Mótmæla Dyflinnarreglugerðinni og fara fram á að Útlendingastofnun verði lögð niður sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 3. desember 2015 13:29 Meðlimir samtakanna segja Útlendingastofnun kvarta í sífellu undan miklum málafjölda, sem þó sé mun minni en í nágrannalöndum. vísir/anton brink Meðlimir samtakanna No Borders Iceland mótmæltu fyrir utan Útlendingastofnun í hádeginu í dag. Þeir krefjast þess að notkun Dyflinnarreglugerðarinnar verði hætt og segja ótækt að senda fólk aftur til Evrópu þar sem fjöldi hælisleitenda sé orðinn það mikill að ekki sé hægt að veita þeim viðunandi þjónustu. Hér á landi séu hælisleitendur hlutfallslega mun færri en í flestum öðrum Evrópuríkjum. Þá segja samtökin það skjóta skökku við að ríkisstjórn Íslands gefi út yfirlýsingar þess efnis að hún ætli að standa sit vel í flóttamannamálum á sama tíma og Útlendingastofnun haldi áfram að senda flóttamenn til Evrópu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. „Þrátt fyrir yfirlýsingar innanríkisráðherra um að hætta eigi að senda fólk til Grikklands og Ítalíu hefur stofnunin ekki hætt því,“ segir á vef samtakanna.vísir/anton brinkVilja að Útlendingastofnun verði lögð niður Þá vilja samtökin að Útlendingastofnun verði lögð niður. Ástæður þess eru á vefnum sagðar nokkrar; stofnunin sé óskilvirk og kvarti í sífellu undan málafjölda og skorti á fjármagni. Þrátt fyrir það hafi hún fengið 200 milljón króna aukafjárveitingu á síðasta ári. „Málafjöldinn sem stofnunin segir vera að kæfa sig er um 300 umsóknir um alþjóðlega vernd.“ Þá er það jafnframt vegna þess að stofnunin hafi haft frumkvæði að því að láta rannsaka mál á borð við grun um málamyndahjónabönd, sem sé ekki hlutverk stofnunarinnar. Stofnunin sé með öllu óþörf og að hún virðist hafa það hlutverk að halda fólki frá landinu. „Við viljum að í stað stofnunar sem enn virðist föst í hugmyndinni um sjálfa sig sem “Útlendingaeftirlitið” verði stofnunin alfarið lögð niður og verkefni hennar færð annað. Það myndi spara fjármagn í yfirstjórn sem í staðinn mætti nota til að bæta gagnsæi og auka þjónustu. Þetta mun vonandi leiða til þess að fólk þurfi ekki að bíða mánuðum eða árum saman eftir svari, fái ekki lengur misvísandi og ruglingsleg svör og þar sem svör eru veitt á tungumálum sem skjólstæðingarnir skilja,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Flóttamenn Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Meðlimir samtakanna No Borders Iceland mótmæltu fyrir utan Útlendingastofnun í hádeginu í dag. Þeir krefjast þess að notkun Dyflinnarreglugerðarinnar verði hætt og segja ótækt að senda fólk aftur til Evrópu þar sem fjöldi hælisleitenda sé orðinn það mikill að ekki sé hægt að veita þeim viðunandi þjónustu. Hér á landi séu hælisleitendur hlutfallslega mun færri en í flestum öðrum Evrópuríkjum. Þá segja samtökin það skjóta skökku við að ríkisstjórn Íslands gefi út yfirlýsingar þess efnis að hún ætli að standa sit vel í flóttamannamálum á sama tíma og Útlendingastofnun haldi áfram að senda flóttamenn til Evrópu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. „Þrátt fyrir yfirlýsingar innanríkisráðherra um að hætta eigi að senda fólk til Grikklands og Ítalíu hefur stofnunin ekki hætt því,“ segir á vef samtakanna.vísir/anton brinkVilja að Útlendingastofnun verði lögð niður Þá vilja samtökin að Útlendingastofnun verði lögð niður. Ástæður þess eru á vefnum sagðar nokkrar; stofnunin sé óskilvirk og kvarti í sífellu undan málafjölda og skorti á fjármagni. Þrátt fyrir það hafi hún fengið 200 milljón króna aukafjárveitingu á síðasta ári. „Málafjöldinn sem stofnunin segir vera að kæfa sig er um 300 umsóknir um alþjóðlega vernd.“ Þá er það jafnframt vegna þess að stofnunin hafi haft frumkvæði að því að láta rannsaka mál á borð við grun um málamyndahjónabönd, sem sé ekki hlutverk stofnunarinnar. Stofnunin sé með öllu óþörf og að hún virðist hafa það hlutverk að halda fólki frá landinu. „Við viljum að í stað stofnunar sem enn virðist föst í hugmyndinni um sjálfa sig sem “Útlendingaeftirlitið” verði stofnunin alfarið lögð niður og verkefni hennar færð annað. Það myndi spara fjármagn í yfirstjórn sem í staðinn mætti nota til að bæta gagnsæi og auka þjónustu. Þetta mun vonandi leiða til þess að fólk þurfi ekki að bíða mánuðum eða árum saman eftir svari, fái ekki lengur misvísandi og ruglingsleg svör og þar sem svör eru veitt á tungumálum sem skjólstæðingarnir skilja,“ segir í yfirlýsingu samtakanna.
Flóttamenn Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira