Segir leiðinlegt að skemmdarverk hafi verið unnin á húsnæði Útlendingastofnunar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. desember 2015 14:11 Orðið "fasistar" var málað á húsnæði Útlendingastofnunar í gær. vísir/gva Skemmdarverk sem unnin voru á húsnæði Útlendingastofnunar í gærkvöldi voru tilkynnt til lögreglu sem kom á staðinn í morgun, skoðaði vettvang og gerði skýrslu, en eins og greint var frá í gær var krotað á veggi stofnunarinnar orðið „Fasistar.“ Ekki var búið að þrífa krotið af í morgun þegar ljósmyndara Vísis bar að garði en samkvæmt Kristínu Maríu Gunnarsdóttur, staðgengli forstjóra Útlendingastofnunar, var það gert eftir að lögregla hafði komið og skoðað vettvanginn. Aðspurð hvernig starfsfólki hafi orðið við í morgun þegar það mætti til vinnu, segir hún: „Þetta er náttúrulega voða leiðinlegt, þú getur rétt ímyndað þér. Það er náttúrulega bara fólk að vinna hérna sem auðvitað líður illa yfir þessu. Hér eru líka bara allir að reyna að gera sitt besta þannig að þetta er ósköp leiðinlegt verð ég segja.“ Þá nefnir Kristín fjölmiðlaumfjöllun seinustu daga um málefni flóttamanna og hælisleitenda og segir að umfjöllun um Útlendingastofnun hafi verið óvægin. Það spili þó inn í að stofnunin megi ekki tjá sig um einstök mál. „Umfjöllunin verður því oft kannski svolítið einhliða. Það er samt ágætt að það sé fjallað um þessi mál í fjölmiðlum og ég fagna því en við munum væntanlega líka bregðast við og fara að fyrra bragði að fjalla um mál. Koma til dæmis upplýsingum á framfæri varðandi það þegar fólki er veitt hæli og vera meira áberandi að því leyti. Þetta er kannski eitthvað ákall á það að veita meiri upplýsingar.“Málað var með rauðri málningu á glugga stofnunarinnar.vísir/gva Flóttamenn Tengdar fréttir Búið að krota „Fasistar“ á Útlendingastofnun Ákvörðun stofnunarinnar um að senda 27 einstaklinga sem sótt höfðu um dvalarleyfi, frá landi í nótt og í morgun hefur mætt mikilli gagnrýni og umtalsverði reiði. 10. desember 2015 23:22 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Skemmdarverk sem unnin voru á húsnæði Útlendingastofnunar í gærkvöldi voru tilkynnt til lögreglu sem kom á staðinn í morgun, skoðaði vettvang og gerði skýrslu, en eins og greint var frá í gær var krotað á veggi stofnunarinnar orðið „Fasistar.“ Ekki var búið að þrífa krotið af í morgun þegar ljósmyndara Vísis bar að garði en samkvæmt Kristínu Maríu Gunnarsdóttur, staðgengli forstjóra Útlendingastofnunar, var það gert eftir að lögregla hafði komið og skoðað vettvanginn. Aðspurð hvernig starfsfólki hafi orðið við í morgun þegar það mætti til vinnu, segir hún: „Þetta er náttúrulega voða leiðinlegt, þú getur rétt ímyndað þér. Það er náttúrulega bara fólk að vinna hérna sem auðvitað líður illa yfir þessu. Hér eru líka bara allir að reyna að gera sitt besta þannig að þetta er ósköp leiðinlegt verð ég segja.“ Þá nefnir Kristín fjölmiðlaumfjöllun seinustu daga um málefni flóttamanna og hælisleitenda og segir að umfjöllun um Útlendingastofnun hafi verið óvægin. Það spili þó inn í að stofnunin megi ekki tjá sig um einstök mál. „Umfjöllunin verður því oft kannski svolítið einhliða. Það er samt ágætt að það sé fjallað um þessi mál í fjölmiðlum og ég fagna því en við munum væntanlega líka bregðast við og fara að fyrra bragði að fjalla um mál. Koma til dæmis upplýsingum á framfæri varðandi það þegar fólki er veitt hæli og vera meira áberandi að því leyti. Þetta er kannski eitthvað ákall á það að veita meiri upplýsingar.“Málað var með rauðri málningu á glugga stofnunarinnar.vísir/gva
Flóttamenn Tengdar fréttir Búið að krota „Fasistar“ á Útlendingastofnun Ákvörðun stofnunarinnar um að senda 27 einstaklinga sem sótt höfðu um dvalarleyfi, frá landi í nótt og í morgun hefur mætt mikilli gagnrýni og umtalsverði reiði. 10. desember 2015 23:22 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Búið að krota „Fasistar“ á Útlendingastofnun Ákvörðun stofnunarinnar um að senda 27 einstaklinga sem sótt höfðu um dvalarleyfi, frá landi í nótt og í morgun hefur mætt mikilli gagnrýni og umtalsverði reiði. 10. desember 2015 23:22