Konfekt og kristin trú Ívar Halldórsson skrifar 14. desember 2015 15:21 „Trúleysingjar og fólk sem umber aðra trú en kristna trú eiga að sjá gæði kristinnar trúar endurspeglast í framkomu og samskiptum þeirra sem hafa helgað sig kristilegu lífi.“ Það er svo sem ekkert skrýtið að fjöldi trúleysingja og annara sé í nöp við kristna trú og fylgjendur hennar. Því miður hefur okkur kristna fólkinu brugðist bogalistinn í að ganga í fótspor fyrirmyndar okkar. Kristnir hafa oft gert þau slæmu mistök að setja sig á háan hest, eins og farisearnir voru frægir fyrir forðum daga, látið eins og þeir séu meira virði en þeir sem ekki hafa tekið trú. Kristnir prédika biblíulegan boðskap og láta svo oft eins og að þeir séu undanþegnir þeim fyrirmælum sem Kristur gaf fylgjendum sínum. Ég á sjálfur yndislega vini sem eru trúleysingjar. Þeir skilja ekki af hverju ég trúi því sem ég trúi, og öfugt - en skiptar skoðanir okkar koma ekki niður á vináttu okkar og virðingu fyrir hvorum öðrum. Kristnir eru pínulítið eins og konfektsölumenn. Þeir hafa ákveðið að helga líf sitt því að markaðssetja konfektið sem hefur gefið lífi þeirra gildi. Eins og í öðrum fyrirtækjum skiptir miklu máli að virðing sé borin fyrir þeim sem kynna sér vörur fyrirtækisins. En því miður eins og annars staðar eru margir kristnir konfektssölumenn að standa sig illa í mannlegum samskiptum á kostnað ljúffengra konfektmola. Sumir konfektsölumenn gera lítið úr þeim sem borða konfekt frá öðrum framleiðendum; gera jafnvel grín að konfektsmekk þeirra og leggja sig stundum svo lágt að ráðast gegn persónu þeirra sem vilja ekki þiggja konfektið þeirra. Þótt konfektið sé gott getur það verið beiskt í munni þeirra sem hafa fengið að kenna á slakri þjónustulund þeirra sem eiga að bera hag vörunnar fyrir brjósti. Þessir kristnu konfektsölumenn hafa ekki lagt sig fram um að láta gæði vörunnar endurspeglast í framkomu sinni við aðra. Konfektsölumenn þurfa nefnilega að bera virðingu fyrir uppskriftinni einu og sönnu, sem og starfsmannahandbókinni, ef konfektið á að fá góðar viðtökur hjá almenningi. Eins og staðan er í dag eru því miður of margir sem kenna sig við kristilegt konfekt að koma, með arfaslakri framkomu sinni, óorði á góða vöru - vöru sem á að færa gleði og hamingju. Konfektsölumenn eiga jú auðvitað að koma vel fram við alla – einnig þá sem þola ekki kristilega bragðið og neita að kaupa konfektið. Orðspor gæðavöru þarf ævinlega að vera gott meðal almennings ef viljinn er sá að fólk hugsi hlýtt til vörunnar. Það er breyskleiki hins mannlega þáttar sem því miður skyggir oft á gott konfekt og leitast eftir að upphefja eigin persónu með vörunni - á kostnað vörunnar sjálfrar. Einkar ófagmannlegt og mjög slæmt fyrir markaðshliðina á kynningu konfektsins. Auðvitað leggja sumir gagnrýnendur konfektsins til að uppskrift kristilegra konfektmola verði breytt og mótuð að smekk þeirra; þeir vilja kannski ljósara súkkulaði, minna af sykri, bæta við möndlum eða krókant, o.s.frv. Þó er gömul regla og góð að málamiðla ekki með sígilda vöru sem hefur þegar farið sigurför um heiminn. Að breyta aldagamalli uppskrift er ekki skynsamlegt, hvort sem um hina kristilegu konfektmola er að ræða, eða sígilda uppskrift Anton Berg konfektmolanna. Kristilegt konfekt er kærleiksríkt, góðviljað, öfundar ekki og umber allt. Trúleysingjar og fólk sem umber aðra trú en kristna trú eiga að sjá gæði kristinnar trúar endurspeglast í framkomu og samskiptum þeirra sem hafa helgað sig kristilegu lífi. Ég er sjálfur langt frá því að vera fullkominn og viðurkenni það fúslega - er engu betri maður en aðrar persónur í okkar frábæra samfélagi. Ég vil læra af mistökum mínum og koma þannig í veg fyrir að endurtaka eitthvað sem kann að hafa móðgað aðra. Ég vil lifa í sátt við menn og konur óháð trúarskoðunum, hefðum, hneigðum og konfektsmekk þeirra. Fyrir hönd þeirra sem hefur brugðist bogalistinn í að vera heiðarlegir, kærleiksríkir og umburðarlyndir erindrekar Krists, vil ég biðja þá sem hafa fengið slæma þjónustu hjá kristnum konfektsölumönnum, afsökunar. Þá vil ég skora á þá sem kenna sig við kristna trú að fara eftir uppskriftabókinni sinni - ekki breyta klassískri uppskriftinni en leggið ykkur fram um að bæta þjónustuna við nágrannann. Gleðileg konfektjól! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
„Trúleysingjar og fólk sem umber aðra trú en kristna trú eiga að sjá gæði kristinnar trúar endurspeglast í framkomu og samskiptum þeirra sem hafa helgað sig kristilegu lífi.“ Það er svo sem ekkert skrýtið að fjöldi trúleysingja og annara sé í nöp við kristna trú og fylgjendur hennar. Því miður hefur okkur kristna fólkinu brugðist bogalistinn í að ganga í fótspor fyrirmyndar okkar. Kristnir hafa oft gert þau slæmu mistök að setja sig á háan hest, eins og farisearnir voru frægir fyrir forðum daga, látið eins og þeir séu meira virði en þeir sem ekki hafa tekið trú. Kristnir prédika biblíulegan boðskap og láta svo oft eins og að þeir séu undanþegnir þeim fyrirmælum sem Kristur gaf fylgjendum sínum. Ég á sjálfur yndislega vini sem eru trúleysingjar. Þeir skilja ekki af hverju ég trúi því sem ég trúi, og öfugt - en skiptar skoðanir okkar koma ekki niður á vináttu okkar og virðingu fyrir hvorum öðrum. Kristnir eru pínulítið eins og konfektsölumenn. Þeir hafa ákveðið að helga líf sitt því að markaðssetja konfektið sem hefur gefið lífi þeirra gildi. Eins og í öðrum fyrirtækjum skiptir miklu máli að virðing sé borin fyrir þeim sem kynna sér vörur fyrirtækisins. En því miður eins og annars staðar eru margir kristnir konfektssölumenn að standa sig illa í mannlegum samskiptum á kostnað ljúffengra konfektmola. Sumir konfektsölumenn gera lítið úr þeim sem borða konfekt frá öðrum framleiðendum; gera jafnvel grín að konfektsmekk þeirra og leggja sig stundum svo lágt að ráðast gegn persónu þeirra sem vilja ekki þiggja konfektið þeirra. Þótt konfektið sé gott getur það verið beiskt í munni þeirra sem hafa fengið að kenna á slakri þjónustulund þeirra sem eiga að bera hag vörunnar fyrir brjósti. Þessir kristnu konfektsölumenn hafa ekki lagt sig fram um að láta gæði vörunnar endurspeglast í framkomu sinni við aðra. Konfektsölumenn þurfa nefnilega að bera virðingu fyrir uppskriftinni einu og sönnu, sem og starfsmannahandbókinni, ef konfektið á að fá góðar viðtökur hjá almenningi. Eins og staðan er í dag eru því miður of margir sem kenna sig við kristilegt konfekt að koma, með arfaslakri framkomu sinni, óorði á góða vöru - vöru sem á að færa gleði og hamingju. Konfektsölumenn eiga jú auðvitað að koma vel fram við alla – einnig þá sem þola ekki kristilega bragðið og neita að kaupa konfektið. Orðspor gæðavöru þarf ævinlega að vera gott meðal almennings ef viljinn er sá að fólk hugsi hlýtt til vörunnar. Það er breyskleiki hins mannlega þáttar sem því miður skyggir oft á gott konfekt og leitast eftir að upphefja eigin persónu með vörunni - á kostnað vörunnar sjálfrar. Einkar ófagmannlegt og mjög slæmt fyrir markaðshliðina á kynningu konfektsins. Auðvitað leggja sumir gagnrýnendur konfektsins til að uppskrift kristilegra konfektmola verði breytt og mótuð að smekk þeirra; þeir vilja kannski ljósara súkkulaði, minna af sykri, bæta við möndlum eða krókant, o.s.frv. Þó er gömul regla og góð að málamiðla ekki með sígilda vöru sem hefur þegar farið sigurför um heiminn. Að breyta aldagamalli uppskrift er ekki skynsamlegt, hvort sem um hina kristilegu konfektmola er að ræða, eða sígilda uppskrift Anton Berg konfektmolanna. Kristilegt konfekt er kærleiksríkt, góðviljað, öfundar ekki og umber allt. Trúleysingjar og fólk sem umber aðra trú en kristna trú eiga að sjá gæði kristinnar trúar endurspeglast í framkomu og samskiptum þeirra sem hafa helgað sig kristilegu lífi. Ég er sjálfur langt frá því að vera fullkominn og viðurkenni það fúslega - er engu betri maður en aðrar persónur í okkar frábæra samfélagi. Ég vil læra af mistökum mínum og koma þannig í veg fyrir að endurtaka eitthvað sem kann að hafa móðgað aðra. Ég vil lifa í sátt við menn og konur óháð trúarskoðunum, hefðum, hneigðum og konfektsmekk þeirra. Fyrir hönd þeirra sem hefur brugðist bogalistinn í að vera heiðarlegir, kærleiksríkir og umburðarlyndir erindrekar Krists, vil ég biðja þá sem hafa fengið slæma þjónustu hjá kristnum konfektsölumönnum, afsökunar. Þá vil ég skora á þá sem kenna sig við kristna trú að fara eftir uppskriftabókinni sinni - ekki breyta klassískri uppskriftinni en leggið ykkur fram um að bæta þjónustuna við nágrannann. Gleðileg konfektjól!
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun