluðu ráðherrarnir að leggja fram 127 frumvörp á haustþingi en aðeins tuttugu og þrjú þeirra hafa litið dagsins ljós. „Mig langar til að gagnrýna skort á þingmálum frá ráðherrum. Fyrir vikið hafa margar nefndir lítið að gera og þetta setur þingstörfin í uppnám,“ sagði Brynhildur Pétursdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar við upphaf þingfundar í dag. Hún sagði Bjarta framtíð ekki muna greiða afbrigðum atkvæði sitt til að koma málum að sem komi fram eftir að frestur til að leggja þau fram renni út um mánaðamótin. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar tók undir þetta. Hann vakti líka athygli á að í ofanálag hafi ráðherrar ítrekað óskað eftir fresti til að svara skriflegum fyrirspurnum þingmanna. Menntamálaráðherra hafi t.a.m. tvívegis frestað að svara fyrirspurn frá honum. „Til að svara fyrirspurn minni um forsendur þeirrar ákvörðunar menntamálaráðherra, sem löngu er búið að taka; að hætta að borga fyrir fólk yfir 25 ára aldri í framhaldsskólum,“ sagði Árni Páll. Þingmenn annarra stjórnarandstöðuflokka tóku undir þessa gagnrýni og það gerðu tveir nefndarformenn stjórnarflokkanna einnig. Vigdís Haulsdóttir formaður fjárlaganefndar gagnrýndi ítrekaðar breytingar á þingsköpum og taldi þing koma óþarflega snemma saman á haustin. „Hér liggja í bunkum óteljandi þingmannamál bæði frá stjórn og stjórnarandstöðu. En þau komast ekki á dagskrá þingsins þrátt fyrir að það sé málefnaþurrð. Því þá er búið að taka upp eitthvað kvótakerfi í forsætisnefnd sem leiðir það af sér að þingmenn koma ekki málum sínum á dagskrá,“ sagði Vigdís. „Og við þetta verður ekki vel við unað, virðulegur forseti, og tek ég undir með stjórnarandstöðunni í þetta sinn,“ bætti Vigdís við. „Það var boðað í þingmálaskrá ráðherra að fimmtíu stjórnarfrumvörp ættu að koma inn í nefndina (allsherjar- og menntamálanefnd). Nú þegar nóvember er að verða hálfnaður hefur eitt málið komið inn og við erum að sjálfsögðu búin að afgreiða það út,“ sagði Unnur Brá Konráðsdóttir formaður allsherjar- og menntamálanefndar. „En ég tek undir þá hvatningu til ráðherra að fara nú að koma fleiri málum hérna inn svo við hér í þinginu getum tekið það hlutverk okkar alvarlega að vinna málin vel,“ sagði Unnur Brá. Alþingi Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Fleiri fréttir Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Sjá meira
Tveir nefndarformenn stjórnarflokkanna tóku undir gagnrýni stjórnarandstöðuþingmanna í dag á hversu seint og illa ráðherrar leggja fram mál á Alþingi. Málaþurrðin komi niður á störfum þingsins. Það er ekki oft sem þingmenn stjórnar- og stjórnarandstöðu eru sammála um að kvarta undan því að allt of lítið sé að gera á Alþingi. Samkvæmt málaskrá ríkisstjórnarinnar ætluðu ráðherrarnir að leggja fram 127 frumvörp á haustþingi en aðeins tuttugu og þrjú þeirra hafa litið dagsins ljós. „Mig langar til að gagnrýna skort á þingmálum frá ráðherrum. Fyrir vikið hafa margar nefndir lítið að gera og þetta setur þingstörfin í uppnám,“ sagði Brynhildur Pétursdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar við upphaf þingfundar í dag. Hún sagði Bjarta framtíð ekki muna greiða afbrigðum atkvæði sitt til að koma málum að sem komi fram eftir að frestur til að leggja þau fram renni út um mánaðamótin. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar tók undir þetta. Hann vakti líka athygli á að í ofanálag hafi ráðherrar ítrekað óskað eftir fresti til að svara skriflegum fyrirspurnum þingmanna. Menntamálaráðherra hafi t.a.m. tvívegis frestað að svara fyrirspurn frá honum. „Til að svara fyrirspurn minni um forsendur þeirrar ákvörðunar menntamálaráðherra, sem löngu er búið að taka; að hætta að borga fyrir fólk yfir 25 ára aldri í framhaldsskólum,“ sagði Árni Páll. Þingmenn annarra stjórnarandstöðuflokka tóku undir þessa gagnrýni og það gerðu tveir nefndarformenn stjórnarflokkanna einnig. Vigdís Haulsdóttir formaður fjárlaganefndar gagnrýndi ítrekaðar breytingar á þingsköpum og taldi þing koma óþarflega snemma saman á haustin. „Hér liggja í bunkum óteljandi þingmannamál bæði frá stjórn og stjórnarandstöðu. En þau komast ekki á dagskrá þingsins þrátt fyrir að það sé málefnaþurrð. Því þá er búið að taka upp eitthvað kvótakerfi í forsætisnefnd sem leiðir það af sér að þingmenn koma ekki málum sínum á dagskrá,“ sagði Vigdís. „Og við þetta verður ekki vel við unað, virðulegur forseti, og tek ég undir með stjórnarandstöðunni í þetta sinn,“ bætti Vigdís við. „Það var boðað í þingmálaskrá ráðherra að fimmtíu stjórnarfrumvörp ættu að koma inn í nefndina (allsherjar- og menntamálanefnd). Nú þegar nóvember er að verða hálfnaður hefur eitt málið komið inn og við erum að sjálfsögðu búin að afgreiða það út,“ sagði Unnur Brá Konráðsdóttir formaður allsherjar- og menntamálanefndar. „En ég tek undir þá hvatningu til ráðherra að fara nú að koma fleiri málum hérna inn svo við hér í þinginu getum tekið það hlutverk okkar alvarlega að vinna málin vel,“ sagði Unnur Brá.
Alþingi Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Fleiri fréttir Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent