Styður hugmynd um stofnun umboðsmanns flóttamanna Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 15. desember 2015 07:00 Atli Viðar Thorstensson, sviðsstjóri hjá Rauða krossinum, fer yfir það sem betur mætti fara hjá stofnuninni. vísir/vilhelm „Ég fagna hugmynd um sérstakan umboðsmann hælisleitenda og flóttamanna,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs hjá Rauða krossinum, og segir að slík stofnun gæti verið góð viðbót í hagsmunagæslu þeirra.„Ég fagna líka áhuga þingmanna og allra á þessum málaflokki.“ Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar, segir Útlendingastofnun ekki hafa hagsmuni flóttamanna og hælisleitenda að leiðarljósi og finnst ekki æskilegt að innanríkisráðuneyti greiði Rauða krossinum fyrir að gæta hagsmuna þeirra. Hún lagði til stofnun umboðsmanns flóttamanna og hælisleitenda. Atli vísar því á bug að hagsmunum hælisleitenda og flóttamanna sé ekki borgið með samningi innanríkisráðuneytisins við Rauða krossinn. „Þetta er tiltölulega nýtt fyrirkomulag að lögfræðingar starfa í teymi á vegum Rauða krossins. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna telur þetta fyrirkomulag gott. Áður var gerður samningur við einstaka lögmenn og þá sneri gagnrýnin að því. Nú koma öll mál til Rauða krossins, þó að við göngum hart fram eða séum með læti, þá koma málin samt sem áður áfram til okkar. Við erum mannúðarsamtök sem vinnum að hagsmunum þeirra sem þurfa á hjálp að halda. Rauði krossinn hefur langa reynslu af hagsmunagæslu fyrir hælisleitendur og flóttafólk og hefur að auki ávallt aðgengi að nýjustu upplýsingum og reynslu þeirra sem vinna að þessum málum. Við erum með samstarfssamning við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og vinnum mjög náið með henni. Við erum líka hluti af ECRE, sem eru regnhlífarsamtök fyrir félagasamtök í Evrópu, sem vinna að hagsmunum flóttamanna.Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur skrifað bréf, bæði til Útlendingastofnunar og Rauða Krossins og spurt um verklag í kringum brottvísun albanskra fjölskyldna.vísir/gvaAtli segir teymisvinnuna verða til þess að í Rauða krossinum hafi fólk yfirsýn yfir málaflokkinn. Á föstudaginn í síðustu viku skrifaði Ólöf Nordal innanríkisráðherra Rauða krossinum bréf og bað um ábendingar um það sem mætti betur fara vegna umdeildrar brottvísunar albanskra fjölskyldna með veik börn. „Varðandi bréf innanríkisráðherra, þá fögnum við því og munum verða við beiðninni og senda okkar hugleiðingar, ábendingar og athugasemdir til ráðherra fljótlega. Það sem við munum fyrst fara yfir og meta er hvort framkvæmd stjórnvalda sé í samræmi við heimildir 12. gr. laga um útlendinga og þar með vilja löggjafans, segir Atli. Flóttamenn Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
„Ég fagna hugmynd um sérstakan umboðsmann hælisleitenda og flóttamanna,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs hjá Rauða krossinum, og segir að slík stofnun gæti verið góð viðbót í hagsmunagæslu þeirra.„Ég fagna líka áhuga þingmanna og allra á þessum málaflokki.“ Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar, segir Útlendingastofnun ekki hafa hagsmuni flóttamanna og hælisleitenda að leiðarljósi og finnst ekki æskilegt að innanríkisráðuneyti greiði Rauða krossinum fyrir að gæta hagsmuna þeirra. Hún lagði til stofnun umboðsmanns flóttamanna og hælisleitenda. Atli vísar því á bug að hagsmunum hælisleitenda og flóttamanna sé ekki borgið með samningi innanríkisráðuneytisins við Rauða krossinn. „Þetta er tiltölulega nýtt fyrirkomulag að lögfræðingar starfa í teymi á vegum Rauða krossins. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna telur þetta fyrirkomulag gott. Áður var gerður samningur við einstaka lögmenn og þá sneri gagnrýnin að því. Nú koma öll mál til Rauða krossins, þó að við göngum hart fram eða séum með læti, þá koma málin samt sem áður áfram til okkar. Við erum mannúðarsamtök sem vinnum að hagsmunum þeirra sem þurfa á hjálp að halda. Rauði krossinn hefur langa reynslu af hagsmunagæslu fyrir hælisleitendur og flóttafólk og hefur að auki ávallt aðgengi að nýjustu upplýsingum og reynslu þeirra sem vinna að þessum málum. Við erum með samstarfssamning við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og vinnum mjög náið með henni. Við erum líka hluti af ECRE, sem eru regnhlífarsamtök fyrir félagasamtök í Evrópu, sem vinna að hagsmunum flóttamanna.Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur skrifað bréf, bæði til Útlendingastofnunar og Rauða Krossins og spurt um verklag í kringum brottvísun albanskra fjölskyldna.vísir/gvaAtli segir teymisvinnuna verða til þess að í Rauða krossinum hafi fólk yfirsýn yfir málaflokkinn. Á föstudaginn í síðustu viku skrifaði Ólöf Nordal innanríkisráðherra Rauða krossinum bréf og bað um ábendingar um það sem mætti betur fara vegna umdeildrar brottvísunar albanskra fjölskyldna með veik börn. „Varðandi bréf innanríkisráðherra, þá fögnum við því og munum verða við beiðninni og senda okkar hugleiðingar, ábendingar og athugasemdir til ráðherra fljótlega. Það sem við munum fyrst fara yfir og meta er hvort framkvæmd stjórnvalda sé í samræmi við heimildir 12. gr. laga um útlendinga og þar með vilja löggjafans, segir Atli.
Flóttamenn Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira