300 kr./lítrinn Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 10. desember 2015 07:00 Hér er pæling. Hvað myndi gerast ef olíulítrinn færi í þrjú hundruð krónur? „Galið!“ myndu flestir hrópa og spyrja, „hvað með útgjöld heimilanna? Hvað með verðbólguþrýstinginn? Hvað með kjarasamningana? Hvað með stöðugleikann?!“ Pælingin snýst þó ekki um hækkandi heimsmarkaðsverð á olíu eða auknar tekjur Rússa, Norðmanna og OPEC. Nei, þetta snýst um hærra kolefnisgjald á eldsneyti, þ.e.a.s innlenda skatttekju. Þessi pæling snýst ekki einu sinni um að auka tekjur ríkissjóðs, heldur um hækkun kolefnisgjalds í kjölfar LÆKKUNAR á öðrum sköttum. Það er nefnilega alveg hægt að hækka kolefnisgjald án þess að allt fari um koll og veski heimilanna tæmist. Olía er öflugur skattgreiðandi sem teygir sig um allt þjóðfélagið bæði í samgöngum og vöruflutningum. Auðvelt væri að lækka t.d. virðisaukaskatt, tryggingagjald og/eða tekjuskatt til að eyða út áhrifunum á heimili, fyrirtæki og verðbólgu. Við erum meira að segja nýbúin að ganga í gegnum umfangsmikla skattabreytingu á virðisaukaskattþrepum í vegasalti, þ.e. annað þrepið upp og hitt niður, þar sem reiknuð heildaráhrif á meðalheimilin voru í plús eða versta falli á núlli. Það er sem sagt hægt að hækka kolefnisgjald um 100 krónur án þess að setja allt á hliðina. Kolefnisskatturinn myndi gefa tugi milljarða á ári og lækka þyrfti aðra skatta í samræmi við það.En hvað myndi gerast? Verð á olíulítra eru einmitt laun fyrir sparaðan lítra, þ.e.a.s. afgerandi launahækkun verður í boði fyrir allar aðgerðir sem draga úr olíunotkun. Rafmagns-, metan- og eyðslunettum bílum myndi snarfjölga og hjólreiðar, almenningssamgöngur, samakstur og vistakstur tækju rækilegan kipp með tilheyrandi samdrætti í losun gróðurhúsaloftegunda. Innlend framleiðsla á umhverfisvænna eldsneyti eins og nú þegar er hafin t.d. hjá Carbon Recycling og Orkey myndi einnig eflast til muna. Þjóðarleiðtogar og aðrir stjórnamálamenn tala digurbarkalega um bráða nauðsyn aðgerða í loftslagsmálum en átta sig oft illa á því að hikstið er ekki tæknivandamál heldur innleiðingarvandi. Árið 1990 var Kyoto-samningurinn innleiddur en síðan þá hafa margar lausnir í orkumálum eins og vindorka, sólarorka, LED-perur, rafbílar o.fl. þroskast úr hálfgerðum tilraunaverkefnum í hreinar markaðslausnir. Eina vandamálið er að lausnirnar eru örlítið dýrari en hin hefðbundna jarðefnaeldsneytislausn. En því ekki að brúa bilið með kolefnisgjaldi? Ja, það er að segja ef menn hafa yfirleitt einhvern áhuga á því að grípa til aðgerða? En alvöru kolefnisgjald gæfi líka ýmsa möguleika í hagstjórninni fyrir sniðuga ráðamenn. Skattlagning ferðamanna hefur t.d. vafist fyrir fólki og ef vilji er til að auka tekjurnar í þeim geira þá myndi hærra kolefnisgjald klárlega skapa meiri tekjur af ferðamönnum. Einnig mætti nota kolefnisgjaldið til að jafna olíuverð á móti rokkandi heimsmarkaðsverði, þ.e. lækka það þegar heimsmarkaðsverð rýkur upp og öfugt, og skapa þannig meiri stöðuleika. Stórfelld hækkun kolefnisgjalds samhliða samsvarandi lækkun almennra skatta myndi skila verulegum árangri í orku- og loftslagsmálum landsins, án þess að ógna stöðugleika. Notkun jarðefnaeldsneytis myndi snarminnka með tilheyrandi efnahagsbata, gjaldeyrissparnaði og minni mengun. Tími alvöru aðgerða og stærri skrefa er kominn og þá er spurningin einungis þessi: Þora ráðamenn að skipta út yfirlýsingum fyrir aðgerðir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Hér er pæling. Hvað myndi gerast ef olíulítrinn færi í þrjú hundruð krónur? „Galið!“ myndu flestir hrópa og spyrja, „hvað með útgjöld heimilanna? Hvað með verðbólguþrýstinginn? Hvað með kjarasamningana? Hvað með stöðugleikann?!“ Pælingin snýst þó ekki um hækkandi heimsmarkaðsverð á olíu eða auknar tekjur Rússa, Norðmanna og OPEC. Nei, þetta snýst um hærra kolefnisgjald á eldsneyti, þ.e.a.s innlenda skatttekju. Þessi pæling snýst ekki einu sinni um að auka tekjur ríkissjóðs, heldur um hækkun kolefnisgjalds í kjölfar LÆKKUNAR á öðrum sköttum. Það er nefnilega alveg hægt að hækka kolefnisgjald án þess að allt fari um koll og veski heimilanna tæmist. Olía er öflugur skattgreiðandi sem teygir sig um allt þjóðfélagið bæði í samgöngum og vöruflutningum. Auðvelt væri að lækka t.d. virðisaukaskatt, tryggingagjald og/eða tekjuskatt til að eyða út áhrifunum á heimili, fyrirtæki og verðbólgu. Við erum meira að segja nýbúin að ganga í gegnum umfangsmikla skattabreytingu á virðisaukaskattþrepum í vegasalti, þ.e. annað þrepið upp og hitt niður, þar sem reiknuð heildaráhrif á meðalheimilin voru í plús eða versta falli á núlli. Það er sem sagt hægt að hækka kolefnisgjald um 100 krónur án þess að setja allt á hliðina. Kolefnisskatturinn myndi gefa tugi milljarða á ári og lækka þyrfti aðra skatta í samræmi við það.En hvað myndi gerast? Verð á olíulítra eru einmitt laun fyrir sparaðan lítra, þ.e.a.s. afgerandi launahækkun verður í boði fyrir allar aðgerðir sem draga úr olíunotkun. Rafmagns-, metan- og eyðslunettum bílum myndi snarfjölga og hjólreiðar, almenningssamgöngur, samakstur og vistakstur tækju rækilegan kipp með tilheyrandi samdrætti í losun gróðurhúsaloftegunda. Innlend framleiðsla á umhverfisvænna eldsneyti eins og nú þegar er hafin t.d. hjá Carbon Recycling og Orkey myndi einnig eflast til muna. Þjóðarleiðtogar og aðrir stjórnamálamenn tala digurbarkalega um bráða nauðsyn aðgerða í loftslagsmálum en átta sig oft illa á því að hikstið er ekki tæknivandamál heldur innleiðingarvandi. Árið 1990 var Kyoto-samningurinn innleiddur en síðan þá hafa margar lausnir í orkumálum eins og vindorka, sólarorka, LED-perur, rafbílar o.fl. þroskast úr hálfgerðum tilraunaverkefnum í hreinar markaðslausnir. Eina vandamálið er að lausnirnar eru örlítið dýrari en hin hefðbundna jarðefnaeldsneytislausn. En því ekki að brúa bilið með kolefnisgjaldi? Ja, það er að segja ef menn hafa yfirleitt einhvern áhuga á því að grípa til aðgerða? En alvöru kolefnisgjald gæfi líka ýmsa möguleika í hagstjórninni fyrir sniðuga ráðamenn. Skattlagning ferðamanna hefur t.d. vafist fyrir fólki og ef vilji er til að auka tekjurnar í þeim geira þá myndi hærra kolefnisgjald klárlega skapa meiri tekjur af ferðamönnum. Einnig mætti nota kolefnisgjaldið til að jafna olíuverð á móti rokkandi heimsmarkaðsverði, þ.e. lækka það þegar heimsmarkaðsverð rýkur upp og öfugt, og skapa þannig meiri stöðuleika. Stórfelld hækkun kolefnisgjalds samhliða samsvarandi lækkun almennra skatta myndi skila verulegum árangri í orku- og loftslagsmálum landsins, án þess að ógna stöðugleika. Notkun jarðefnaeldsneytis myndi snarminnka með tilheyrandi efnahagsbata, gjaldeyrissparnaði og minni mengun. Tími alvöru aðgerða og stærri skrefa er kominn og þá er spurningin einungis þessi: Þora ráðamenn að skipta út yfirlýsingum fyrir aðgerðir?
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun