Aðstæður í Albaníu óboðlegar börnum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Snærós Sindradóttir skrifa 11. desember 2015 14:00 Saga Arjan var sögð í fréttum Stöðvar 2. Hann er átta mánaða gamall með hjartagalla sem krefst skurðaðgerðar. Vísir/Stöð2 Að minnsta kosti tvö langveik börn voru í hópi þeirra 27 Albana sem sendir voru úr landi aðfaranótt fimmtudags. Hinn þriggja ára gamli Kevi er með slímseigjusjúkdóm og hinn átta mánaða gamli Arjan fæddist með opna fósturæð og op á milli hjartagátta. Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, segir að þrátt fyrir að stofnuninni sé ekki heimilt að hafa samband við yfirvöld í heimaríki hælisleitenda þá séu aðstæður kannaðar þar áður en hælisleitendur eru sendir úr landi. „Ef þjónustan er ekki til staðar sem viðkomandi þarf á að halda þá veitum við dvalarleyfi af mannúðarástæðum,“ segir Kristín. Samkvæmt skýrslu Landinfo, greiningardeildar innan útlendingaeftirlitsins í Noregi, frá því í september er Albanía eitt fátækasta ríki Evrópu. Þar segir að þótt lagaramminn varðandi vernd barna sé til staðar þá sé almennt litið svo á að barnavernd sé ábótavant. Velferðarkerfi fyrir börn sé ófullnægjandi, þar skorti nauðsynlega þjónustu og mörg börn hljóti ekki opinbera þjónustu þegar þau þurfa á henni að halda.Ólöf Nordal innanríkisráðherraÓlöf Nordal innanríkisráðherra segist ætla að fara yfir það hvort með einhverjum hætti sé hægt að bæta úr framkvæmd í útlendingamálum. Í júlí greindi Fréttablaðið frá því að sjö Albanar, þar af foreldrar með barn, hefðu verið sendir fyrirvaralaust úr landi með sama hætti og nú var gert. Þá gerði Ólöf engar athugasemdir við brottflutninginn og sagði hann í samræmi við þær reglur sem gilda í málaflokknum. Á síðastliðnum tveimur árum hefur engum Albönum verið veitt hæli hér á landi. Þetta staðfesti Skúli Á. Sigurðsson, lögfræðingur hjá Útlendingastofnun, við Fréttablaðið þann 19. október síðastliðinn og sagði: „Yfirleitt er ástandið í Albaníu þannig að fólk er ekki í hættu og á því ekki rétt á vernd.“ Alls eru 34 prósent þeirra sem sótt hafa um vernd á Íslandi það sem af er ári frá Albaníu. Flóttamenn Fréttir af flugi Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Að minnsta kosti tvö langveik börn voru í hópi þeirra 27 Albana sem sendir voru úr landi aðfaranótt fimmtudags. Hinn þriggja ára gamli Kevi er með slímseigjusjúkdóm og hinn átta mánaða gamli Arjan fæddist með opna fósturæð og op á milli hjartagátta. Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, segir að þrátt fyrir að stofnuninni sé ekki heimilt að hafa samband við yfirvöld í heimaríki hælisleitenda þá séu aðstæður kannaðar þar áður en hælisleitendur eru sendir úr landi. „Ef þjónustan er ekki til staðar sem viðkomandi þarf á að halda þá veitum við dvalarleyfi af mannúðarástæðum,“ segir Kristín. Samkvæmt skýrslu Landinfo, greiningardeildar innan útlendingaeftirlitsins í Noregi, frá því í september er Albanía eitt fátækasta ríki Evrópu. Þar segir að þótt lagaramminn varðandi vernd barna sé til staðar þá sé almennt litið svo á að barnavernd sé ábótavant. Velferðarkerfi fyrir börn sé ófullnægjandi, þar skorti nauðsynlega þjónustu og mörg börn hljóti ekki opinbera þjónustu þegar þau þurfa á henni að halda.Ólöf Nordal innanríkisráðherraÓlöf Nordal innanríkisráðherra segist ætla að fara yfir það hvort með einhverjum hætti sé hægt að bæta úr framkvæmd í útlendingamálum. Í júlí greindi Fréttablaðið frá því að sjö Albanar, þar af foreldrar með barn, hefðu verið sendir fyrirvaralaust úr landi með sama hætti og nú var gert. Þá gerði Ólöf engar athugasemdir við brottflutninginn og sagði hann í samræmi við þær reglur sem gilda í málaflokknum. Á síðastliðnum tveimur árum hefur engum Albönum verið veitt hæli hér á landi. Þetta staðfesti Skúli Á. Sigurðsson, lögfræðingur hjá Útlendingastofnun, við Fréttablaðið þann 19. október síðastliðinn og sagði: „Yfirleitt er ástandið í Albaníu þannig að fólk er ekki í hættu og á því ekki rétt á vernd.“ Alls eru 34 prósent þeirra sem sótt hafa um vernd á Íslandi það sem af er ári frá Albaníu.
Flóttamenn Fréttir af flugi Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira