Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar 21. október 2025 06:33 Örorkubyrði einstakra lífeyrissjóða og jöfnunarframlag ríkissjóðs til sjóða með mikla örorkubyrði hafa verið nokkuð í umræðunni á síðustu mánuðum. Í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að þetta jöfnunarframlag verði aflagt. Í sinni allra einföldustu mynd snýst málið um þetta: -Framlög lífeyrissjóða til örorkulífeyris eru að jafnaði tæp 11% af reiknuðum framtíðarskuldbindingum þeirra. -Þungi örorkugreiðslna er mjög mismikill á milli sjóða. Í sjóðum með hátt hlutfall verkafólks er örorkubyrðin að jafnaði hærri en hjá öðrum sjóðum (á bilinu 14-17%). -Mismikilli örorkubyrði milli sjóða hefur verið mætt með framlögum úr ríkissjóði. Að öðrum kosti væru ekki önnur ráð en að skerða ellilífeyri sjóðsfélaga til að standa undir örorkugreiðslum. -Sjóðsfélagar sjóða með háa örorkubyrði hafa ekki val um að færa framlög sín til sjóða með lægri örorkubyrði. Því er jöfnun örorkubyrða samfélagslegt réttlætismál. Eins og áður sagði er í frumvarpi til fjárlaga ekki gert ráð fyrir jöfnunarframlagi til að rétta hag sjóðsfélaga þeirra lífeyrissjóða sem búa við hæstu örorkubyrði. Sjóðsfélögum er ætlað að standa undir þeirri byrði sjálfir. Það er sérstaklega áhugavert í ljósi þess að sjóðsfélagar þessara sjóða eru að jafnaði með lægri laun og þar með talið lægri væntar lífeyrisgreiðslur en sjóðsfélagar í flestum öðrum lífeyrissjóðum. Á mannamáli þýðir ofangreint að launalægstu starfsmönnum á vinnumarkaði er ætlað að standa undir örorkubyrði vegna meðbræðra sinna í viðkomandi sjóðum. Þannig er þeim sem munu hafa lægstu lífeyrisgreiðslurnar við starfslok ætlað að bera áhættu vegna erfiðra vinnuskilyrða, sem kalla á hærri tíðni örorku. Með þessu verður til meiri ójöfnuður á milli ellilífeyrisþega en var á meðan viðkomandi aðilar voru enn á vinnumarkaði. Rétt er að hafa í huga að lífeyrissjóðir eru ekki fyrirtæki með eigið fé sem hægt er að nota í verkefni eins og að jafna örorkubyrði. Lífeyrissjóðir eru samlög sjóðsfélaga, sem eiga alla fjármuni í sjóðnum. Að óbreyttu munu þeir fjármunir sem þarf til að bera þetta tjón ekki koma úr vösum annarra en almennra sjóðsfélaga. Það eru engin önnur ráð til að bregðast við þessu en að skerða réttindi sjóðsfélaga, annaðhvort til ellilífeyris eða annarra greiðslna. Þessi umræða er miklum mun alvarlegri og mikilvægari fyrir samfélagsgerð okkar en að það eigi að taka hana sem eitthvað aukaatriði við gerð fjárlaga hvers árs. Það er löngu kominn tími til að þetta umhverfi sé rætt og grundvallarreglur séu mótaðar. Þessi málaflokkur er stærri og mikilvægari en svo að réttlætanlegt sé að vinnubrögð séu með þessum hætti. Þessi togstreita er þeim mun undarlegri í ljósi þess að nú situr við völd ríkisstjórn sem hefur talað með mjög skýrum hætti um að réttindi öryrkja skuli bætt. Það má ekki gerast á þann hátt að lægst launuðustu launþegar landsins greiði þá bót með lækkuðum ellilífeyrisgreiðslum. Slíkt er eingöngu til þess fallið að auka ójöfnuð í samfélagi okkar. Höfundur er formaður stjórnar Gildis lífeyrissjóðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Örorkubyrði einstakra lífeyrissjóða og jöfnunarframlag ríkissjóðs til sjóða með mikla örorkubyrði hafa verið nokkuð í umræðunni á síðustu mánuðum. Í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að þetta jöfnunarframlag verði aflagt. Í sinni allra einföldustu mynd snýst málið um þetta: -Framlög lífeyrissjóða til örorkulífeyris eru að jafnaði tæp 11% af reiknuðum framtíðarskuldbindingum þeirra. -Þungi örorkugreiðslna er mjög mismikill á milli sjóða. Í sjóðum með hátt hlutfall verkafólks er örorkubyrðin að jafnaði hærri en hjá öðrum sjóðum (á bilinu 14-17%). -Mismikilli örorkubyrði milli sjóða hefur verið mætt með framlögum úr ríkissjóði. Að öðrum kosti væru ekki önnur ráð en að skerða ellilífeyri sjóðsfélaga til að standa undir örorkugreiðslum. -Sjóðsfélagar sjóða með háa örorkubyrði hafa ekki val um að færa framlög sín til sjóða með lægri örorkubyrði. Því er jöfnun örorkubyrða samfélagslegt réttlætismál. Eins og áður sagði er í frumvarpi til fjárlaga ekki gert ráð fyrir jöfnunarframlagi til að rétta hag sjóðsfélaga þeirra lífeyrissjóða sem búa við hæstu örorkubyrði. Sjóðsfélögum er ætlað að standa undir þeirri byrði sjálfir. Það er sérstaklega áhugavert í ljósi þess að sjóðsfélagar þessara sjóða eru að jafnaði með lægri laun og þar með talið lægri væntar lífeyrisgreiðslur en sjóðsfélagar í flestum öðrum lífeyrissjóðum. Á mannamáli þýðir ofangreint að launalægstu starfsmönnum á vinnumarkaði er ætlað að standa undir örorkubyrði vegna meðbræðra sinna í viðkomandi sjóðum. Þannig er þeim sem munu hafa lægstu lífeyrisgreiðslurnar við starfslok ætlað að bera áhættu vegna erfiðra vinnuskilyrða, sem kalla á hærri tíðni örorku. Með þessu verður til meiri ójöfnuður á milli ellilífeyrisþega en var á meðan viðkomandi aðilar voru enn á vinnumarkaði. Rétt er að hafa í huga að lífeyrissjóðir eru ekki fyrirtæki með eigið fé sem hægt er að nota í verkefni eins og að jafna örorkubyrði. Lífeyrissjóðir eru samlög sjóðsfélaga, sem eiga alla fjármuni í sjóðnum. Að óbreyttu munu þeir fjármunir sem þarf til að bera þetta tjón ekki koma úr vösum annarra en almennra sjóðsfélaga. Það eru engin önnur ráð til að bregðast við þessu en að skerða réttindi sjóðsfélaga, annaðhvort til ellilífeyris eða annarra greiðslna. Þessi umræða er miklum mun alvarlegri og mikilvægari fyrir samfélagsgerð okkar en að það eigi að taka hana sem eitthvað aukaatriði við gerð fjárlaga hvers árs. Það er löngu kominn tími til að þetta umhverfi sé rætt og grundvallarreglur séu mótaðar. Þessi málaflokkur er stærri og mikilvægari en svo að réttlætanlegt sé að vinnubrögð séu með þessum hætti. Þessi togstreita er þeim mun undarlegri í ljósi þess að nú situr við völd ríkisstjórn sem hefur talað með mjög skýrum hætti um að réttindi öryrkja skuli bætt. Það má ekki gerast á þann hátt að lægst launuðustu launþegar landsins greiði þá bót með lækkuðum ellilífeyrisgreiðslum. Slíkt er eingöngu til þess fallið að auka ójöfnuð í samfélagi okkar. Höfundur er formaður stjórnar Gildis lífeyrissjóðs.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar