Hæstiréttur hefur staðfest 16 ára fangelsisdóm yfir Danuta Kaliszewska fyrir að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnarfirði í febrúar síðastliðnum. Maðurinn, sem var fæddur árið 1974, lést af völdum stungusárs.
Danuta neitaði sök í héraði og áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar. Hún bar fyrir sig minnisleysi við aðalmeðferð málsins í héraði, sagðist hafa drukkið eitthvað af áfengi um morguninn sem atvikið átti sér stað og sagðist ekki geta greint frá því sem átti sér stað í íbúðinni.
Fyrir dómnum kom fram að hún hafi þrifið blóðið úr manninum af sér og skipt um föt á honum áður en hún hringdi í dóttur sína og óskaði eftir aðstoð hennar. Í kjölfarið var svo hringt á lögregluna og tilkynnt um andlátið.
Hæstiréttur taldi að þó að áfengisneysla konunnar kynni að hafa verið meginorsök verknaðarins, sem og athafna hennar efti rhann, hefði það ekki áhrif á ákvörðun refsingar fyrir brotið.