Búist við miklum fjölda ferðamanna á landinu um jól og áramót Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. desember 2015 15:40 Flugeldarnir á áramótunum á Íslandi eru á meðal þess sem trekkir að ferðamenn yfir hátíðirnar. vísir/pjetur Ekkert lát virðist vera á vinsældum Íslands sem áfangastaðar ferðamanna um jól og áramót en undanfarin ár hefur fjöldi ferðamanna lagt leið sína til landsins yfir hátíðirnar. Gamlárskvöld nýtur ekki síst mikilla vinsælda með öllum sínum brennum og flugeldum og er jafnan krökkt af ferðamönnum við Hallgrímskirkju þegar nýja árið gengur í garð. Að sögn Hildar Ómarsdóttur, forstöðumanns sölu- og markaðssviðs Icelandair Hótela, lítur allt út fyrir að fullbókað verði á hótelunum Hilton Nordica, Reykjavík Marina og Reykjavík Natura um áramótin og þá sé einnig mjög mikið búið að bóka um jólin. Samtals eru 640 herbergi á hótelunum þremur. „Í það heila er desember bara búinn að vera mjög góður og í raun betri en hann hefur verið áður. Þannig að þessi stöðuga aukning er líka að skila sér núna yfir veturinn,“ segir Hildur. Aðspurð hvaðan ferðamennirnir komi segir hún að þeir séu alls staðar úr heiminum en aukin tíðni flugferða til og frá Bandaríkjunum hafi meðal annars skilað sér í fleiri ferðamönnum þaðan.Mun fleiri veitingastaðir opnir á gamlárskvöld en aðfangadagskvöld Það gefur auga leið að þjónusta þarf ferðamennina yfir hátíðirnar og með auknum fjölda þeirra eykst til að mynda eftirspurn eftir því að veitingastaðir hafi opið á aðfangadags- og gamlárskvöld. Á heimasíðunni visitreykjavik.is má nálgast lista yfir þá veitingastaði og þau kaffihús sem hafa opið yfir jól og áramót en veitingastaðir hótela eru víða opnir, til dæmis á Hótel Borg og Hótel Sögu. Þá geta ferðamenn líka snætt jólamatinn á skyndibitastöðum eins og Hamborgarbúllunni og Ali Baba. „Við byrjum að setja þennan lista saman strax í september og erum í raun að uppfæra hann alveg fram að jólum þar sem það eru alltaf að bætast við fleiri staðir sem sjá fram á að hafa opið,“ segir Drífa Magnúsdóttir, verkefnastjóri Upplýsingamiðstöðvar ferðamanna í Reykjavík. Eins og listinn lítur út þegar þetta er skrifað eru mun fleiri staðir opnir á gamlárskvöld en aðfangadagskvöld, eða alls 42 á móti 22.„Stöðugur straumur af fólki“ Einar Bárðarson, rekstrarstjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Reykjavík Excursions, segir nokkur hundruð manns hafa bókað sig í ferðir hjá fyrirtækinu um jól og áramót. „Það er örlítið minni þjónusta á aðfangadag, það er við erum ekki með ferðir á aðfangadagskvöld, en aðra daga er þetta bara „business as usual““, segir Einar. Hann segist merkja aukningu í fjölda ferðamanna nú í desember. „Maður hélt kannski að það yrði eitthvað aðeins rólegra núna þessar vikur fyrir jól en það er bara stöðugur straumur af fólki,“ segir Einar. Mikil aukning hefur verið síðustu ár í þeim fjölda ferðamanna sem kemur til landsins. Í úttekt Samtaka ferðaþjónustunnar sem kynnt var fyrr í þessum mánuði kom fram að aukningin á þessu ári er 30 prósent frá fyrra ári og áætla samtökin að 1,3 milljónir ferðamanna muni hafa sótt Ísland heim í árslok. Ferðamennska á Íslandi Jólafréttir Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Ekkert lát virðist vera á vinsældum Íslands sem áfangastaðar ferðamanna um jól og áramót en undanfarin ár hefur fjöldi ferðamanna lagt leið sína til landsins yfir hátíðirnar. Gamlárskvöld nýtur ekki síst mikilla vinsælda með öllum sínum brennum og flugeldum og er jafnan krökkt af ferðamönnum við Hallgrímskirkju þegar nýja árið gengur í garð. Að sögn Hildar Ómarsdóttur, forstöðumanns sölu- og markaðssviðs Icelandair Hótela, lítur allt út fyrir að fullbókað verði á hótelunum Hilton Nordica, Reykjavík Marina og Reykjavík Natura um áramótin og þá sé einnig mjög mikið búið að bóka um jólin. Samtals eru 640 herbergi á hótelunum þremur. „Í það heila er desember bara búinn að vera mjög góður og í raun betri en hann hefur verið áður. Þannig að þessi stöðuga aukning er líka að skila sér núna yfir veturinn,“ segir Hildur. Aðspurð hvaðan ferðamennirnir komi segir hún að þeir séu alls staðar úr heiminum en aukin tíðni flugferða til og frá Bandaríkjunum hafi meðal annars skilað sér í fleiri ferðamönnum þaðan.Mun fleiri veitingastaðir opnir á gamlárskvöld en aðfangadagskvöld Það gefur auga leið að þjónusta þarf ferðamennina yfir hátíðirnar og með auknum fjölda þeirra eykst til að mynda eftirspurn eftir því að veitingastaðir hafi opið á aðfangadags- og gamlárskvöld. Á heimasíðunni visitreykjavik.is má nálgast lista yfir þá veitingastaði og þau kaffihús sem hafa opið yfir jól og áramót en veitingastaðir hótela eru víða opnir, til dæmis á Hótel Borg og Hótel Sögu. Þá geta ferðamenn líka snætt jólamatinn á skyndibitastöðum eins og Hamborgarbúllunni og Ali Baba. „Við byrjum að setja þennan lista saman strax í september og erum í raun að uppfæra hann alveg fram að jólum þar sem það eru alltaf að bætast við fleiri staðir sem sjá fram á að hafa opið,“ segir Drífa Magnúsdóttir, verkefnastjóri Upplýsingamiðstöðvar ferðamanna í Reykjavík. Eins og listinn lítur út þegar þetta er skrifað eru mun fleiri staðir opnir á gamlárskvöld en aðfangadagskvöld, eða alls 42 á móti 22.„Stöðugur straumur af fólki“ Einar Bárðarson, rekstrarstjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Reykjavík Excursions, segir nokkur hundruð manns hafa bókað sig í ferðir hjá fyrirtækinu um jól og áramót. „Það er örlítið minni þjónusta á aðfangadag, það er við erum ekki með ferðir á aðfangadagskvöld, en aðra daga er þetta bara „business as usual““, segir Einar. Hann segist merkja aukningu í fjölda ferðamanna nú í desember. „Maður hélt kannski að það yrði eitthvað aðeins rólegra núna þessar vikur fyrir jól en það er bara stöðugur straumur af fólki,“ segir Einar. Mikil aukning hefur verið síðustu ár í þeim fjölda ferðamanna sem kemur til landsins. Í úttekt Samtaka ferðaþjónustunnar sem kynnt var fyrr í þessum mánuði kom fram að aukningin á þessu ári er 30 prósent frá fyrra ári og áætla samtökin að 1,3 milljónir ferðamanna muni hafa sótt Ísland heim í árslok.
Ferðamennska á Íslandi Jólafréttir Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira