Jón Daði: Gat verið afslappaður eftir að ég skrifaði undir hjá Kaiserslautern Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. nóvember 2015 12:30 Jón Daði tekur nú skrefið upp á við og spilar í næst bestu deild Þýskalands. mynd/vikingfk.no Jón Daði Böðvarsson, landsliðsmaður í fótbolta, spilaði kveðjuleik sinn fyrir Viking á sunnudagskvöldið líkt og fyrirliðinn Indriði Sigurðsson. Íslenska tvíeykið kvaddi með 3-1 sigri á Mjöndalen. „Það var gott að klára þetta með sigri og nú tekst ég á við ný verkefni með nýju félagi,“ sagði Jón Daði í viðtali í Akraborginni í gær, en hann heldur nú til þýska stórliðsins Kaiserslautern.Sjá einnig:Selfoss verður af milljónum þar sem Jón Daði fer frítt Jón Daði er sáttur við fyrstu þrjú árin sín í atvinnumennskunni og þakkar Viking fyrir góða tíma. „Þetta var upp og niður. Þetta er minn fyrsti atvinnumannaklúbbur eftir að ég kom beint frá Selfossi 2013. Maður lærði alveg helling og er búinn að þroskast mikiðá stuttum tíma. Maður getur þakkað Viking fyrir að gera mig að betri leikmanni,“ sagði Jón Daði.Jón Daði í baráttunni gegn Tékklandi í fræknum sigri strákanna okkar í sumar.vísir/ernirHundfúll og reiður Hann gengur nú brátt formlega í raðir Kaiserslautern sem spilar í þýsku 2. deildinni. Hann hefði getað hafið tímabilið með Kaiserslautern sem reyndi margsinnis að kaupa Jón Daða frá Viking. Norska félagið var þó ekki á því að selja íslenska landsliðsmanninn. Það valdi frekar að halda Jóni Daða og reyna að komast í Evrópukeppni með hann innanborðs því á þeim tíma var liðið í Evrópubaráttu í deildinni og inn í bikarnum. „Ég get alveg sagt að þessum tíma var ég hundfúll og reiður. Stjórnin og þeir vissu alveg af því. Þessi blessaði bolti er bara viðskipti og ég hafði engan annan kost en að halda áfram,“ sagði Jón Daði.Jón Daði kvaddi Viking á sama tíma og Indriði Sigurðsson.mynd/vikingfk.noFór ekki í fýlu Það verður ekki annað sagt en ákvörðunin hafi verið hárrétt hjá Viking því Jón Daði fór á mikinn skrið og skoraði sex mörk og gaf sjö stoðsendingar í deild og bikar á seinni hluta tímabilsins. „Maður varð bara að spýta í lófana og bretta upp ermarnar. Þetta var spurning um hvort maður ætti að vera í fýlu út í horni og spila illa eða hvort maður ætti að hífa sig upp og gera það besta úr þessu,“ sagði Jón Daði. „Þetta var samt hundfúlt og langbest hefði verið fyrir mig að fara um mitt sumarið og fá undirbúningstímabil með Kaiserslautern en Viking hafnaði öllum tilboðunum.“ „Ég fór samt út og skrifaði undir. Það hjálpaði líka því þá var framtíðin komin í ljós og þá gat maður mætt afslappaður í leikina sem eftir voru,“ sagði Jón Daði.Jón Daði fagnar sínu fyrsta landsliðsmarki.vísir/anton brinkEkkert gefið í þessu Hann verður löglegur með Kaiserslautern um áramótin en 2. deildin í Þýskalandi hefst aftur í febrúar eftir vetrarfrí. Hann er bjartsýnn á að fá að spila þar. „Ég finn fyrir miklu trausti. Þjálfarinn er spenntur fyrir mér sem er mjög jákvætt. Ég reikna með að fá spiltíma en þetta er undir manni sjálfum komið eins og alltaf,“ sagði Jón Daði. „Það er ekkert gefið í þessu. Maður mætir með það markmið að byrja eins marga leiki og maður getur og vonandi skora mörk og hjálpa liðinu. Vonandi helst maður svo heill fyrir þetta frábæra mót sem íslenska landsliðið er að fara í,“ sagði Jón Daði Böðvarsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan. Fótbolti á Norðurlöndum Þýski boltinn Tengdar fréttir Viking hafnar öðru tilboði Kaiserslautern í Jón Daða Norska úrvalsdeildarliðið virðist ekki ætla að selja íslenska landsliðsmanninn. 3. júlí 2015 10:10 Höfnuðu tilboði Kaiserslautern í Jón Daða Norska liðið Viking hafnaði tilboði þýska B-deildarfélagsins Kaiserslautern í Jón Daða Böðvarsson. 30. júní 2015 12:41 Kaiserslautern býður aftur í Jón Daða Þýska 2. deildar liðið vill fá íslenska landsliðsmanninn og reynir aftur eftir að fá nei síðast. 2. júlí 2015 14:22 Jón Daði búinn að gera tveggja og hálfs árs samning við Kaiserslautern Íslenski landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson gengur til liðs við þýska b-deildarliðið Kaiserslautern í síðasta lagi um næstu áramót en Kaiserslautern tilkynnti um samning félagins og Jóns Daða á heimasíðu sinni í kvöld. 17. júlí 2015 19:13 Enn einu tilboðinu í Jón Daða hafnað Kaiserslautern sagt hafa boðið 58 milljónir króna í Jón Daða Böðvarsson. 13. júlí 2015 13:00 Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson, landsliðsmaður í fótbolta, spilaði kveðjuleik sinn fyrir Viking á sunnudagskvöldið líkt og fyrirliðinn Indriði Sigurðsson. Íslenska tvíeykið kvaddi með 3-1 sigri á Mjöndalen. „Það var gott að klára þetta með sigri og nú tekst ég á við ný verkefni með nýju félagi,“ sagði Jón Daði í viðtali í Akraborginni í gær, en hann heldur nú til þýska stórliðsins Kaiserslautern.Sjá einnig:Selfoss verður af milljónum þar sem Jón Daði fer frítt Jón Daði er sáttur við fyrstu þrjú árin sín í atvinnumennskunni og þakkar Viking fyrir góða tíma. „Þetta var upp og niður. Þetta er minn fyrsti atvinnumannaklúbbur eftir að ég kom beint frá Selfossi 2013. Maður lærði alveg helling og er búinn að þroskast mikiðá stuttum tíma. Maður getur þakkað Viking fyrir að gera mig að betri leikmanni,“ sagði Jón Daði.Jón Daði í baráttunni gegn Tékklandi í fræknum sigri strákanna okkar í sumar.vísir/ernirHundfúll og reiður Hann gengur nú brátt formlega í raðir Kaiserslautern sem spilar í þýsku 2. deildinni. Hann hefði getað hafið tímabilið með Kaiserslautern sem reyndi margsinnis að kaupa Jón Daða frá Viking. Norska félagið var þó ekki á því að selja íslenska landsliðsmanninn. Það valdi frekar að halda Jóni Daða og reyna að komast í Evrópukeppni með hann innanborðs því á þeim tíma var liðið í Evrópubaráttu í deildinni og inn í bikarnum. „Ég get alveg sagt að þessum tíma var ég hundfúll og reiður. Stjórnin og þeir vissu alveg af því. Þessi blessaði bolti er bara viðskipti og ég hafði engan annan kost en að halda áfram,“ sagði Jón Daði.Jón Daði kvaddi Viking á sama tíma og Indriði Sigurðsson.mynd/vikingfk.noFór ekki í fýlu Það verður ekki annað sagt en ákvörðunin hafi verið hárrétt hjá Viking því Jón Daði fór á mikinn skrið og skoraði sex mörk og gaf sjö stoðsendingar í deild og bikar á seinni hluta tímabilsins. „Maður varð bara að spýta í lófana og bretta upp ermarnar. Þetta var spurning um hvort maður ætti að vera í fýlu út í horni og spila illa eða hvort maður ætti að hífa sig upp og gera það besta úr þessu,“ sagði Jón Daði. „Þetta var samt hundfúlt og langbest hefði verið fyrir mig að fara um mitt sumarið og fá undirbúningstímabil með Kaiserslautern en Viking hafnaði öllum tilboðunum.“ „Ég fór samt út og skrifaði undir. Það hjálpaði líka því þá var framtíðin komin í ljós og þá gat maður mætt afslappaður í leikina sem eftir voru,“ sagði Jón Daði.Jón Daði fagnar sínu fyrsta landsliðsmarki.vísir/anton brinkEkkert gefið í þessu Hann verður löglegur með Kaiserslautern um áramótin en 2. deildin í Þýskalandi hefst aftur í febrúar eftir vetrarfrí. Hann er bjartsýnn á að fá að spila þar. „Ég finn fyrir miklu trausti. Þjálfarinn er spenntur fyrir mér sem er mjög jákvætt. Ég reikna með að fá spiltíma en þetta er undir manni sjálfum komið eins og alltaf,“ sagði Jón Daði. „Það er ekkert gefið í þessu. Maður mætir með það markmið að byrja eins marga leiki og maður getur og vonandi skora mörk og hjálpa liðinu. Vonandi helst maður svo heill fyrir þetta frábæra mót sem íslenska landsliðið er að fara í,“ sagði Jón Daði Böðvarsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan.
Fótbolti á Norðurlöndum Þýski boltinn Tengdar fréttir Viking hafnar öðru tilboði Kaiserslautern í Jón Daða Norska úrvalsdeildarliðið virðist ekki ætla að selja íslenska landsliðsmanninn. 3. júlí 2015 10:10 Höfnuðu tilboði Kaiserslautern í Jón Daða Norska liðið Viking hafnaði tilboði þýska B-deildarfélagsins Kaiserslautern í Jón Daða Böðvarsson. 30. júní 2015 12:41 Kaiserslautern býður aftur í Jón Daða Þýska 2. deildar liðið vill fá íslenska landsliðsmanninn og reynir aftur eftir að fá nei síðast. 2. júlí 2015 14:22 Jón Daði búinn að gera tveggja og hálfs árs samning við Kaiserslautern Íslenski landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson gengur til liðs við þýska b-deildarliðið Kaiserslautern í síðasta lagi um næstu áramót en Kaiserslautern tilkynnti um samning félagins og Jóns Daða á heimasíðu sinni í kvöld. 17. júlí 2015 19:13 Enn einu tilboðinu í Jón Daða hafnað Kaiserslautern sagt hafa boðið 58 milljónir króna í Jón Daða Böðvarsson. 13. júlí 2015 13:00 Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
Viking hafnar öðru tilboði Kaiserslautern í Jón Daða Norska úrvalsdeildarliðið virðist ekki ætla að selja íslenska landsliðsmanninn. 3. júlí 2015 10:10
Höfnuðu tilboði Kaiserslautern í Jón Daða Norska liðið Viking hafnaði tilboði þýska B-deildarfélagsins Kaiserslautern í Jón Daða Böðvarsson. 30. júní 2015 12:41
Kaiserslautern býður aftur í Jón Daða Þýska 2. deildar liðið vill fá íslenska landsliðsmanninn og reynir aftur eftir að fá nei síðast. 2. júlí 2015 14:22
Jón Daði búinn að gera tveggja og hálfs árs samning við Kaiserslautern Íslenski landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson gengur til liðs við þýska b-deildarliðið Kaiserslautern í síðasta lagi um næstu áramót en Kaiserslautern tilkynnti um samning félagins og Jóns Daða á heimasíðu sinni í kvöld. 17. júlí 2015 19:13
Enn einu tilboðinu í Jón Daða hafnað Kaiserslautern sagt hafa boðið 58 milljónir króna í Jón Daða Böðvarsson. 13. júlí 2015 13:00