Sævar Helgi um bestu loftsteinadrífu ársins: „Hvet landsmenn til að horfa til himins næstu kvöld“ Atli Ísleifsson skrifar 12. desember 2015 13:08 Sævar Helgi segir best að fara út úr bænum til að losna við ljósmengunina og horfa til himins í klukkutíma eða tvo. Vísir/GVA Búast má við allt að 120 stjörnuhröpum á klukkustund þegar loftsteinadrífan Geminítar nær hámarki á sunnudags- og mánudagskvöld. Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, bendir á að þó að drífan nái hámarki annað kvöld og á mánudagskvöld þá séu góðar líkur á að eitthvað muni sjást í kvöld, enda veðurspáin ágæt víða á landinu. „Ég hvet því landsmenn til að líta til himins líka í kvöld.“ Sævar Helgi segir Geminítar vera árlega loftsteinadrífu sem ávallt sé skemmtilegt að fylgjast með þar sem mögulegt sé að sjá mörg stjörnuhröp á stuttum tíma. „Þau geta orðið býsna björt og áberandi. Fólk hefur verið að taka eftir stjörnuhröpum úr þessari drífu undanfarna daga svo það er um að gera að fylgjast með.“Farið úr bænum Sævar Helgi segir best að fara út úr bænum til að losna við ljósmengunina og horfa til himins í klukkutíma eða tvo. „Svo má náttúrulega njóta norðurljósanna í leiðinni. Það fer reyndar eftir hvað klukkan er hjá fólki en það er gott að finna stjörnumerkið Tvíburana, sem er rétt hjá Orion, sem margir kannast við, og horfa í þá átt, en á þeim slóðum ætti fólk að geta séð stjörnuhröp. Galdurinn er þá að klæða sig vel, taka með sér eitthvað heitt að drekka, kakó eða eitthvað, horfa til himins og njóta dýrðarinnar.“ Aðstæður til að fylgjast með Geminítum þetta árið eru góðar því tunglið er vaxandi sigð, aðeins nokkurra daga gamalt og truflar þess vegna ekkert. Á vef Stjörnufræðivefsins segir að flestar loftsteinadrífur megi rekja til ísagna sem hafi losnað af halastjörnum á leið þeirra í kringum sólina. „En Geminítar eru harla óvenjulegir. Þá má nefnilega rekja til smástirnis – ekki halastjörnu. Smástirnið nefnist 3200 Phaethon og er aðeins 5 km að stærð. Ef til vill hefur efni losnað af því þegar það gerðist nærgöngult við sólina. Satt að segja er það þó ekki vitað.“ Fréttir ársins 2015 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Innlent Fleiri fréttir Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Sjá meira
Búast má við allt að 120 stjörnuhröpum á klukkustund þegar loftsteinadrífan Geminítar nær hámarki á sunnudags- og mánudagskvöld. Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, bendir á að þó að drífan nái hámarki annað kvöld og á mánudagskvöld þá séu góðar líkur á að eitthvað muni sjást í kvöld, enda veðurspáin ágæt víða á landinu. „Ég hvet því landsmenn til að líta til himins líka í kvöld.“ Sævar Helgi segir Geminítar vera árlega loftsteinadrífu sem ávallt sé skemmtilegt að fylgjast með þar sem mögulegt sé að sjá mörg stjörnuhröp á stuttum tíma. „Þau geta orðið býsna björt og áberandi. Fólk hefur verið að taka eftir stjörnuhröpum úr þessari drífu undanfarna daga svo það er um að gera að fylgjast með.“Farið úr bænum Sævar Helgi segir best að fara út úr bænum til að losna við ljósmengunina og horfa til himins í klukkutíma eða tvo. „Svo má náttúrulega njóta norðurljósanna í leiðinni. Það fer reyndar eftir hvað klukkan er hjá fólki en það er gott að finna stjörnumerkið Tvíburana, sem er rétt hjá Orion, sem margir kannast við, og horfa í þá átt, en á þeim slóðum ætti fólk að geta séð stjörnuhröp. Galdurinn er þá að klæða sig vel, taka með sér eitthvað heitt að drekka, kakó eða eitthvað, horfa til himins og njóta dýrðarinnar.“ Aðstæður til að fylgjast með Geminítum þetta árið eru góðar því tunglið er vaxandi sigð, aðeins nokkurra daga gamalt og truflar þess vegna ekkert. Á vef Stjörnufræðivefsins segir að flestar loftsteinadrífur megi rekja til ísagna sem hafi losnað af halastjörnum á leið þeirra í kringum sólina. „En Geminítar eru harla óvenjulegir. Þá má nefnilega rekja til smástirnis – ekki halastjörnu. Smástirnið nefnist 3200 Phaethon og er aðeins 5 km að stærð. Ef til vill hefur efni losnað af því þegar það gerðist nærgöngult við sólina. Satt að segja er það þó ekki vitað.“
Fréttir ársins 2015 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Innlent Fleiri fréttir Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Sjá meira