Þessi átta koma til greina sem maður ársins hjá TIME Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2015 09:51 Tímaritið hefur útnefnt mann ársins frá árinu 1927. Vísir/Getty Bandaríska tímaritið TIME hefur birt lista yfir þá átta sem koma til greina sem maður ársins fyrir árið í ár. Listinn var kynntur í þættinum Today Show á NBC í gærmorgun. Þeir sem til greina koma í ár eru eftirfarandi:Abu Bakr Al-Baghdadi, leiðtogi ISIS samtakanna sem hefur fengið þúsundir manna til liðs við samtökin og berjast fyrir kalífadæmi í Írak og Sýrlandi, auk þess að framkvæma árásir í löndum á borð við Túnis og Frakklandi.Black Lives Matter-aðgerðasinnar, sem hafa mótmælt óréttlæti í garð svartra í Bandaríkjunum og sér í lagi þá meðferð sem þeir verða fyrir af hendi lögreglufólks.Caitlyn Jenner, transkonan sem framkallaði mikla umræðu um kynvitund og jafnréttismál hinsegin fólks.Travis Kalanick, forstjóri leigubílaþjónustunnar Uber, sem hefur gjörbreytt leigubílamarkaðnum víða um heim. Uppgangur Uber hefur einnig leitt til umræðu um galla deilihagkerfisins.Angela Merkel Þýskalandskanslari sem hefur verið áberandi í ýmsum málum á árinu, þeirra á meðal erfiðleika evrusvæðisins og hvernig Evrópa hefur brugðist við flóttamannavandanum.Vladimir Putin Rússlandsforseti sem hefur storkað Vesturlöndum, sem hafa sett viðskiptaþvinganir á landið vegna ástandsins í Úkraínu, og gegnir nú mikilvægu en varasömu hlutverki í baráttunni gegn ISIS.Hassan Rouhani Íransforseti sem hefur reynt bæta samskipi Írans við önnur ríki eftir áralangar viðskiptaþvinganir og með því að tryggja gerð samkomulags við Vesturveldin um kjarnorkuáætlun landsins.Donald Trump, auðjöfurinn sem sækist nú eftir því að verða forsetaframbjóðandi Repúblikana. Popúlísk orðræða hans hefur leitt til að hann mælist með mest fylgi á meðal Repúblikana og leitt til mikillar umræðu um framtíð Repúblikanaflokksins. Tímaritið hefur útnefnt mann ársins frá árinu 1927 þegar flugmaðurinn Charles Lindbergh hlaut útnefninguna eftir að hafa flogið einn yfir Atlantshafið fyrstur manna. Baráttumenn gegn útbreiðslu ebólaveirunnar hlutu útnefninguna á síðasta ári. Greint verður frá hver hlýtur útnefninguna á morgun. Donald Trump Fréttir ársins 2015 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Bandaríska tímaritið TIME hefur birt lista yfir þá átta sem koma til greina sem maður ársins fyrir árið í ár. Listinn var kynntur í þættinum Today Show á NBC í gærmorgun. Þeir sem til greina koma í ár eru eftirfarandi:Abu Bakr Al-Baghdadi, leiðtogi ISIS samtakanna sem hefur fengið þúsundir manna til liðs við samtökin og berjast fyrir kalífadæmi í Írak og Sýrlandi, auk þess að framkvæma árásir í löndum á borð við Túnis og Frakklandi.Black Lives Matter-aðgerðasinnar, sem hafa mótmælt óréttlæti í garð svartra í Bandaríkjunum og sér í lagi þá meðferð sem þeir verða fyrir af hendi lögreglufólks.Caitlyn Jenner, transkonan sem framkallaði mikla umræðu um kynvitund og jafnréttismál hinsegin fólks.Travis Kalanick, forstjóri leigubílaþjónustunnar Uber, sem hefur gjörbreytt leigubílamarkaðnum víða um heim. Uppgangur Uber hefur einnig leitt til umræðu um galla deilihagkerfisins.Angela Merkel Þýskalandskanslari sem hefur verið áberandi í ýmsum málum á árinu, þeirra á meðal erfiðleika evrusvæðisins og hvernig Evrópa hefur brugðist við flóttamannavandanum.Vladimir Putin Rússlandsforseti sem hefur storkað Vesturlöndum, sem hafa sett viðskiptaþvinganir á landið vegna ástandsins í Úkraínu, og gegnir nú mikilvægu en varasömu hlutverki í baráttunni gegn ISIS.Hassan Rouhani Íransforseti sem hefur reynt bæta samskipi Írans við önnur ríki eftir áralangar viðskiptaþvinganir og með því að tryggja gerð samkomulags við Vesturveldin um kjarnorkuáætlun landsins.Donald Trump, auðjöfurinn sem sækist nú eftir því að verða forsetaframbjóðandi Repúblikana. Popúlísk orðræða hans hefur leitt til að hann mælist með mest fylgi á meðal Repúblikana og leitt til mikillar umræðu um framtíð Repúblikanaflokksins. Tímaritið hefur útnefnt mann ársins frá árinu 1927 þegar flugmaðurinn Charles Lindbergh hlaut útnefninguna eftir að hafa flogið einn yfir Atlantshafið fyrstur manna. Baráttumenn gegn útbreiðslu ebólaveirunnar hlutu útnefninguna á síðasta ári. Greint verður frá hver hlýtur útnefninguna á morgun.
Donald Trump Fréttir ársins 2015 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira