25 prósent hafa fengið vernd Sæunn Gísladóttir skrifar 27. nóvember 2015 13:01 Sýrlensk fjölskylda var meðal þeirra sem fengu hæli hér á landi í síðustu viku. Vísir/Stöð 2 Aldrei hafa jafnmargir sótt um vernd á Íslandi og árið 2015. Það sem af er ári hafa borist 309 umsóknir. Ef miðað er við fjölda umsókna þann 31. október síðastliðinn hafði fjöldinn rúmlega tvöfaldast frá því á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram á vef Útlendingastofnunar. Fordæmalaus fjöldi fólks sótti um vernd í ágúst og september, samtals 110 einstaklingar. Í október fækkaði umsóknum lítillega miðað við september en þá bárust 57 umsóknir. Frá 1. nóvember til 24. nóvember sóttu 34 einstaklingar um vernd. Miðað við þessa þróun má áætla að umsóknum um vernd muni áfram fjölga hérlendis. Útlendingastofnun hefur afgreitt 299 mál það sem af er ári. Fyrir hver 100 mál sem komið hafa inn hefur 97 málum verið lokið. Hlutfall veitinga hefur hækkað. Aldrei hefur jafnmörgum einstaklingum verið veitt vernd og það sem af er þessu ári. Hinn 24. nóvember höfðu 76 einstkalingar fengið vernd hérlendis. Að meðtöldu kvótaflóttafólki sem þegar er komið til landsins telur fjöldinn 88 einstkalinga. Eru þá ótaldir þeir 55 kvótaflóttamenn sem væntanlegir eru til landsins í desember.50 prósent frá Albaníu, Kósóvó og MakedóniuLangflestir þeirra sem hafa sótt um vernd á Íslandi það sem af er ári koma frá Albaníu, eða 34 prósent. Umsóknir frá Albaníu, Kósóvó og Makedóníu nema samanlagt allt að helmingi allra umsókna. Tæplega 10 prósent umsækjenda koma frá Sýrlandi, 6 prósent frá Írak, 4 prósent frá Íran og 2 prósent frá Palestínu. Samsetning hælisleitenda á Íslandi með tilliti til þjóðernis er mjög frábrugðin samsetningu hælisleitenda í öðrum Evrópuríkjum, en þar eru einstaklingar frá Sýrlandi og öðrum stríðshrjáðum ríkjum í Mið-Austurlöndum stærstu hóparnir.25 prósent veitingarhlutfallÞað sem af er ári er veitingarhlutfall 25 prósent og eru það þeir sem hafa fengið vernd, viðbótarvernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Einstaklingar frá 27 ríkjum hafa fengið vernd á árinu. Á tímabilinu frá 1. janúar til og með 24. nóvember var synjað um vernd í Í 38 prósent tilvika, í 25 prósent tilvika var mál viðkomandi ekki tekið til efnislegrar meðferðar vegna þess að umsækjandi var með dvalarleyfi í öðru landi eða mál hans var til meðferðar í öðru ríki og hann sendur þangað á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Á fyrsti tíu mánuðum ársins drógu 11 prósent umsókn sína um vernd til baka. Umsóknir frá ríkisborgurum Alabaníu er 45 prósent þeirra umsókna sem hefur verið synjað á árinu og tæplega tvær af hverjum þremur synjunum eru tilkomnar vegna umsókna frá ríkisborgurum Albaníu, Kósóvó og Makedóníu samanlagt.15 Sýrlendingar hlotið verndÞað sem af er ári hafa 15 Sýrlendingar hlotið vernd hér á landi sem gerir 56 prósent veitingarhlutfall (og eru þá ekki meðtaldir þeir sem hafa fengið stöðu kvótaflóttamanns á árinu). Í 26 prósent tilvika hefur verið ákvarðað að umsækjandi skuli endursendur til griðríkis þar sem hann hefur þegar hlotið vernd og fengið stöðu flóttamanns. Í 18 prósent tilvika var ákvarðað að mál viðkomandi skuli sent öðru Evrópuríki til umfjöllunar á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Flóttamenn Tengdar fréttir Útlendingastofnun útskýrir sérstaklega hælismál Albana "Rétt er að taka fram að hvert mál er rannsakaða sérstaklega, bæði varðandi persónulegar aðstæður viðkomandi heima fyrir og almennar aðstæður þar.“ 20. október 2015 15:31 Sjáðu straum flóttamanna til Evrópu Magnað kort sýnir straum flóttamanna til Evrópu undanfarin þrjú ár. 23. nóvember 2015 13:00 Kona sem flúði frá Gaza til Íslands fékk ekki leigða íbúð af því hún er múslimi Óttast að lenda á götunni. 22. nóvember 2015 18:35 Hælisleitendur fá ekki gjafsókn Lögmaður segir yfirvöld hafa breytt stefnu sinni án þess að kynna það formlega og neiti hælisleitendum um gjafsókn í dómsmálum. Gríðarlega alvarlegt sé að minnihlutahópur sé útilokaður frá dómstólum. 5. nóvember 2015 06:00 Aldrei fleiri sótt um hæli í einum mánuði Samtökin Ekki fleiri brottvísanir skora á innanríkisráðherra að senda ekki hælisleitendur í önnur ríki á grundvelli svokallaðrar Dyflinnarreglugerðar. 28. ágúst 2015 19:40 Aldrei hafa fleiri sótt um hæli hér á landi Í ágúst og september sótti fordæmalaus fjöldi einstaklinga um hæli hér á landi. 2. október 2015 18:16 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Aldrei hafa jafnmargir sótt um vernd á Íslandi og árið 2015. Það sem af er ári hafa borist 309 umsóknir. Ef miðað er við fjölda umsókna þann 31. október síðastliðinn hafði fjöldinn rúmlega tvöfaldast frá því á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram á vef Útlendingastofnunar. Fordæmalaus fjöldi fólks sótti um vernd í ágúst og september, samtals 110 einstaklingar. Í október fækkaði umsóknum lítillega miðað við september en þá bárust 57 umsóknir. Frá 1. nóvember til 24. nóvember sóttu 34 einstaklingar um vernd. Miðað við þessa þróun má áætla að umsóknum um vernd muni áfram fjölga hérlendis. Útlendingastofnun hefur afgreitt 299 mál það sem af er ári. Fyrir hver 100 mál sem komið hafa inn hefur 97 málum verið lokið. Hlutfall veitinga hefur hækkað. Aldrei hefur jafnmörgum einstaklingum verið veitt vernd og það sem af er þessu ári. Hinn 24. nóvember höfðu 76 einstkalingar fengið vernd hérlendis. Að meðtöldu kvótaflóttafólki sem þegar er komið til landsins telur fjöldinn 88 einstkalinga. Eru þá ótaldir þeir 55 kvótaflóttamenn sem væntanlegir eru til landsins í desember.50 prósent frá Albaníu, Kósóvó og MakedóniuLangflestir þeirra sem hafa sótt um vernd á Íslandi það sem af er ári koma frá Albaníu, eða 34 prósent. Umsóknir frá Albaníu, Kósóvó og Makedóníu nema samanlagt allt að helmingi allra umsókna. Tæplega 10 prósent umsækjenda koma frá Sýrlandi, 6 prósent frá Írak, 4 prósent frá Íran og 2 prósent frá Palestínu. Samsetning hælisleitenda á Íslandi með tilliti til þjóðernis er mjög frábrugðin samsetningu hælisleitenda í öðrum Evrópuríkjum, en þar eru einstaklingar frá Sýrlandi og öðrum stríðshrjáðum ríkjum í Mið-Austurlöndum stærstu hóparnir.25 prósent veitingarhlutfallÞað sem af er ári er veitingarhlutfall 25 prósent og eru það þeir sem hafa fengið vernd, viðbótarvernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Einstaklingar frá 27 ríkjum hafa fengið vernd á árinu. Á tímabilinu frá 1. janúar til og með 24. nóvember var synjað um vernd í Í 38 prósent tilvika, í 25 prósent tilvika var mál viðkomandi ekki tekið til efnislegrar meðferðar vegna þess að umsækjandi var með dvalarleyfi í öðru landi eða mál hans var til meðferðar í öðru ríki og hann sendur þangað á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Á fyrsti tíu mánuðum ársins drógu 11 prósent umsókn sína um vernd til baka. Umsóknir frá ríkisborgurum Alabaníu er 45 prósent þeirra umsókna sem hefur verið synjað á árinu og tæplega tvær af hverjum þremur synjunum eru tilkomnar vegna umsókna frá ríkisborgurum Albaníu, Kósóvó og Makedóníu samanlagt.15 Sýrlendingar hlotið verndÞað sem af er ári hafa 15 Sýrlendingar hlotið vernd hér á landi sem gerir 56 prósent veitingarhlutfall (og eru þá ekki meðtaldir þeir sem hafa fengið stöðu kvótaflóttamanns á árinu). Í 26 prósent tilvika hefur verið ákvarðað að umsækjandi skuli endursendur til griðríkis þar sem hann hefur þegar hlotið vernd og fengið stöðu flóttamanns. Í 18 prósent tilvika var ákvarðað að mál viðkomandi skuli sent öðru Evrópuríki til umfjöllunar á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar.
Flóttamenn Tengdar fréttir Útlendingastofnun útskýrir sérstaklega hælismál Albana "Rétt er að taka fram að hvert mál er rannsakaða sérstaklega, bæði varðandi persónulegar aðstæður viðkomandi heima fyrir og almennar aðstæður þar.“ 20. október 2015 15:31 Sjáðu straum flóttamanna til Evrópu Magnað kort sýnir straum flóttamanna til Evrópu undanfarin þrjú ár. 23. nóvember 2015 13:00 Kona sem flúði frá Gaza til Íslands fékk ekki leigða íbúð af því hún er múslimi Óttast að lenda á götunni. 22. nóvember 2015 18:35 Hælisleitendur fá ekki gjafsókn Lögmaður segir yfirvöld hafa breytt stefnu sinni án þess að kynna það formlega og neiti hælisleitendum um gjafsókn í dómsmálum. Gríðarlega alvarlegt sé að minnihlutahópur sé útilokaður frá dómstólum. 5. nóvember 2015 06:00 Aldrei fleiri sótt um hæli í einum mánuði Samtökin Ekki fleiri brottvísanir skora á innanríkisráðherra að senda ekki hælisleitendur í önnur ríki á grundvelli svokallaðrar Dyflinnarreglugerðar. 28. ágúst 2015 19:40 Aldrei hafa fleiri sótt um hæli hér á landi Í ágúst og september sótti fordæmalaus fjöldi einstaklinga um hæli hér á landi. 2. október 2015 18:16 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Útlendingastofnun útskýrir sérstaklega hælismál Albana "Rétt er að taka fram að hvert mál er rannsakaða sérstaklega, bæði varðandi persónulegar aðstæður viðkomandi heima fyrir og almennar aðstæður þar.“ 20. október 2015 15:31
Sjáðu straum flóttamanna til Evrópu Magnað kort sýnir straum flóttamanna til Evrópu undanfarin þrjú ár. 23. nóvember 2015 13:00
Kona sem flúði frá Gaza til Íslands fékk ekki leigða íbúð af því hún er múslimi Óttast að lenda á götunni. 22. nóvember 2015 18:35
Hælisleitendur fá ekki gjafsókn Lögmaður segir yfirvöld hafa breytt stefnu sinni án þess að kynna það formlega og neiti hælisleitendum um gjafsókn í dómsmálum. Gríðarlega alvarlegt sé að minnihlutahópur sé útilokaður frá dómstólum. 5. nóvember 2015 06:00
Aldrei fleiri sótt um hæli í einum mánuði Samtökin Ekki fleiri brottvísanir skora á innanríkisráðherra að senda ekki hælisleitendur í önnur ríki á grundvelli svokallaðrar Dyflinnarreglugerðar. 28. ágúst 2015 19:40
Aldrei hafa fleiri sótt um hæli hér á landi Í ágúst og september sótti fordæmalaus fjöldi einstaklinga um hæli hér á landi. 2. október 2015 18:16