„Ef þetta er ekki versta ákvörðun sem íslenska ríkið hefur tekið þá veit ég ekki hvað“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. desember 2015 16:35 Hreiðar Már Sigurðsson í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. vísir/stefán Stjórnendur Kaupþings töldu að staða bankans væri góð í september 2008, þrátt fyrir að staðan á mörkuðum væri slæm. Fyrir dómi í dag líkti Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans, stöðunni á mörkuðum við veðrið sem gengur yfir Ísland í dag og sagði að þar hefði geisað „fárviðri.“ Hreiðar svaraði spurningum saksóknara og verjenda í dag við aðalmeðferð CLN-málsins í dag en hann er ákærður fyrir umboðssvik vegna lánveitinga til eignarhaldsfélaga skömmu fyrir bankahrun. Lánin, sem hljóðuðu upp á 510 milljónir evra, voru notuð til að kaupa lánshæfistengd skuldabréf, sem voru tengd skuldatryggingarálagi Kaupþings. Áttu kaupin að lækka skuldatryggingarálag bankans sem hafði hækkað mikið en lánin voru veitt á tímabilinu ágúst til október 2008. Bar ekki ábyrgð á því að lánin færu fyrir lánanefnd Hreiðar neitaði því staðfastlega fyrir dómi að hafa gefið fyrirmæli eða skipanir varðandi þær lánveitingar sem fjallað er um í ákæru. Þá hefði hann ekki borið ábyrgð á því að lánin færu fyrir lánanefnd stjórnar Kaupþings samstæðunnar sem hefði þurft að samþykkja lánin. Sagði Hreiðar að útlánastjórar bankans, sem voru fjölmargir, hefðu verið ábyrgir fyrir því að þau lán sem þess þyrftu færu fyrir lánanefnd. „Ég held að þið getið verið alveg öruggir með það að ef ég hefði komið að þessum lánveitingum þá hefðu menn munað það í fyrstu yfirheyrslunum hjá sérstökum saksóknarinn. Þeir hefðu sagt „Heyrðu, forstjórinn sagði mér að gera þetta.“ Þið eruð að reyna að halda því fram að ég hafi komið þarna að en það er enginn sem bendir þarna á mig,“ sagði Hreiðar. Ákvörðunin um að kaupa Glitni „skelfileg“ Eins og flestum er kunnugt um féll Kaupþing þann 9. október 2008 þegar Fjármálaeftirlitið tók yfir rekstur bankans. Hreiðar Már sagði að ástæðan fyrir því að bankinn féll hafi verið yfirtaka ríkisins á Glitni þann 29. september sama ár en við það hafi lausafjárstaða Kaupþings versnað til muna. „Íslensk stjórnvöld taka þá skelfilegu ákvörðun að kaupa Glitni án þess að svara því með nokkrum vitrænum hætti hvernig Glitnir ætti að geta staðið við sínar skuldbindingar. [...] Við erum dregnir með niður í það. [...] Ef þetta er ekki versta ákvörðun sem íslenska ríkið hefur tekið þá veit ég ekki hvað.“ CLN-málið Tengdar fréttir Hreiðar Már og saksóknari tókust harkalega á í héraðsdómi "Ég tók ábyrgð mína sem forstjóri Kaupþings mjög alvarlega og ég helgaði líf mitt velgengni Kaupþings,” sagði Hreiðar Már Sigurðsson. 7. desember 2015 11:49 Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um 130 milljóna evra peningamarkaðslán. 7. desember 2015 14:20 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Stjórnendur Kaupþings töldu að staða bankans væri góð í september 2008, þrátt fyrir að staðan á mörkuðum væri slæm. Fyrir dómi í dag líkti Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans, stöðunni á mörkuðum við veðrið sem gengur yfir Ísland í dag og sagði að þar hefði geisað „fárviðri.“ Hreiðar svaraði spurningum saksóknara og verjenda í dag við aðalmeðferð CLN-málsins í dag en hann er ákærður fyrir umboðssvik vegna lánveitinga til eignarhaldsfélaga skömmu fyrir bankahrun. Lánin, sem hljóðuðu upp á 510 milljónir evra, voru notuð til að kaupa lánshæfistengd skuldabréf, sem voru tengd skuldatryggingarálagi Kaupþings. Áttu kaupin að lækka skuldatryggingarálag bankans sem hafði hækkað mikið en lánin voru veitt á tímabilinu ágúst til október 2008. Bar ekki ábyrgð á því að lánin færu fyrir lánanefnd Hreiðar neitaði því staðfastlega fyrir dómi að hafa gefið fyrirmæli eða skipanir varðandi þær lánveitingar sem fjallað er um í ákæru. Þá hefði hann ekki borið ábyrgð á því að lánin færu fyrir lánanefnd stjórnar Kaupþings samstæðunnar sem hefði þurft að samþykkja lánin. Sagði Hreiðar að útlánastjórar bankans, sem voru fjölmargir, hefðu verið ábyrgir fyrir því að þau lán sem þess þyrftu færu fyrir lánanefnd. „Ég held að þið getið verið alveg öruggir með það að ef ég hefði komið að þessum lánveitingum þá hefðu menn munað það í fyrstu yfirheyrslunum hjá sérstökum saksóknarinn. Þeir hefðu sagt „Heyrðu, forstjórinn sagði mér að gera þetta.“ Þið eruð að reyna að halda því fram að ég hafi komið þarna að en það er enginn sem bendir þarna á mig,“ sagði Hreiðar. Ákvörðunin um að kaupa Glitni „skelfileg“ Eins og flestum er kunnugt um féll Kaupþing þann 9. október 2008 þegar Fjármálaeftirlitið tók yfir rekstur bankans. Hreiðar Már sagði að ástæðan fyrir því að bankinn féll hafi verið yfirtaka ríkisins á Glitni þann 29. september sama ár en við það hafi lausafjárstaða Kaupþings versnað til muna. „Íslensk stjórnvöld taka þá skelfilegu ákvörðun að kaupa Glitni án þess að svara því með nokkrum vitrænum hætti hvernig Glitnir ætti að geta staðið við sínar skuldbindingar. [...] Við erum dregnir með niður í það. [...] Ef þetta er ekki versta ákvörðun sem íslenska ríkið hefur tekið þá veit ég ekki hvað.“
CLN-málið Tengdar fréttir Hreiðar Már og saksóknari tókust harkalega á í héraðsdómi "Ég tók ábyrgð mína sem forstjóri Kaupþings mjög alvarlega og ég helgaði líf mitt velgengni Kaupþings,” sagði Hreiðar Már Sigurðsson. 7. desember 2015 11:49 Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um 130 milljóna evra peningamarkaðslán. 7. desember 2015 14:20 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Hreiðar Már og saksóknari tókust harkalega á í héraðsdómi "Ég tók ábyrgð mína sem forstjóri Kaupþings mjög alvarlega og ég helgaði líf mitt velgengni Kaupþings,” sagði Hreiðar Már Sigurðsson. 7. desember 2015 11:49
Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um 130 milljóna evra peningamarkaðslán. 7. desember 2015 14:20