Mýrarljós í loftslagsmálum Sigríður Á. Andersen skrifar 1. desember 2015 07:00 Nýlega barst mér svar umhverfisráðherra við fyrirspurn minni á Alþingi um skiptingu losunar koltvísýrings hér á landi. Í svarinu kemur fram að gróðurhúsalofttegundir myndast í miklu magni eftir að votlendi er ræst fram. Af framræstu landi stafa því 72% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda hér á landi. Til samanburðar er hlutur fólksbíla í heildarlosun tæp 4% og sjávarútvegs um 3%. Þessi mikla losun frá framræstu landi skýrist af því að þegar vatni er veitt burt úr mýrunum á súrefni greiðari leið að lífmassanum sem þar hefur safnast um aldir. Þegar súrefnið gengur í samband við lífmassann myndast gríðarlegt magn gróðurhúsalofttegundanna koltvísýrings (CO2) og hláturgass (N2O). Hér er því um að ræða beina losun gróðurhúsalofttegunda, rétt eins og þegar steinolíu er brennt í þotu með gesti á leið á loftslagsráðstefnu. Tölurnar í svari ráðherrans um þessa miklu losun eru samkvæmt nýjasta mati á losun gróðurhúsalofttegunda frá framræstu landi í leiðbeiningum loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna IPCC. Það er því mjög miður að í upplýsingum sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur dreift til fjölmiðla að undanförnu eru þessar nýjustu og nákvæmustu upplýsingar um losun frá framræstu landi ekki notaðar. Í glærukynningu ráðuneytisins fyrir fjölmiðla í síðustu viku til að mynda er losun frá framræstu landi sögð vera núll, engin. Nú þegar kallað er eftir aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum er hins vegar mikilvægt að réttar upplýsingar séu lagðar til grundvallar. Ég veiti því athygli að sumir þeir sem ákafast krefjast 40% samdráttar í losun nefna nær eingöngu samgöngur þegar þeir eru inntir eftir því hvar eigi að draga saman. Það er hins vegar ljóst af svari ráðherrans að kostnaðarsamar aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda frá bílum hafa lítið að segja þar sem fólksbílaflotinn ber aðeins ábyrgð á tæpum 4% losunarinnar. Það er útilokað að heimilin í landinu verði látin bera himinháan kostnað vegna slíkrar erindisleysu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Sigríður Á. Andersen Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Nýlega barst mér svar umhverfisráðherra við fyrirspurn minni á Alþingi um skiptingu losunar koltvísýrings hér á landi. Í svarinu kemur fram að gróðurhúsalofttegundir myndast í miklu magni eftir að votlendi er ræst fram. Af framræstu landi stafa því 72% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda hér á landi. Til samanburðar er hlutur fólksbíla í heildarlosun tæp 4% og sjávarútvegs um 3%. Þessi mikla losun frá framræstu landi skýrist af því að þegar vatni er veitt burt úr mýrunum á súrefni greiðari leið að lífmassanum sem þar hefur safnast um aldir. Þegar súrefnið gengur í samband við lífmassann myndast gríðarlegt magn gróðurhúsalofttegundanna koltvísýrings (CO2) og hláturgass (N2O). Hér er því um að ræða beina losun gróðurhúsalofttegunda, rétt eins og þegar steinolíu er brennt í þotu með gesti á leið á loftslagsráðstefnu. Tölurnar í svari ráðherrans um þessa miklu losun eru samkvæmt nýjasta mati á losun gróðurhúsalofttegunda frá framræstu landi í leiðbeiningum loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna IPCC. Það er því mjög miður að í upplýsingum sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur dreift til fjölmiðla að undanförnu eru þessar nýjustu og nákvæmustu upplýsingar um losun frá framræstu landi ekki notaðar. Í glærukynningu ráðuneytisins fyrir fjölmiðla í síðustu viku til að mynda er losun frá framræstu landi sögð vera núll, engin. Nú þegar kallað er eftir aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum er hins vegar mikilvægt að réttar upplýsingar séu lagðar til grundvallar. Ég veiti því athygli að sumir þeir sem ákafast krefjast 40% samdráttar í losun nefna nær eingöngu samgöngur þegar þeir eru inntir eftir því hvar eigi að draga saman. Það er hins vegar ljóst af svari ráðherrans að kostnaðarsamar aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda frá bílum hafa lítið að segja þar sem fólksbílaflotinn ber aðeins ábyrgð á tæpum 4% losunarinnar. Það er útilokað að heimilin í landinu verði látin bera himinháan kostnað vegna slíkrar erindisleysu.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun