Kjóladagatalið 2015 Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 17. desember 2015 11:00 Hulda segir það bæði áskorun og skemmtun að klæðast nýjum kjól á hverjum degi til jóla. Fínir kjólar eigi hreint ekki að hanga óhreyfðir inni í skáp. Hulda Jónsdóttir ákvað að klæðast nýjum kjól á hverjum degi til jóla. Hún segir það bæði áskorun og skemmtun, fínir kjólar eigi hreint ekki að hanga óhreyfðir inni í skáp. Þetta er gott tækifæri til þess að nota kjólana mína en ég á yfir þrjátíu kjóla í skápnum. Ég verð aldrei í sama kjólnum fram að jólum,“ segir Hulda Jónsdóttir en hún ákvað að klæðast nýjum kjól á hverjum degi frá 1. desember og fram að jólum. Gjörninginn skrásetur hún á Instagram undir #kjoladagatalid2015.12. desember Sú stutta í afmælisprinsessukjól og fékkst til að vera með á mynd.„Ég fékk innblástur úr ýmsum áttum. Með þessu fer ég líka út fyrir þægindarammann, ég fer í alls konar kjóla sem ég hef kannski ekki notað í mörg ár og stundum er áskorun að troða sér í þá,“ segir hún hlæjandi en viðurkennir að vera mikið fyrir að klæða sig upp.10. desember Bakstursdagur. Hulda segir skemmtilegt að vera klædd í kjól við hinar og þessar hversdagslegar athafnir.„Ég er mikil kjólakona og dressa mig alveg upp þó það sé ekkert tilefni. Enda á maður að lifa í núinu og ekki að geyma sér eitthvað þar til eitthvert sérstakt tilefni verður til að nota það. Ég er mikið kamelljón og erfitt að staðsetja minn stíl einhvers staðar. Ég er litaglöð en á líka svarta kjóla. Marga hef ég saumað sjálf eða keypt notaða og jafnvel breytt þeim. Ég kaupi oft íslenska hönnun og nota netið talsvert til að versla. Sendi svo systur mína í búðirnar í Reykjavík til að máta,“ segir Hulda en hún býr á Akureyri og vinnur hjá Menningarráði Eyþings.2. desember Sú yngri ánægð með kjólinn sinn.Dætur hennar tvær voru klæddar upp fyrsta dag kjóladagatalsins en Hulda segir þær þó misáhugasamar og fljótlega hafi sú hugmynd að þær yrðu með dottið upp fyrir.15. desember Svarti kjóllinn er í sérstöku uppáhaldi. Hann gengur við allt og á við öll tilefni.„Strax á degi tvö neitaði sú eldri að vera með svo þetta hefur bara þróast. Ég píndi hana þó til að vera með mér á mynd á afmælinu hennar, þá var hún í prinsessukjól og ég í kjól sem mér þykir vænt um. Þær eru misáhugasamar um kjóladagatalið frá degi til dags en sú eldri kallaði mig reyndar „litla kjólabarn“ um daginn,“ segir Hulda.14. Desember Hulda er litaglöð og segir erfitt að staðsetja hennar stíl nokkursstaðar.„Mér finnst þetta bara skemmtilegt og hef gaman af því að vera klædd í kjól við alls konar hversdagslegar athafnir, eins og að baka eða við að moka snjó. Samstarfsfólk mitt er margt mjög áhugasamt og fylgist vel með hvort ég sé nokkuð að svindla.“11. Desember „Ég er mikil kjólakona og dressa mig alveg upp þó það sé ekkert tilefni. Enda á maður að lifa í núinu.“Ertu búin að ákveða jólakjólinn? „Eiginlega, nýjasta viðbótin í safninu fær líklega að njóta sín en það gæti breyst á síðustu stundu. Ég á reyndar þrjá síðkjóla en þeir verða ekki með í kjóladagatalinu. Einn þeirra er brúðarkjólinn minn og annar er bara of glyðrulegur,“ segir Hulda og skellir upp úr. „En ég er alls ekkert hætt að kaupa mér kjóla. Maður getur alltaf á sig kjólum bætt.“ Jólafréttir Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Hulda Jónsdóttir ákvað að klæðast nýjum kjól á hverjum degi til jóla. Hún segir það bæði áskorun og skemmtun, fínir kjólar eigi hreint ekki að hanga óhreyfðir inni í skáp. Þetta er gott tækifæri til þess að nota kjólana mína en ég á yfir þrjátíu kjóla í skápnum. Ég verð aldrei í sama kjólnum fram að jólum,“ segir Hulda Jónsdóttir en hún ákvað að klæðast nýjum kjól á hverjum degi frá 1. desember og fram að jólum. Gjörninginn skrásetur hún á Instagram undir #kjoladagatalid2015.12. desember Sú stutta í afmælisprinsessukjól og fékkst til að vera með á mynd.„Ég fékk innblástur úr ýmsum áttum. Með þessu fer ég líka út fyrir þægindarammann, ég fer í alls konar kjóla sem ég hef kannski ekki notað í mörg ár og stundum er áskorun að troða sér í þá,“ segir hún hlæjandi en viðurkennir að vera mikið fyrir að klæða sig upp.10. desember Bakstursdagur. Hulda segir skemmtilegt að vera klædd í kjól við hinar og þessar hversdagslegar athafnir.„Ég er mikil kjólakona og dressa mig alveg upp þó það sé ekkert tilefni. Enda á maður að lifa í núinu og ekki að geyma sér eitthvað þar til eitthvert sérstakt tilefni verður til að nota það. Ég er mikið kamelljón og erfitt að staðsetja minn stíl einhvers staðar. Ég er litaglöð en á líka svarta kjóla. Marga hef ég saumað sjálf eða keypt notaða og jafnvel breytt þeim. Ég kaupi oft íslenska hönnun og nota netið talsvert til að versla. Sendi svo systur mína í búðirnar í Reykjavík til að máta,“ segir Hulda en hún býr á Akureyri og vinnur hjá Menningarráði Eyþings.2. desember Sú yngri ánægð með kjólinn sinn.Dætur hennar tvær voru klæddar upp fyrsta dag kjóladagatalsins en Hulda segir þær þó misáhugasamar og fljótlega hafi sú hugmynd að þær yrðu með dottið upp fyrir.15. desember Svarti kjóllinn er í sérstöku uppáhaldi. Hann gengur við allt og á við öll tilefni.„Strax á degi tvö neitaði sú eldri að vera með svo þetta hefur bara þróast. Ég píndi hana þó til að vera með mér á mynd á afmælinu hennar, þá var hún í prinsessukjól og ég í kjól sem mér þykir vænt um. Þær eru misáhugasamar um kjóladagatalið frá degi til dags en sú eldri kallaði mig reyndar „litla kjólabarn“ um daginn,“ segir Hulda.14. Desember Hulda er litaglöð og segir erfitt að staðsetja hennar stíl nokkursstaðar.„Mér finnst þetta bara skemmtilegt og hef gaman af því að vera klædd í kjól við alls konar hversdagslegar athafnir, eins og að baka eða við að moka snjó. Samstarfsfólk mitt er margt mjög áhugasamt og fylgist vel með hvort ég sé nokkuð að svindla.“11. Desember „Ég er mikil kjólakona og dressa mig alveg upp þó það sé ekkert tilefni. Enda á maður að lifa í núinu.“Ertu búin að ákveða jólakjólinn? „Eiginlega, nýjasta viðbótin í safninu fær líklega að njóta sín en það gæti breyst á síðustu stundu. Ég á reyndar þrjá síðkjóla en þeir verða ekki með í kjóladagatalinu. Einn þeirra er brúðarkjólinn minn og annar er bara of glyðrulegur,“ segir Hulda og skellir upp úr. „En ég er alls ekkert hætt að kaupa mér kjóla. Maður getur alltaf á sig kjólum bætt.“
Jólafréttir Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira