
Hversu há þarf framfærsla eldri borgara að vera?
Ég tel, að neyslukönnun Hagstofunnar eigi við eldri borgara eins og aðra. Sumir liðir könnunarinnar, eins og lækniskostnaður og lyfjakostnaður, eru þó lægri en meðaltalsraunkostnaður þessara kostnaðarliða hjá eldri borgurum. Eldri borgarar eyða m.ö.o. hærri upphæðum í læknis- og lyfjakostnað en nemur meðaltali slíks kostnaðar hjá almenningi.
Lífeyrir aldraðra hjá Tryggingastofnun er aðeins 192 þúsund krónur á mánuði eftir skatta (einhleypingar, sem ekki hafa aðrar tekjur en frá TR). Það vantar því 129 þúsund krónur á mánuði upp á, að lífeyrir TR nái meðaltali neyslukönnunar Hagstofunnar. Tölurnar eru sambærilegar, þar eð í báðum tilvikum eru þær án skatta.
FEB vill miða við neyslukönnunina
Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hefur ítrekað ályktað á aðalfundum sínum að hækka ætti lífeyrinn frá almannatryggingum um 129 þúsund krónur á mánuði svo hann næði upphæð neyslukönnunar Hagstofunnar. En stjórnvöld hafa hundsað þá ályktun eins og þau hafa hundsað aðrar ályktanir eldri borgara!
Félag eldri borgara hefur boðið, að þessi munur, 129 þúsund krónur, yrði jafnaður í þremur áföngum. En ríkisstjórnin hefur virt þá ósk að vettugi. Það eina sem stjórnin býður eru rúmar 20 þúsund krónur af þessum 129 þúsundum! Rausnarlegt það, þegar nógir peningar eru til. Stjórnin hefur meira að segja afsalað sér sköttum!
Ef lífeyrir eldri borgara hjá TR hækkar um 14,5% eins og lágmarkslaun hækkuðu hækkar lífeyririnn um 32.625 krónur á mánuði. Lífeyrir aldraðra, sem einungis hafa tekjur hjá TR, er í dag 225 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt. 14,5% hækkun gerir 32.625 kr.
Ef lífeyrir aldraðra hjá TR hækkar alls upp í 300 þúsund á mánuði á þremur árum eins og lágmarkslaun hefur lífeyrir aldraðra hjá TR hækkað verulega. Ríkisstjórnin ætti að taka rögg á sig og stíga þessi skref.
Skoðun

Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs?
Ómar Torfason skrifar

Flokkurinn hans Gunnars Smára?
Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar

Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur
Ingvar Júlíus Baldursson skrifar

Hætt við að hækka ekki skatta á almenning
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Hver borgar brúsann?
Ingibjörg Isaksen skrifar

Hvers vegna berðu kross?
Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar

Þannig gerum við þetta?
Ísak Ernir Kristinsson skrifar

Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Falleinkunn skólakerfis?
Helga Þórisdóttir skrifar

Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann
Margrét Reynisdóttir skrifar

Hvar er auðlindarentan?
Birta Karen Tryggvadóttir skrifar

Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni
Ómar Már Jónsson skrifar

Virði barna og ungmenna
Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Sættir þú þig við þetta?
Jón Pétur Zimsen skrifar

Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum
Lúðvík Júlíusson skrifar

Lægri gjöld, fleiri tækifæri
Bragi Bjarnason skrifar

Tölum um stóra valdaframsalsmálið
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Litla landið sem kennir heiminum – Ísland og þróunarsamvinna í gegnum menntun GRÓ skólanna
Verena Karlsdóttir,Hreiðar Þór Valtýsson,Þór Heiðar Ásgeirsson skrifar

Öflugar varnir krefjast stöndugra fréttamiðla
Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar

Gott frumvarp, en hvað með verklagið?
Bogi Ragnarsson skrifar

Augnablikið
Magnús Jóhann Hjartarson skrifar

Það þarf ekki að biðjast afsökunar á því að segja satt
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Lífeyrissjóðirnir og Íslandsbanki, hluthafafundur á mánudag
Bolli Héðinsson skrifar

„Þegar arkitektinn fer á flug“ - opinber umræða á villigötum
Eyrún Arnarsdóttir skrifar

Heilbrigðiskerfið þarf stjórnvöld með bein í nefinu
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Börn eru hvorki veiðigjöld né öryggis- og varnarmál
Grímur Atlason skrifar

Í vörn gegn sjálfum sér?
Ólafur Stephensen skrifar

Mig langar að byggja heim með frið og umlykja með ást
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar