Körfubolti

Lentu 23 stigum undir en unnu samt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
NBA-meistararnir í Golden State Warriors héldu uppteknum hætti í nótt en liðið hafði þá betur gegn LA Clippers, 124-117. Þetta var þrettándi sigur Golden State í jafn mörgum leikjum á tímabilinu.

Clippers byrjaði leikinn af miklum krafti og skoraði 41 stig í fyrsta leikhluta. Forysta liðsins varð mest 23 stig en Steph Curry og hans menn tóku málin í sínar hendur í síðari hálfleik. Curry skoraði 40 stig í leiknum.

Klay Thompson var með 25 stig, Harrison Barnes var með 21 og Draymond Green nítján. Chris Paul var stigahæstur hjá Clippers með 35 stig.

Aðeins fjórum liðum hefur tekist að vinna fyrstu þrettán leiki sína á tímabilinu.

Cleveland vann Milwaukee, 115-100, þar sem LeBron James var með 27 stig fyrir Cleveland og Kevin Love 22 auk þess að taka fimmtán fráköst. Cleveland hafði tapað síðustu tveimur leikjum sínum á undan. Þessi sömu lið mættust á laugardaginn þar sem Milwaukee vann í tvíframlengdum leik.

Úrslit næturinnar:

Miami - Sacramento 116-109

Cleveland - Milwaukee 115-100

LA Clippers - Golden State 117-124

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×