Handbolti

PSG á toppinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mikkel Hansen, leikmaður PSG.
Mikkel Hansen, leikmaður PSG. Vísir/Getty
Róbert Gunnarsson var á leikskýrslu þegar PSG vann góðan sigur á Celje Lasko, 32-27, í Meistaradeild Evrópu í dag.

Róbert hefur nánast ekkert fengið að spila með PSG síðustu vikurnar og kom ekkert við sögu í dag.

Sjá einnig: Þjálfari PSG segir að Róbert sé á förum frá félaginu

Með sigrinum náði PSG að hirða efsta sæti A-riðils af ungverska liðinu Veszprem, sem fyrr í dag tapaði fyrir Kiel í Þýskalandi.

PSG er með sextán stig, einu meira en Veszprem og tveimur meira en Flensburg sem á leik til góða. Kiel er svo í fjórða sætinu með ellefu stig.

Daniel Narcisse skoraði átta mörk fyrir PSG í dag og Mikkel Hansen sjö.


Tengdar fréttir

Lærisveinar Alfreðs unnu dramatískan sigur á Vezprem

Kiel vann dramatískan sigur á Vezprem í fyrsta leik Arons Pálmarssonar gegn gömlu félögum sínum en Kiel var að eltast við ungverska liðið meirihluta leiksins en komst yfir á lokasekúndum leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×