Kjaramál aldraðra efst á baugi Björgvin Guðmundsson skrifar 18. desember 2015 09:00 Ég hef verið að fylgjast með umræðunni á Alþingi um fjárlagafrumvarpið. Nær því hver einasti þingmaður stjórnarandstöðunnar hefur í umræðunni lagt mesta áherslu á kjarabætur til handa öldruðum og öryrkjum. Margir stjórnarþingmenn hafa einnig rætt málið. Þetta mál er nú orðið aðalmál þingsins. Um svipað leyti í fyrra var hins vegar ekki minnst á þetta mál á Alþingi. Hver er ástæðan? Hvað hefur breyst? Ástæðan er sú, að mönnum ofbýður hvernig stjórnvöld valta yfir aldraða og öryrkja. Það gengur fram af mönnum að lífeyrisþegar skuli ekki fá sambærilegar kjarabætur og aðrir í þjóðfélaginu. Fréttablaðið hefur tekið forustu meðal fjölmiðla í því að birta reglulega greinar um kjaramál lífeyrisþega og nauðsyn þess að bæta kjör þeirra. Baráttan er ekki búin. Þegar þetta er ritað hafa leiðtogar stjórnarflokkanna báðir lýst því yfir, að engu verði breytt í kjaramálum aldraðra umfram það sem ákveðið var fyrir löngu, þ.e. að lífeyrisþegar á strípuðum bótum fengju á næsta ári rúmar 10.000 kr. eftir skatt (einhleypingar) í hækkun. Það hefur verið reynt að afflytja umræðuna um kjör lífeyrisþega og blekkingum beitt. Þannig er því ávallt haldið fram, að lífeyrisþegar hafi fengið/fái jafnmiklar kjarabætur og launþegar.Blekking Þetta er rangt. Þetta er blekking. Lágmarkslaun hækkuðu um 14,5% 1. maí 2015. Ríkisstjórnin ætlar að hækka lífeyrinn um 9,7% hinn 1. janúar 2016. Það er átta mánuðum seinna en verkafólk fékk hækkun og það er mun lægri prósentuhækkun en hjá launafólki. Sagt er, að þegar lífeyrisþegar séu búnir að fá hækkun á næsta ári verði lífeyrir þeirra orðinn hærri en lágmarkslaun. Það er ekki rétt nema að hluta til. Það eru aðeins þeir lífeyrisþegar, sem búa einir og fá heimilisuppbót, sem verða með hærri lífeyri en lágmarkslaun. Og sá hópur er aðeins lítið brot aldraðra og öryrkja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Ég hef verið að fylgjast með umræðunni á Alþingi um fjárlagafrumvarpið. Nær því hver einasti þingmaður stjórnarandstöðunnar hefur í umræðunni lagt mesta áherslu á kjarabætur til handa öldruðum og öryrkjum. Margir stjórnarþingmenn hafa einnig rætt málið. Þetta mál er nú orðið aðalmál þingsins. Um svipað leyti í fyrra var hins vegar ekki minnst á þetta mál á Alþingi. Hver er ástæðan? Hvað hefur breyst? Ástæðan er sú, að mönnum ofbýður hvernig stjórnvöld valta yfir aldraða og öryrkja. Það gengur fram af mönnum að lífeyrisþegar skuli ekki fá sambærilegar kjarabætur og aðrir í þjóðfélaginu. Fréttablaðið hefur tekið forustu meðal fjölmiðla í því að birta reglulega greinar um kjaramál lífeyrisþega og nauðsyn þess að bæta kjör þeirra. Baráttan er ekki búin. Þegar þetta er ritað hafa leiðtogar stjórnarflokkanna báðir lýst því yfir, að engu verði breytt í kjaramálum aldraðra umfram það sem ákveðið var fyrir löngu, þ.e. að lífeyrisþegar á strípuðum bótum fengju á næsta ári rúmar 10.000 kr. eftir skatt (einhleypingar) í hækkun. Það hefur verið reynt að afflytja umræðuna um kjör lífeyrisþega og blekkingum beitt. Þannig er því ávallt haldið fram, að lífeyrisþegar hafi fengið/fái jafnmiklar kjarabætur og launþegar.Blekking Þetta er rangt. Þetta er blekking. Lágmarkslaun hækkuðu um 14,5% 1. maí 2015. Ríkisstjórnin ætlar að hækka lífeyrinn um 9,7% hinn 1. janúar 2016. Það er átta mánuðum seinna en verkafólk fékk hækkun og það er mun lægri prósentuhækkun en hjá launafólki. Sagt er, að þegar lífeyrisþegar séu búnir að fá hækkun á næsta ári verði lífeyrir þeirra orðinn hærri en lágmarkslaun. Það er ekki rétt nema að hluta til. Það eru aðeins þeir lífeyrisþegar, sem búa einir og fá heimilisuppbót, sem verða með hærri lífeyri en lágmarkslaun. Og sá hópur er aðeins lítið brot aldraðra og öryrkja.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar