Förðun er eitt form tjáningar Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 10. desember 2015 14:16 Jólaförðun. Lovísa er sérstaklega hrifin af gylltu í kringum augu og rauðum vörum. myndir/makeupbylovisa Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir hefur nýlokið námi í förðunarfræðum en þar á undan kláraði hún stjórnmálafræði. Hún segir förðun miklu meira en bara tól til að gera sig fína og fjölbreytileikinn sé allsráðandi.„Ég lærði förðun hjá snillingunum í Reykjavík Make up School. Metnaður þeirra í garð nemenda er aðdáunarverður og ég sé ekki eftir að hafa valið þann skóla,“ segir Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir, nýútskrifaður förðunarfræðingur og forfallin áhugamanneskja um förðun.Lovísa er einnig stjórnmálafræðingur og segir stjórnmál og förðun fara vel saman. „Stjórnmálafræði er hálfgerð samfélagsfræði. Ég fylgist vel með málefnum líðandi stundar og það getur komið sér vel þegar kúnnar koma í förðun, það er auðvelt að finna eitthvað til að tala um. Ég fæ útrás á Snapchat-aðganginum mínum um förðun svo vinir mínir í háskólanum þurfa ekki að hlusta á mig blaðra endalaust um förðunar- og snyrtivörur,“ segir Lovísa sposk en hún stundar nú nám í fjölmiðla- og boðskiptafræði við HÍ.Fylgjast má með förðun Lovísu á öllum helstu samfélagsmiðlum undir makeupbylovisa. En hvað er svona heillandi við förðun? „Förðun er svo miklu meira en bara tól til þess að gera sig fína, förðun er tjáningarleið og í dag er mikið svigrúm fyrir fjölbreytileika. Ég er sjálf mikið kameljón, get verið óförðuð marga daga í röð og mætt svo allt í einu með svartan varalit í skólann. Það er mikilvægt að vera bara maður sjálfur. Ég er líka ánægð með að fleiri og fleiri karlmenn koma sér á framfæri í förðunarheiminum, bæði sem förðunarfræðingar og svo þeir sem farða sig dags daglega og búa til myndbönd á YouTube.“Varst þú krakkinn sem stalst í snyrtidótið hennar mömmu? „Mamma átti aldrei mikið af snyrtidóti. Hún er svo náttúrulega falleg og frískleg. Líklega var það stjúpmóðir mín sem kom mér fyrst á bragðið þegar ég var unglingur, en það eru 10 ár á milli okkar í aldri og þegar ég var yngri var hún oft að taka sig til um helgar með alls konar litríku dóti. Síðustu ár hef ég verið að prófa mig áfram og stigið mörg feilspor en alltaf lært af þeim. Alls konar „special effect“-förðun heillar mig upp úr skónum þessa dagana, ég man varla skemmtilegri daga en þegar ég var að farða fyrir hrekkjavöku núna í október.“ Er einhver förðun í uppáhaldi hjá þér? „Ég hef alltaf verið rosalega hrifin af dökku smokey, mér finnst það svo seiðandi og kynþokkafull förðun. En ég get ekki sleppt því að minnast á gyllta augnförðun og rauðar varir, klassískt lúkk. Sagan segir líka að það sé jólaförðunin í ár.“Áttu einhverja uppáhalds förðunargræju? „BeautyBlender. Þessi undrasvampur er dásamlegt tól til þess að koma í veg fyrir rákir eftir bursta.“ Ef þú hefðir bara 5 mínútur fyrir galaveislu? „Ég myndi svitna og ofanda fyrstu 30 sekúndurnar. Í mókinu myndi ég laga augabrúnirnar, setja á mig léttan farða og skyggja andlitið og velja rauðan, fljótandi, mattan varalit. Svo maskari og stök augnhár til þess að fá smá náttúrulegan væng … Eru fimm mínútur liðnar?“ Jólafréttir Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Sjá meira
Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir hefur nýlokið námi í förðunarfræðum en þar á undan kláraði hún stjórnmálafræði. Hún segir förðun miklu meira en bara tól til að gera sig fína og fjölbreytileikinn sé allsráðandi.„Ég lærði förðun hjá snillingunum í Reykjavík Make up School. Metnaður þeirra í garð nemenda er aðdáunarverður og ég sé ekki eftir að hafa valið þann skóla,“ segir Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir, nýútskrifaður förðunarfræðingur og forfallin áhugamanneskja um förðun.Lovísa er einnig stjórnmálafræðingur og segir stjórnmál og förðun fara vel saman. „Stjórnmálafræði er hálfgerð samfélagsfræði. Ég fylgist vel með málefnum líðandi stundar og það getur komið sér vel þegar kúnnar koma í förðun, það er auðvelt að finna eitthvað til að tala um. Ég fæ útrás á Snapchat-aðganginum mínum um förðun svo vinir mínir í háskólanum þurfa ekki að hlusta á mig blaðra endalaust um förðunar- og snyrtivörur,“ segir Lovísa sposk en hún stundar nú nám í fjölmiðla- og boðskiptafræði við HÍ.Fylgjast má með förðun Lovísu á öllum helstu samfélagsmiðlum undir makeupbylovisa. En hvað er svona heillandi við förðun? „Förðun er svo miklu meira en bara tól til þess að gera sig fína, förðun er tjáningarleið og í dag er mikið svigrúm fyrir fjölbreytileika. Ég er sjálf mikið kameljón, get verið óförðuð marga daga í röð og mætt svo allt í einu með svartan varalit í skólann. Það er mikilvægt að vera bara maður sjálfur. Ég er líka ánægð með að fleiri og fleiri karlmenn koma sér á framfæri í förðunarheiminum, bæði sem förðunarfræðingar og svo þeir sem farða sig dags daglega og búa til myndbönd á YouTube.“Varst þú krakkinn sem stalst í snyrtidótið hennar mömmu? „Mamma átti aldrei mikið af snyrtidóti. Hún er svo náttúrulega falleg og frískleg. Líklega var það stjúpmóðir mín sem kom mér fyrst á bragðið þegar ég var unglingur, en það eru 10 ár á milli okkar í aldri og þegar ég var yngri var hún oft að taka sig til um helgar með alls konar litríku dóti. Síðustu ár hef ég verið að prófa mig áfram og stigið mörg feilspor en alltaf lært af þeim. Alls konar „special effect“-förðun heillar mig upp úr skónum þessa dagana, ég man varla skemmtilegri daga en þegar ég var að farða fyrir hrekkjavöku núna í október.“ Er einhver förðun í uppáhaldi hjá þér? „Ég hef alltaf verið rosalega hrifin af dökku smokey, mér finnst það svo seiðandi og kynþokkafull förðun. En ég get ekki sleppt því að minnast á gyllta augnförðun og rauðar varir, klassískt lúkk. Sagan segir líka að það sé jólaförðunin í ár.“Áttu einhverja uppáhalds förðunargræju? „BeautyBlender. Þessi undrasvampur er dásamlegt tól til þess að koma í veg fyrir rákir eftir bursta.“ Ef þú hefðir bara 5 mínútur fyrir galaveislu? „Ég myndi svitna og ofanda fyrstu 30 sekúndurnar. Í mókinu myndi ég laga augabrúnirnar, setja á mig léttan farða og skyggja andlitið og velja rauðan, fljótandi, mattan varalit. Svo maskari og stök augnhár til þess að fá smá náttúrulegan væng … Eru fimm mínútur liðnar?“
Jólafréttir Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Sjá meira