Mikil reiði og örvænting vegna albönsku fjölskyldunnar Jakob Bjarnar skrifar 10. desember 2015 09:26 Mikil reiði ríkir vegna ákvörðunar Útlendingastofnunar að senda albanska fjölskyldu úr landi. Lögreglulið sótti fjölskylduna á heimili hennar um eittleytið í nótt og ók út á flugvöll. Myndband frá því þegar lögregla mætti á svæðið má sjá neðar í fréttinni. Fjölskyldan er ein nokkurra fjölskyldna sem sótt hafa um dvalarleyfi hér á landi en ekki fengið. Voru líklega um tuttugu manns sótt í nótt. Í þessari fjögurra manna fjölskyldu er þriggja ára drengur með slímseigjusjúkdóm en DV hefur fjallað um fjölskylduna í vikunni. Fjallað var um aðra albanska fjölskyldu í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem einnig fór af landi brott í nótt. Í þeirri fjölskyldu er ungur drengur sem glímir við hjartamein.Fréttina má sjá hér að neðan.Hrein og klár örvæntingMikil reiði og örvænting greip um sig á Facebook undir miðnætti í gær þegar spurðist að til stæði að senda ætti lögreglulið til að fylgja fjölskyldunni úr landi í nótt. Fólki er hreinlega misboðið. Vísir og Stöð 2 hefur fjallað um aðstæður annarrar albanskrar fjölskyldu sem hefur aðlagast lífinu hér vel og hefur Ólöf Nordal innanríkisráðherra verið grátbeðin um að endurskoða afstöðu sína og sýna fjölskyldunni vægð, en allt kemur fyrir ekki. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og ritstjóri ritar á sína Facebooksíðu: „Fjölskyldan frá Albaníu verður víst send úr landi í nótt með langveikt barn og faðirinn á von á því að vera tekinn af lífi í heimalandi sínu. Megi frú Ólöfu Nordal ekki koma dúr á auga framar - ef af verður.“Albönsk fjölskylda sem kom hingað til lands í leit að betra lífi var send aftur til heimalands síns í nótt. Það er hræðilegt að ekki skuli vera hægt að veita fólki/ fjölskyldum sem hingað koma í neyð hæli af mannúðarástæðum eins og þessari fjölskyldu. Allir þeir sem komu að ákvörðuninni um að senda þessa fjölskyldu til baka mættu skammast sín. Fulltrúar Lögreglunnar sem mættu á staðinn mættu gera slíkt hið sama. http://stundin.is/frett/logreglan-leidinni-ad-fjarlaegja-albonsku-fjolskyl/Posted by Óðinn S. Ragnarsson on 9. desember 2015Auður Jónsdóttir rithöfundur liggur ekki á skoðunum sínum.visir/gvaÓlöf Nordal svarar ekkiOg ekki er laust við að hrein og klár örvænting hafi sýnt sig meðal margra þeirra sem tjáðu sig á Facebook seint í gærkvöldi. Auður Jónsdóttir rithöfundur vildi grípa til aðgerða, og kom upp sú hugmynd að mynda einskonar vegatálma til að reyna að aftra því að lögreglan kæmist með fjölskylduna út á Leifsstöð: „Það á að senda burt fjölskyldu í skjóli nætur, að ég held núna í nótt, þau verða sótt klukkan eitt. Reglurnar flokka þau í ruslatunnu því þau eru frá Albaníu. En drengurinn er langveikur og bæði börnin hafa aðlagast vel hér á leikskóla og skóla og eignast góða vini, faðirinn hefur atvinnurekanda sem styður hann og ábyrgist og þykir vænt um fjölskylduna. Þau eru algjörlega sjálfbær hér á landi, sagði hann við mig í símann áðan, þó að honum leiðist orðið sem slíkt. Heimilisfaðirinn á á hættu að vera drepinn í Albaníu og þar fær sonurinn ekki þá læknishjálp sem hann þarf á að halda. Hann nær ekki andanum í verstu köstunum og er bara þriggja ára. Getum við tekið höndum saman að hjálpa þeim? Það hlýtur að vera leið. Það verður náð í þau eftir þrjá tíma ef ég skil þetta rétt og þau flutt úr landi með leiguflugi. Er einhver hérna með gsm hjá Ólöfu Nordal? (Er nú búin að reyna að hringja en það svarar ekki). Það skal enginn segja mér að það sé ekki hægt að gera undanþágu af mannúðarástæðum í þessu máli.“Ég er ekki lengur ÍslendingurKristinn Hrafnsson blaðamaður hafði þessi orð um gerninginn á sinni Facebooksíðu: „Þessi ríkisstjórn má ekkert aumt sjá, án þess að sparka í það. Í skjóli nætur er lögreglumönnum sigað á leikskólabörn til að undirstrika að á Íslandi skal viðhaldið ógeðslegu samfélagi með hjartleysi, græðgi og ofbeldi. Skammastu þín Ólöf Nordal. Þessi svívirða mun hér eftir skilgreina þig og öll þín verk.“ Nína Dögg Filippusdóttir leikkona var meðal fjölmargra sem átti vart orð í eigu sinni: „Þetta er skammarlegt!“ Og Diddi Friðjófur Ísfeld tónlistarmaður sagði: „Ég held að ég sé ekki íslendingur.“Bjartmari er brugðið.VísirAntonÞvílíkur hrottaskapurSamúel Jón Samúelsson tónlistarmaður skammaðist sín einnig fyrir sitt þjóðerni: „Þar fór nætursvefninn :( Þvílíkur hrottakapur. Af hverju má þetta fólk ekki búa hér? Ég skammast mín fyrir ykkur aumu þingmenn að hafa ekki gengið í málið. Mikið vildi ég að þið lögreglumenn hefðu hugrekki til að neyta að framfylgja þessu óréttlæti. Stjórnin er nýbúin að svína á öryrkjum og eldri borgurum á meðan hún þiggur eigin launahækkanir og nú þetta. Einu sinni var stolt þjóð. Mig langar að hún endurheimti mannorð sitt.“ Og enn öðrum tónlistarmanni var brugðið: „Er þetta virkilega að gerast ??????“ spyr Bjartmar Guðlaugsson.Mun snúa sér undan ef Ólöf Nordal ber fyrir auguIngunn Snædal skáld vandaði ríkisstjórninni ekki kveðjurnar: „Þetta er ekki hægt. Verstu stjórnvöld Íslandssögunnar toppa sig enn.“ Og Illugi Jökulsson rithöfundur er miður sín: „Aha. Ólöf Nordal virðist ekkert ætla að gera. Að minnsta kosti tvær fjölskyldur með veik börn verða send úr landi í nótt eða fyrramálið. Önnur er í Barmahlíð 1. Ég mun snúa mér undan ef Ólöfu Nordal ber fyrir augu mín héðan í frá.“Jón Trausti Reynisson.VísirSkammast sín fyrir að vera manneskjaJón Trausti Reynisson ritstjóri skrifar: „Fjögurra manna fjölskylda bíður nú í Barmahlíð eftir að lögreglan komi og fjarlægi hana úr landi. Börnin sváfu með úrklippubækur úr leikskólanum á náttborðinu síðustu nóttina sína á Íslandi.“ Og Hörður Ágústsson í MacLand segir: „Þetta er algjör helvítis viðbjóður. Skammast mín fyrir að vera manneskja þegar svona lýðst.“ Þessi dæmi sem hér eru nefnd að ofan eru aðeins brot af þeim athugasemdum sem hrönnuðust upp seint í gærkvöldi og nótt á Facebook vegna málsins og má ljóst vera að fjölmörgum er misboðið og telja þetta ömurlegt upphaf á jólahátíð á Íslandi.Undirskriftasöfnun er hafin þar sem skorað er á Ólöfu Nordal að segja af sér vegna ákvörðunar að vísa fjölskyldunni úr landi.Það er alveg nóg pláss á Íslandi fyrir eina fjölskyldu frá Albaníu. Veit ekki betur en að fyrir nokkrum vikum vorum við...Posted by Símon Birgisson on 10. desember 2015 Ein mesta meinsemd íslenskrar þjóðmálaumræðu er sú tilfinning sem ótrúlega margir menn virðast hafa að íslensk ú...Posted by Pawel Bartoszek on 10. desember 2015 Lögregla og dómsmálayfirvöld verða að geta framfylgt almennum lögum og reglum í landinu án þess að vera úthrópuð sem illmenni. Starfsmenn RÚV eru ekki einu aðilarnir, sem geta beðið um vinnufrið.Posted by Hannes Hólmsteinn Gissurarson on 10. desember 2015 "Mannréttindi eru almennt virt og eftirfylgni við glæpi og afbrot er góð þrátt fyrir að enn sé umbóta þörf á sumum svið...Posted by Grímur Atlason on 10. desember 2015 Haldiði að það sé. Ömurlegt og mesta skömm þjóðarinnar sem að ég man hreinlega eftir.Posted by Ómar Úlfur Eyþórsson on 10. desember 2015 12. gr. f. Dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða.Veita má dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða ef ú...Posted by Anna Sigrún Baldursdóttir on 10. desember 2015 Angela Merkel var valin manneskja ársins m.a. vegna þess að hún stjórnar af mannúð. #flottustútlendingastofnunPosted by Lára Björg Björnsdóttir on 10. desember 2015 Í dag er alþjóðlegur dagur mannréttinda. Íslensk stjórnvöld hófu hátíðahöldin rétt upp úr miðnætti með því að reka burt...Posted by Sigríður Ingibjörg Ingadóttir on 10. desember 2015 Það sem maður verður sorgbitinn ... og sakbitinn.Posted by Þór Jónsson on 10. desember 2015 Flóttamenn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Mikil reiði ríkir vegna ákvörðunar Útlendingastofnunar að senda albanska fjölskyldu úr landi. Lögreglulið sótti fjölskylduna á heimili hennar um eittleytið í nótt og ók út á flugvöll. Myndband frá því þegar lögregla mætti á svæðið má sjá neðar í fréttinni. Fjölskyldan er ein nokkurra fjölskyldna sem sótt hafa um dvalarleyfi hér á landi en ekki fengið. Voru líklega um tuttugu manns sótt í nótt. Í þessari fjögurra manna fjölskyldu er þriggja ára drengur með slímseigjusjúkdóm en DV hefur fjallað um fjölskylduna í vikunni. Fjallað var um aðra albanska fjölskyldu í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem einnig fór af landi brott í nótt. Í þeirri fjölskyldu er ungur drengur sem glímir við hjartamein.Fréttina má sjá hér að neðan.Hrein og klár örvæntingMikil reiði og örvænting greip um sig á Facebook undir miðnætti í gær þegar spurðist að til stæði að senda ætti lögreglulið til að fylgja fjölskyldunni úr landi í nótt. Fólki er hreinlega misboðið. Vísir og Stöð 2 hefur fjallað um aðstæður annarrar albanskrar fjölskyldu sem hefur aðlagast lífinu hér vel og hefur Ólöf Nordal innanríkisráðherra verið grátbeðin um að endurskoða afstöðu sína og sýna fjölskyldunni vægð, en allt kemur fyrir ekki. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og ritstjóri ritar á sína Facebooksíðu: „Fjölskyldan frá Albaníu verður víst send úr landi í nótt með langveikt barn og faðirinn á von á því að vera tekinn af lífi í heimalandi sínu. Megi frú Ólöfu Nordal ekki koma dúr á auga framar - ef af verður.“Albönsk fjölskylda sem kom hingað til lands í leit að betra lífi var send aftur til heimalands síns í nótt. Það er hræðilegt að ekki skuli vera hægt að veita fólki/ fjölskyldum sem hingað koma í neyð hæli af mannúðarástæðum eins og þessari fjölskyldu. Allir þeir sem komu að ákvörðuninni um að senda þessa fjölskyldu til baka mættu skammast sín. Fulltrúar Lögreglunnar sem mættu á staðinn mættu gera slíkt hið sama. http://stundin.is/frett/logreglan-leidinni-ad-fjarlaegja-albonsku-fjolskyl/Posted by Óðinn S. Ragnarsson on 9. desember 2015Auður Jónsdóttir rithöfundur liggur ekki á skoðunum sínum.visir/gvaÓlöf Nordal svarar ekkiOg ekki er laust við að hrein og klár örvænting hafi sýnt sig meðal margra þeirra sem tjáðu sig á Facebook seint í gærkvöldi. Auður Jónsdóttir rithöfundur vildi grípa til aðgerða, og kom upp sú hugmynd að mynda einskonar vegatálma til að reyna að aftra því að lögreglan kæmist með fjölskylduna út á Leifsstöð: „Það á að senda burt fjölskyldu í skjóli nætur, að ég held núna í nótt, þau verða sótt klukkan eitt. Reglurnar flokka þau í ruslatunnu því þau eru frá Albaníu. En drengurinn er langveikur og bæði börnin hafa aðlagast vel hér á leikskóla og skóla og eignast góða vini, faðirinn hefur atvinnurekanda sem styður hann og ábyrgist og þykir vænt um fjölskylduna. Þau eru algjörlega sjálfbær hér á landi, sagði hann við mig í símann áðan, þó að honum leiðist orðið sem slíkt. Heimilisfaðirinn á á hættu að vera drepinn í Albaníu og þar fær sonurinn ekki þá læknishjálp sem hann þarf á að halda. Hann nær ekki andanum í verstu köstunum og er bara þriggja ára. Getum við tekið höndum saman að hjálpa þeim? Það hlýtur að vera leið. Það verður náð í þau eftir þrjá tíma ef ég skil þetta rétt og þau flutt úr landi með leiguflugi. Er einhver hérna með gsm hjá Ólöfu Nordal? (Er nú búin að reyna að hringja en það svarar ekki). Það skal enginn segja mér að það sé ekki hægt að gera undanþágu af mannúðarástæðum í þessu máli.“Ég er ekki lengur ÍslendingurKristinn Hrafnsson blaðamaður hafði þessi orð um gerninginn á sinni Facebooksíðu: „Þessi ríkisstjórn má ekkert aumt sjá, án þess að sparka í það. Í skjóli nætur er lögreglumönnum sigað á leikskólabörn til að undirstrika að á Íslandi skal viðhaldið ógeðslegu samfélagi með hjartleysi, græðgi og ofbeldi. Skammastu þín Ólöf Nordal. Þessi svívirða mun hér eftir skilgreina þig og öll þín verk.“ Nína Dögg Filippusdóttir leikkona var meðal fjölmargra sem átti vart orð í eigu sinni: „Þetta er skammarlegt!“ Og Diddi Friðjófur Ísfeld tónlistarmaður sagði: „Ég held að ég sé ekki íslendingur.“Bjartmari er brugðið.VísirAntonÞvílíkur hrottaskapurSamúel Jón Samúelsson tónlistarmaður skammaðist sín einnig fyrir sitt þjóðerni: „Þar fór nætursvefninn :( Þvílíkur hrottakapur. Af hverju má þetta fólk ekki búa hér? Ég skammast mín fyrir ykkur aumu þingmenn að hafa ekki gengið í málið. Mikið vildi ég að þið lögreglumenn hefðu hugrekki til að neyta að framfylgja þessu óréttlæti. Stjórnin er nýbúin að svína á öryrkjum og eldri borgurum á meðan hún þiggur eigin launahækkanir og nú þetta. Einu sinni var stolt þjóð. Mig langar að hún endurheimti mannorð sitt.“ Og enn öðrum tónlistarmanni var brugðið: „Er þetta virkilega að gerast ??????“ spyr Bjartmar Guðlaugsson.Mun snúa sér undan ef Ólöf Nordal ber fyrir auguIngunn Snædal skáld vandaði ríkisstjórninni ekki kveðjurnar: „Þetta er ekki hægt. Verstu stjórnvöld Íslandssögunnar toppa sig enn.“ Og Illugi Jökulsson rithöfundur er miður sín: „Aha. Ólöf Nordal virðist ekkert ætla að gera. Að minnsta kosti tvær fjölskyldur með veik börn verða send úr landi í nótt eða fyrramálið. Önnur er í Barmahlíð 1. Ég mun snúa mér undan ef Ólöfu Nordal ber fyrir augu mín héðan í frá.“Jón Trausti Reynisson.VísirSkammast sín fyrir að vera manneskjaJón Trausti Reynisson ritstjóri skrifar: „Fjögurra manna fjölskylda bíður nú í Barmahlíð eftir að lögreglan komi og fjarlægi hana úr landi. Börnin sváfu með úrklippubækur úr leikskólanum á náttborðinu síðustu nóttina sína á Íslandi.“ Og Hörður Ágústsson í MacLand segir: „Þetta er algjör helvítis viðbjóður. Skammast mín fyrir að vera manneskja þegar svona lýðst.“ Þessi dæmi sem hér eru nefnd að ofan eru aðeins brot af þeim athugasemdum sem hrönnuðust upp seint í gærkvöldi og nótt á Facebook vegna málsins og má ljóst vera að fjölmörgum er misboðið og telja þetta ömurlegt upphaf á jólahátíð á Íslandi.Undirskriftasöfnun er hafin þar sem skorað er á Ólöfu Nordal að segja af sér vegna ákvörðunar að vísa fjölskyldunni úr landi.Það er alveg nóg pláss á Íslandi fyrir eina fjölskyldu frá Albaníu. Veit ekki betur en að fyrir nokkrum vikum vorum við...Posted by Símon Birgisson on 10. desember 2015 Ein mesta meinsemd íslenskrar þjóðmálaumræðu er sú tilfinning sem ótrúlega margir menn virðast hafa að íslensk ú...Posted by Pawel Bartoszek on 10. desember 2015 Lögregla og dómsmálayfirvöld verða að geta framfylgt almennum lögum og reglum í landinu án þess að vera úthrópuð sem illmenni. Starfsmenn RÚV eru ekki einu aðilarnir, sem geta beðið um vinnufrið.Posted by Hannes Hólmsteinn Gissurarson on 10. desember 2015 "Mannréttindi eru almennt virt og eftirfylgni við glæpi og afbrot er góð þrátt fyrir að enn sé umbóta þörf á sumum svið...Posted by Grímur Atlason on 10. desember 2015 Haldiði að það sé. Ömurlegt og mesta skömm þjóðarinnar sem að ég man hreinlega eftir.Posted by Ómar Úlfur Eyþórsson on 10. desember 2015 12. gr. f. Dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða.Veita má dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða ef ú...Posted by Anna Sigrún Baldursdóttir on 10. desember 2015 Angela Merkel var valin manneskja ársins m.a. vegna þess að hún stjórnar af mannúð. #flottustútlendingastofnunPosted by Lára Björg Björnsdóttir on 10. desember 2015 Í dag er alþjóðlegur dagur mannréttinda. Íslensk stjórnvöld hófu hátíðahöldin rétt upp úr miðnætti með því að reka burt...Posted by Sigríður Ingibjörg Ingadóttir on 10. desember 2015 Það sem maður verður sorgbitinn ... og sakbitinn.Posted by Þór Jónsson on 10. desember 2015
Flóttamenn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira