Heimir á sér enga óskamótherja | EM-drátturinn í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. desember 2015 09:00 Þjálfarateymi íslenska liðsins. Vísir/Getty Í fyrsta sinn verður nafn Íslands í hattinum fræga þegar dregið verður í riðla fyrir Evrópumeistaramót A-landsliða karla í knattspyrnu. Um er að ræða sögulega stund og augnablik sem margir knattspyrnuunnendur hér á landi hafa beðið eftir óralengi. Rúmir þrír mánuðir eru síðan að Ísland tryggði sér þátttökurétt í keppninni, þann 6. september. Ísland varð aðeins þriðja þjóðin til að komast upp úr undankeppninni en næstu vikur og mánuði á eftir bættust 20 þjóðir við og hafa menn velt mögulegri niðurröðun í riðla fyrir sér síðan þá. Í þeim hópi er þó ekki Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands. Hann hefur, eins og gefur að skilja, verið margspurður út í hvort hann eigi sér óskariðil. Fréttablaðið gerði slíkt hið sama í gær. „Auðvitað verður spennandi að sjá hverjum við mætum en ég á mér enga óskamótherja. Það er kannski leiðinlegt svar en ég verð að vera heiðarlegur með það,“ sagði Heimir í léttum dúr. „Við tökum því sem höndum ber.“Staðsetningin mikilvægari Íslenski EM-hópurinn verður staðsettur í Annecy í austurhluta Frakklands, 50 þúsund manna bæ við Annecy-vatn, skammt frá landamærunum við Ítalíu og Sviss. Lyon og Saint-Etienne eru ekki langt undan en í kvöld kemur í ljós í hvaða borgum Ísland mun spila. „Þetta snýst að stórum hluta um að fá að vita hvar við munum einmitt spila og hvort við þurfum að leggjast í löng ferðalög til að komast í leikina. Hverjum við mætum er svo aukaatriði,“ segir Heimir sem er nú ásamt Lars Lagerbäck, hinum landsliðsþjálfaranum, og fylgdarliði KSÍ staddur í Frakklandi. Hann segist gera sér vel grein fyrir því að dagurinn í dag sé stór stund fyrir aðdáendur landsliðsins. „Þetta er risastórt dæmi og við fáum í dag rétt svo forsmekkinn af því hversu stórt þetta verður í sumar. Ég held að fólkið heima geri sér ekki almennilega grein fyrir hversu umfangsmikið þetta verður. Það er alveg ljóst að þetta mun vera mikil lyftistöng fyrir fótboltann á Íslandi og við munum vonandi fara vel með það.“ EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Tengdar fréttir UEFA.com segir líklegt að Alfreð taki byrjunarliðssætið af Jóni Daða Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fær mikla athygli á næstu dögum enda allar helstu knattspyrnuþjóðir Evrópu farnar að telja niður fyrir EM-dráttinn á laugardaginn. 10. desember 2015 17:49 Guardian setur Ísland fyrir ofan Rússland, Wales og Svíþjóð | 13. besta liðið á EM Íslenska karlalandsliðið er með þrettánda besta landsliðið á Evrópumótinu í Frakklandi næsta sumar samkvæmt mati blaðamanna Guardian. 10. desember 2015 16:15 Verður laugardagurinn til lukku? Dregið verður til riðlakeppni EM 2016 í fótbolta á laugardaginn þar sem strákarnir okkar verða í fyrsta sinn í pottinum. Mikil spenna ríkir fyrir drættinum en Fréttablaðið setur hér upp fjórar gerðir af mögulegum riðlum. 10. desember 2015 07:00 Þetta þarftu að vita um miðasöluna á EM 2016 í fótbolta Miðasalan opnar 14. desember tveimur dögum eftir að dregið verður í riðla. 10. desember 2015 09:30 Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira
Í fyrsta sinn verður nafn Íslands í hattinum fræga þegar dregið verður í riðla fyrir Evrópumeistaramót A-landsliða karla í knattspyrnu. Um er að ræða sögulega stund og augnablik sem margir knattspyrnuunnendur hér á landi hafa beðið eftir óralengi. Rúmir þrír mánuðir eru síðan að Ísland tryggði sér þátttökurétt í keppninni, þann 6. september. Ísland varð aðeins þriðja þjóðin til að komast upp úr undankeppninni en næstu vikur og mánuði á eftir bættust 20 þjóðir við og hafa menn velt mögulegri niðurröðun í riðla fyrir sér síðan þá. Í þeim hópi er þó ekki Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands. Hann hefur, eins og gefur að skilja, verið margspurður út í hvort hann eigi sér óskariðil. Fréttablaðið gerði slíkt hið sama í gær. „Auðvitað verður spennandi að sjá hverjum við mætum en ég á mér enga óskamótherja. Það er kannski leiðinlegt svar en ég verð að vera heiðarlegur með það,“ sagði Heimir í léttum dúr. „Við tökum því sem höndum ber.“Staðsetningin mikilvægari Íslenski EM-hópurinn verður staðsettur í Annecy í austurhluta Frakklands, 50 þúsund manna bæ við Annecy-vatn, skammt frá landamærunum við Ítalíu og Sviss. Lyon og Saint-Etienne eru ekki langt undan en í kvöld kemur í ljós í hvaða borgum Ísland mun spila. „Þetta snýst að stórum hluta um að fá að vita hvar við munum einmitt spila og hvort við þurfum að leggjast í löng ferðalög til að komast í leikina. Hverjum við mætum er svo aukaatriði,“ segir Heimir sem er nú ásamt Lars Lagerbäck, hinum landsliðsþjálfaranum, og fylgdarliði KSÍ staddur í Frakklandi. Hann segist gera sér vel grein fyrir því að dagurinn í dag sé stór stund fyrir aðdáendur landsliðsins. „Þetta er risastórt dæmi og við fáum í dag rétt svo forsmekkinn af því hversu stórt þetta verður í sumar. Ég held að fólkið heima geri sér ekki almennilega grein fyrir hversu umfangsmikið þetta verður. Það er alveg ljóst að þetta mun vera mikil lyftistöng fyrir fótboltann á Íslandi og við munum vonandi fara vel með það.“
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Tengdar fréttir UEFA.com segir líklegt að Alfreð taki byrjunarliðssætið af Jóni Daða Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fær mikla athygli á næstu dögum enda allar helstu knattspyrnuþjóðir Evrópu farnar að telja niður fyrir EM-dráttinn á laugardaginn. 10. desember 2015 17:49 Guardian setur Ísland fyrir ofan Rússland, Wales og Svíþjóð | 13. besta liðið á EM Íslenska karlalandsliðið er með þrettánda besta landsliðið á Evrópumótinu í Frakklandi næsta sumar samkvæmt mati blaðamanna Guardian. 10. desember 2015 16:15 Verður laugardagurinn til lukku? Dregið verður til riðlakeppni EM 2016 í fótbolta á laugardaginn þar sem strákarnir okkar verða í fyrsta sinn í pottinum. Mikil spenna ríkir fyrir drættinum en Fréttablaðið setur hér upp fjórar gerðir af mögulegum riðlum. 10. desember 2015 07:00 Þetta þarftu að vita um miðasöluna á EM 2016 í fótbolta Miðasalan opnar 14. desember tveimur dögum eftir að dregið verður í riðla. 10. desember 2015 09:30 Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira
UEFA.com segir líklegt að Alfreð taki byrjunarliðssætið af Jóni Daða Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fær mikla athygli á næstu dögum enda allar helstu knattspyrnuþjóðir Evrópu farnar að telja niður fyrir EM-dráttinn á laugardaginn. 10. desember 2015 17:49
Guardian setur Ísland fyrir ofan Rússland, Wales og Svíþjóð | 13. besta liðið á EM Íslenska karlalandsliðið er með þrettánda besta landsliðið á Evrópumótinu í Frakklandi næsta sumar samkvæmt mati blaðamanna Guardian. 10. desember 2015 16:15
Verður laugardagurinn til lukku? Dregið verður til riðlakeppni EM 2016 í fótbolta á laugardaginn þar sem strákarnir okkar verða í fyrsta sinn í pottinum. Mikil spenna ríkir fyrir drættinum en Fréttablaðið setur hér upp fjórar gerðir af mögulegum riðlum. 10. desember 2015 07:00
Þetta þarftu að vita um miðasöluna á EM 2016 í fótbolta Miðasalan opnar 14. desember tveimur dögum eftir að dregið verður í riðla. 10. desember 2015 09:30