Þáttaröðin Atvinnumennirnir okkar 2 hefst á sunnudaginn klukkan 20.05 á Stöð 2, en Auðunn Blöndal mun þar sækja Aron Einar Gunnarsson, fyrirliða karlalandsliðsins í fótbolta og leikmann Cardiff.
Þetta er önnur þáttaröð Atvinnumannanna okkar þar sem skyggnst er inn í líf fremstu atvinnumanna þjóðarinnar.
Í spilaranum má sjá brot úr þættinum sem sýndur verður á sunnudag, þar sem sjá má þá Aron Einar og Auðunn etja kappi í go-kart.
Auðunn heimsækir í þáttunum þau Aron Einar Gunnarsson, Gylfa Þór Sigurðsson, Söru Björk Gunnarsdóttur, Kolbein Sigþórsson, Emil Hallfreðsson og Aron Pálmarsson á sínum heimavöllum.
