„Rooney lítur hræðilega út“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. nóvember 2015 08:21 Wayne Rooney í leiknum í gær. Vísir/Getty Roy Keane og Paul Scholes tóku þátt í gullaldarárum Manchester United en þeir eru ekki hrifnir af því sem þeir sjá í leikjum liðanna þessa dagana. Manchester United gerði í gær markalaust jafntefli við PSV í Meistaradeild Evrópu en úrslitin þýða að liðið þarf helst að vinna Wolfsburg á útivelli í lokaumferðinni til að komast áfram í 16-liða úrslitin. Wolfsburg er efst í B-riðlinum með níu stig, United er með átta og PSV, sem á heimaleik gegn botnliði CSKA Moskvu á sama tíma, er með sjö.Sjá einnig: Ekkert mark á Old Trafford Scholes, sem er sérfræðingur hjá BT-sjónvarpsstöðinni, sagði eftir leikinn að varnarleikur United væri gegnheill en að það vantaði kraft í sóknarleikinn.Paul Scholes ræðir við Andy Cole og Ryan Giggs.Vísir/Getty„Maður sér lið eins og Bayern München og Barcelona en þar eru það sóknarmennirnir sem gera gæfumuninn,“ sagði Scholes sem bætti við að leikmenn United virtust þreyttir undir lok leiksins. „PSV var betra liðið síðustu 30 mínúturnar. Mér fannst þeir ekki í formi, United-mennirnir. Þeir virtust vera virkilega þreyttir.“ Roy Keane, sem starfar hjá ITV-sjónvarpsstöðinni, hellti sér yfir Wayne Rooney sem hefur ekki átt gott tímabil. Hann hefur skorað tvö mörk í síðustu tíu leikjum sínum.Sjá einnig: „Ef Young er United-leikmaður þá er ég Kínverji“ „Wayne mun verða goðsögn á Old Trafford og ferill hans hjá Manchester United hefur verið algjörlega frábær. En hann er fyrirliðinn og hann ber ákveðna ábyrgð. Hann verður að gera miklu meira,“ sagði Keane sem var sjálfur fyrirliði United til margra ára.Roy Keane.Vísir/Getty„Ég velti ávallt fyrir mér hvað leikmenn gera utan vallar. Í síðustu viku sá ég hann gefa glímumanni kinnhest og ég spyr mig af hverju hann er að taka þátt í svona vitleysu. Það gagnast honum ekki neitt.“Sjá einnig: Rooney sló glímukappa utan undir „Ég má fara út á kvöldin og njóta lífsins eins og hver annar en ef þú líkist ekki sjálfum þér þá verður þú að endurskoða allt og vera fyrirmynd. Hann var ekki fyrirmynd í kvöld. Hann virðist ekki skarpur og lítur hræðilega út.“ Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ekkert mark á Old Trafford Manchester United tókst ekki að skora þegar Hollandsmeistarar PSV Eindhoven komu í heimsókn á Old Trafford í kvöld. Lokatölur 0-0. 25. nóvember 2015 21:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Roy Keane og Paul Scholes tóku þátt í gullaldarárum Manchester United en þeir eru ekki hrifnir af því sem þeir sjá í leikjum liðanna þessa dagana. Manchester United gerði í gær markalaust jafntefli við PSV í Meistaradeild Evrópu en úrslitin þýða að liðið þarf helst að vinna Wolfsburg á útivelli í lokaumferðinni til að komast áfram í 16-liða úrslitin. Wolfsburg er efst í B-riðlinum með níu stig, United er með átta og PSV, sem á heimaleik gegn botnliði CSKA Moskvu á sama tíma, er með sjö.Sjá einnig: Ekkert mark á Old Trafford Scholes, sem er sérfræðingur hjá BT-sjónvarpsstöðinni, sagði eftir leikinn að varnarleikur United væri gegnheill en að það vantaði kraft í sóknarleikinn.Paul Scholes ræðir við Andy Cole og Ryan Giggs.Vísir/Getty„Maður sér lið eins og Bayern München og Barcelona en þar eru það sóknarmennirnir sem gera gæfumuninn,“ sagði Scholes sem bætti við að leikmenn United virtust þreyttir undir lok leiksins. „PSV var betra liðið síðustu 30 mínúturnar. Mér fannst þeir ekki í formi, United-mennirnir. Þeir virtust vera virkilega þreyttir.“ Roy Keane, sem starfar hjá ITV-sjónvarpsstöðinni, hellti sér yfir Wayne Rooney sem hefur ekki átt gott tímabil. Hann hefur skorað tvö mörk í síðustu tíu leikjum sínum.Sjá einnig: „Ef Young er United-leikmaður þá er ég Kínverji“ „Wayne mun verða goðsögn á Old Trafford og ferill hans hjá Manchester United hefur verið algjörlega frábær. En hann er fyrirliðinn og hann ber ákveðna ábyrgð. Hann verður að gera miklu meira,“ sagði Keane sem var sjálfur fyrirliði United til margra ára.Roy Keane.Vísir/Getty„Ég velti ávallt fyrir mér hvað leikmenn gera utan vallar. Í síðustu viku sá ég hann gefa glímumanni kinnhest og ég spyr mig af hverju hann er að taka þátt í svona vitleysu. Það gagnast honum ekki neitt.“Sjá einnig: Rooney sló glímukappa utan undir „Ég má fara út á kvöldin og njóta lífsins eins og hver annar en ef þú líkist ekki sjálfum þér þá verður þú að endurskoða allt og vera fyrirmynd. Hann var ekki fyrirmynd í kvöld. Hann virðist ekki skarpur og lítur hræðilega út.“
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ekkert mark á Old Trafford Manchester United tókst ekki að skora þegar Hollandsmeistarar PSV Eindhoven komu í heimsókn á Old Trafford í kvöld. Lokatölur 0-0. 25. nóvember 2015 21:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Ekkert mark á Old Trafford Manchester United tókst ekki að skora þegar Hollandsmeistarar PSV Eindhoven komu í heimsókn á Old Trafford í kvöld. Lokatölur 0-0. 25. nóvember 2015 21:30