Nokkur orð um fjármögnun íslenskra háskóla Jón Atli Benediktsson skrifar 15. desember 2015 10:37 Árið 2005 gerðu Evrópsku háskólasamtökin (European University Association) úttekt á Háskóla Íslands og komst úttektarnefndin meðal annars að þeirri niðurstöðu að fjármögnun skólans væri verulega ábótavant. Spyrja má hvort eitthvað hafi breyst á þeim áratug sem nú er liðinn frá úttektinni. Við skulum skoða það nánar. Í samantekt mennta- og menningarmálaráðuneytisins úr Education at a Glance 2015 (EAG) frá 24. nóvember síðastliðnum er gerð grein fyrir stöðu Íslands út frá samanburði á menntatölfræði OECD-ríkjanna. Miðað er við tölur frá árinu 2012 og er þar meðal annars stutt ágrip af tilraun OECD til að varpa ljósi á áhrif alþjóðlegu efnahagskreppunnar 2008 á skólakerfi. Þar segir m.a.: „Útgjöld til háskólastigsins drógust saman frá 2008 til 2012 og voru orðin 14% lægri. Á móti kemur að nemendum fjölgaði, m.a. vegna slæms atvinnuástands. Þetta þýðir að útgjöld á hvern ársnema drógust saman um fimmtung frá 2008 til 2011. Tölur fyrir árið 2012 gefa vísbendingu um að þá hafi orðið viðsnúningur. Útgjöldin jukust á ný, nemendum fækkaði um eitt prósentustig þannig að útgjöld á hvern ársnemenda jukust milli ára. … Það bendir til að efnahagserfiðleikarnir hafi komið fyrr fram hér á landi og Ísland var farið að ná sér upp úr dýfunni árið 2012 á sama tíma og efnahagskreppan var farin að hafa meiri áhrif í öðrum löndum, eins og Írlandi, Spáni og Portúgal.“ Það er vissulega rétt að þróun útgjalda á hvern ársnema á háskólastigi (nemanda í fullu námi) frá árinu 2008 (á föstu verðlagi) sýnir meiri samdrátt árið 2011 (21,5%) en bæði árið á undan (16,4%) og árið á eftir (16,0%). Bendir það hugsanlega til þess að áhrif efnahagskreppunnar árið 2008 hafi verið að fullu komin fram árið 2011 og hagur háskólanna tekinn að vænkast árið 2012. Nemendafjöldi 2010, 2011 og 2012 bendir líka til þess að jafnvægi hafi náðst en samkvæmt tölum Hagstofunnar er lítil breyting á fjölda nemenda þessi þrjú ár (rúmlega 19 þúsund nemendur í háskólum á Íslandi) og fjölgunin sem varð á tímabilinu 2008-2010 virðist vera að mestu um garð gengin. Þessir útreikningar varpa hins vegar ekki ljósi nema á mjög takmarkaðan hluta af fjármögnun íslenskra háskóla og nauðsynlegt er að skoða stöðuna út frá lengra tímabili. Mikil fjölgun háskólanema hér á landi eftir árið 2000 og lægri framlög á hvern nemanda en í löndum sem við berum okkur saman við hefur valdið því að enn dregur í sundur með bæði Norðurlöndum og meðaltali af ríkjum OECD þegar litið er til framlaga á hvern ársnema. Þetta sést vel ef borin eru saman árin 2005 og 2012. Á mynd 1 sést að hlutfallslega hefur háskólanemum á Íslandi fjölgað mest (19,7%) en framlög aukist minnst (7,2%). Þetta hefur leitt til þess að framlög á hvern ársnema á Íslandi eru 10% lægri árið 2012 en þau voru árið 2005 (á föstu verðlagi). Þessi þróun hefur leitt til þess að útgjöld á háskólastigi á Íslandi á hvern ársnema árið 2012 eru hlutfallslega talsvert lægri en þau voru árið 2005 þegar bornar eru saman tölur frá hinum Norðurlöndunum (tölur frá Danmörku fyrir árið 2012 vantar) og meðaltal ríkja OECD og ESB (sjá mynd 2). Munurinn hefur í sumum tilvikum þrefaldast. Burtséð frá því hvort botni efnahagskreppunnar árið 2008 hafi verið náð í íslensku háskólakerfi árið 2011 er ljóst að markmið stjórnvalda (þ.á m. Vísinda- og tækniráðs) um að fjármögnun háskólakerfisins hér á landi verði að minnsta kosti sambærileg við meðaltal aðildarríkja OECD árið 2016 og Norðurlanda árið 2020 virðist standa fjær nú en áður og ljóst að miklar breytingar þurfa að koma til ef þau markmið eiga að nást á næstu árum.Með öðrum orðum, munurinn er að aukast, ekki minnka og því verður að breyta eigi íslenskir háskólar að geta vaxið og dafnað. Háskólar á Íslandi starfa í alþjóðlegu umhverfi og eigi þeir að vera samkeppnisfærir um starfsfólk, nemendur og öflun styrkja (svo eitthvað sé nefnt) verður fjármögnun þeirra að vera betri, raunar miklu betri. Vissulega hafa orðið miklar breytingar á íslensku háskólaumhverfi á undanförnum áratug eða frá þeim tíma sem skýrsla Evrópsku háskólasamtakanna um Háskóla Íslands kom út árið 2005. En við erum enn að kljást við sömu vandamálin, vanfjármagnaða háskóla. Birtingarmyndin er meðal annars lág laun, mikið álag og mjög hátt hlutfall nemenda á hvern kennara sem vissulega getur haft áhrif á gæði kennslu. Fullyrða má að hver króna sem sett er í háskólakerfið er vel nýtt en það má hins vegar ekki rugla saman vanfjármögnun og óeigingjörnu framlagi þeirrar sem starfa í háskólum við hagkvæmni því við núverandi fjármögnun verður ekki lengur búið eigi íslenskir háskólar að standast samkeppni á alþjóðavettvangi á næstu árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Atli Benediktsson Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2005 gerðu Evrópsku háskólasamtökin (European University Association) úttekt á Háskóla Íslands og komst úttektarnefndin meðal annars að þeirri niðurstöðu að fjármögnun skólans væri verulega ábótavant. Spyrja má hvort eitthvað hafi breyst á þeim áratug sem nú er liðinn frá úttektinni. Við skulum skoða það nánar. Í samantekt mennta- og menningarmálaráðuneytisins úr Education at a Glance 2015 (EAG) frá 24. nóvember síðastliðnum er gerð grein fyrir stöðu Íslands út frá samanburði á menntatölfræði OECD-ríkjanna. Miðað er við tölur frá árinu 2012 og er þar meðal annars stutt ágrip af tilraun OECD til að varpa ljósi á áhrif alþjóðlegu efnahagskreppunnar 2008 á skólakerfi. Þar segir m.a.: „Útgjöld til háskólastigsins drógust saman frá 2008 til 2012 og voru orðin 14% lægri. Á móti kemur að nemendum fjölgaði, m.a. vegna slæms atvinnuástands. Þetta þýðir að útgjöld á hvern ársnema drógust saman um fimmtung frá 2008 til 2011. Tölur fyrir árið 2012 gefa vísbendingu um að þá hafi orðið viðsnúningur. Útgjöldin jukust á ný, nemendum fækkaði um eitt prósentustig þannig að útgjöld á hvern ársnemenda jukust milli ára. … Það bendir til að efnahagserfiðleikarnir hafi komið fyrr fram hér á landi og Ísland var farið að ná sér upp úr dýfunni árið 2012 á sama tíma og efnahagskreppan var farin að hafa meiri áhrif í öðrum löndum, eins og Írlandi, Spáni og Portúgal.“ Það er vissulega rétt að þróun útgjalda á hvern ársnema á háskólastigi (nemanda í fullu námi) frá árinu 2008 (á föstu verðlagi) sýnir meiri samdrátt árið 2011 (21,5%) en bæði árið á undan (16,4%) og árið á eftir (16,0%). Bendir það hugsanlega til þess að áhrif efnahagskreppunnar árið 2008 hafi verið að fullu komin fram árið 2011 og hagur háskólanna tekinn að vænkast árið 2012. Nemendafjöldi 2010, 2011 og 2012 bendir líka til þess að jafnvægi hafi náðst en samkvæmt tölum Hagstofunnar er lítil breyting á fjölda nemenda þessi þrjú ár (rúmlega 19 þúsund nemendur í háskólum á Íslandi) og fjölgunin sem varð á tímabilinu 2008-2010 virðist vera að mestu um garð gengin. Þessir útreikningar varpa hins vegar ekki ljósi nema á mjög takmarkaðan hluta af fjármögnun íslenskra háskóla og nauðsynlegt er að skoða stöðuna út frá lengra tímabili. Mikil fjölgun háskólanema hér á landi eftir árið 2000 og lægri framlög á hvern nemanda en í löndum sem við berum okkur saman við hefur valdið því að enn dregur í sundur með bæði Norðurlöndum og meðaltali af ríkjum OECD þegar litið er til framlaga á hvern ársnema. Þetta sést vel ef borin eru saman árin 2005 og 2012. Á mynd 1 sést að hlutfallslega hefur háskólanemum á Íslandi fjölgað mest (19,7%) en framlög aukist minnst (7,2%). Þetta hefur leitt til þess að framlög á hvern ársnema á Íslandi eru 10% lægri árið 2012 en þau voru árið 2005 (á föstu verðlagi). Þessi þróun hefur leitt til þess að útgjöld á háskólastigi á Íslandi á hvern ársnema árið 2012 eru hlutfallslega talsvert lægri en þau voru árið 2005 þegar bornar eru saman tölur frá hinum Norðurlöndunum (tölur frá Danmörku fyrir árið 2012 vantar) og meðaltal ríkja OECD og ESB (sjá mynd 2). Munurinn hefur í sumum tilvikum þrefaldast. Burtséð frá því hvort botni efnahagskreppunnar árið 2008 hafi verið náð í íslensku háskólakerfi árið 2011 er ljóst að markmið stjórnvalda (þ.á m. Vísinda- og tækniráðs) um að fjármögnun háskólakerfisins hér á landi verði að minnsta kosti sambærileg við meðaltal aðildarríkja OECD árið 2016 og Norðurlanda árið 2020 virðist standa fjær nú en áður og ljóst að miklar breytingar þurfa að koma til ef þau markmið eiga að nást á næstu árum.Með öðrum orðum, munurinn er að aukast, ekki minnka og því verður að breyta eigi íslenskir háskólar að geta vaxið og dafnað. Háskólar á Íslandi starfa í alþjóðlegu umhverfi og eigi þeir að vera samkeppnisfærir um starfsfólk, nemendur og öflun styrkja (svo eitthvað sé nefnt) verður fjármögnun þeirra að vera betri, raunar miklu betri. Vissulega hafa orðið miklar breytingar á íslensku háskólaumhverfi á undanförnum áratug eða frá þeim tíma sem skýrsla Evrópsku háskólasamtakanna um Háskóla Íslands kom út árið 2005. En við erum enn að kljást við sömu vandamálin, vanfjármagnaða háskóla. Birtingarmyndin er meðal annars lág laun, mikið álag og mjög hátt hlutfall nemenda á hvern kennara sem vissulega getur haft áhrif á gæði kennslu. Fullyrða má að hver króna sem sett er í háskólakerfið er vel nýtt en það má hins vegar ekki rugla saman vanfjármögnun og óeigingjörnu framlagi þeirrar sem starfa í háskólum við hagkvæmni því við núverandi fjármögnun verður ekki lengur búið eigi íslenskir háskólar að standast samkeppni á alþjóðavettvangi á næstu árum.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun