Þjálfari Ólafs Inga rekinn eftir einn leik: Lét okkur spila 2-4-4 Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. desember 2015 19:52 Ólafur Ingi, annar frá vinstri, í leik með Genclerbirligi. Vísir/AFP Tyrkneska félagið Genclerbirligi sagði í dag upp þjálfaranum Yilmaz Vural upp störfum eftir að hafa stýrt liðinu í aðeins eina viku og í einum leik. Landsliðsmaðurinn Ólafur Ingi Skúlason hefur leikið með félaginu síðan í sumar og hefur síðan þá haft fimm mismunandi þjálfara. „Fyrsta skiptingin kom strax eftir tvo leiki. Þá var Stuart Baxter rekinn en hann var maðurinn sem fékk mig til félagsins. Það var sjokkerandi ákvörðun,“ sagði Ólafur Ingi í samtali við Vísi í kvöld en hann var þá kominn í stutt frí með fjölskyldu sinni. „Eftir það hafa tveir fastráðnir þjálfarar stýrt liðinu og tveir sem tóku við tímabundið,“ segir hann enn fremur og bætir við að slæmt gengi liðsins í ár hafi haft mest að segja um tíðar þjálfarabreytingar. Genclerbirligi er í sextánda og þriðja neðsta sæti deildarinnar með þrettán stig að loknum sautján umferðum.Ólafur með íslenska landsliðinu.Vísir/GettyLeikmenn fengu nóg eftir einn leik Vural var svo maðurinn sem átti að koma liðinu aftur á beinu brautina en Ólafur Ingi segist hafa gert sér strax grein fyrir því að þar væri óvenjulegur þjálfari á ferðinni. „Ég hef aldrei kynnst öðru eins. Bæði hvernig hann stýrði æfingum og hvernig liðsuppstillingin var í leiknum,“ sagði Ólafur Ingi en Genclerbirligi mætti botnliðinu Eskishehirspor í gær og tapaði, 2-0. „Ég mæli með því að fólk fletti honum upp á Youtube,“ bætti hann við í léttum dúr. „Við spiluðum leikkerfið 2-4-4 í þessum leik. Þannig átti það að minnsta kosti að vera á meðan við vorum með boltann. En við vorum eins og gefur að skilja afar opnir fyrir skyndisóknum og þeir kláruðu leikinn með því að skora úr tveimur skyndisóknum á fyrstu mínútum leiksins. Þá var þetta bara búið.“Sjá einnig: Þeir þykjast bíða eftir mér í Istanbul Hann segir að leikmenn Genclerbirligi hafi verið afar óanægðir með allan undirbúning fyrir leikinn. „Hann [Vural] hafði ekkert séð af leikjum okkar og engra upplýsinga aflað um liðið. Hann vissi ekkert um kosti og galla leikmanna og þurfti að spyrja okkur að því hver ætti að taka horn og aukaspyrnur. Þetta var bara kjánalegt.“ „Eftir leikinn tókum við leikmenn okkur saman og töluðum við stjórnarmenn og hann fékk því að fara eftir þennan eina leik. Það er því von á sjötta þjálfaranum á nýju ári en það er óhætt að segja að þetta hafi verið skrautlegt.“Ólafur var áður hjá Zulte-Waregem.Vísir/AFPSígargandi á mig Ólafur Ingi segir að hann hafi spilað sem djúpur miðjumaður í leiknum í gær og átt að falla niður á milli miðvarðanna í uppspilinu. „En hann var svo sígargandi á mig að fara framar. Miðverðirnir sáu því um uppsliðið og við stóðum bara á horfðum á. Þetta var hálfgert „chaos“,“ segir Ólafur Ingi. „Það segir sig sjálft að lið sem er í fallbaráttu er aldrei að fara spila sambabolta með fjóra sóknarmenn. Ég hef allavega aldrei upplifað neitt þessu líkt.“ Forsetinn Ilhan Cavcav hefur nú rekið 51 þjálfara síðan hann tók við stjórn félagsins árið 1981 en Ólafur Ingi ber virðingu fyrir honum þrátt fyrir að tímabilið hafi verið skrautlegt. „Hann er umdeildur maður en gerði rétt með því að leiðrétta mistökin sín og losa sig við þennan þjálfara. Ég stend algjörlega á bak við hann í þessari ákvörðun,“ segir Ólafur Ingi. „Hann hefur ávallt séð til þess að rekstur félagsins gangi vel og allir fá sín laun sem er meira en mörg félög geta sagt.“ Hann vonast til að nýr þjálfari nái að færa liðinu stöðugleika því að leikmannahópurinn sé það sterkur að það eigi heima mun ofar í deildinni en taflan sýnir nú. Ólafur Ingi hefur verið fastamaður í liði Genclerbirligi á tímabilinu og segir að sér líði vel í Tyrklandi eftir að hafa dvalið hjá Zulte Waregem í Belgíu undanfarin ár. „Ég kom hingað með það í huga að komast úr þessu „comfort-zone“ sem ég var í og það er óhætt að segja að þa hafi tekist. En okkur í fjölskyldunni líður afskaplega vel hér. Börnin mín þrjú eru í alþjóðlegum skólum, okkur líkar afar vel við borgina og fólkið er almennilegt. Það er bara gengið inn á vellinum sem þarf að laga.“ Fótbolti Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „Það var smá stress og drama“ Handbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Sjá meira
Tyrkneska félagið Genclerbirligi sagði í dag upp þjálfaranum Yilmaz Vural upp störfum eftir að hafa stýrt liðinu í aðeins eina viku og í einum leik. Landsliðsmaðurinn Ólafur Ingi Skúlason hefur leikið með félaginu síðan í sumar og hefur síðan þá haft fimm mismunandi þjálfara. „Fyrsta skiptingin kom strax eftir tvo leiki. Þá var Stuart Baxter rekinn en hann var maðurinn sem fékk mig til félagsins. Það var sjokkerandi ákvörðun,“ sagði Ólafur Ingi í samtali við Vísi í kvöld en hann var þá kominn í stutt frí með fjölskyldu sinni. „Eftir það hafa tveir fastráðnir þjálfarar stýrt liðinu og tveir sem tóku við tímabundið,“ segir hann enn fremur og bætir við að slæmt gengi liðsins í ár hafi haft mest að segja um tíðar þjálfarabreytingar. Genclerbirligi er í sextánda og þriðja neðsta sæti deildarinnar með þrettán stig að loknum sautján umferðum.Ólafur með íslenska landsliðinu.Vísir/GettyLeikmenn fengu nóg eftir einn leik Vural var svo maðurinn sem átti að koma liðinu aftur á beinu brautina en Ólafur Ingi segist hafa gert sér strax grein fyrir því að þar væri óvenjulegur þjálfari á ferðinni. „Ég hef aldrei kynnst öðru eins. Bæði hvernig hann stýrði æfingum og hvernig liðsuppstillingin var í leiknum,“ sagði Ólafur Ingi en Genclerbirligi mætti botnliðinu Eskishehirspor í gær og tapaði, 2-0. „Ég mæli með því að fólk fletti honum upp á Youtube,“ bætti hann við í léttum dúr. „Við spiluðum leikkerfið 2-4-4 í þessum leik. Þannig átti það að minnsta kosti að vera á meðan við vorum með boltann. En við vorum eins og gefur að skilja afar opnir fyrir skyndisóknum og þeir kláruðu leikinn með því að skora úr tveimur skyndisóknum á fyrstu mínútum leiksins. Þá var þetta bara búið.“Sjá einnig: Þeir þykjast bíða eftir mér í Istanbul Hann segir að leikmenn Genclerbirligi hafi verið afar óanægðir með allan undirbúning fyrir leikinn. „Hann [Vural] hafði ekkert séð af leikjum okkar og engra upplýsinga aflað um liðið. Hann vissi ekkert um kosti og galla leikmanna og þurfti að spyrja okkur að því hver ætti að taka horn og aukaspyrnur. Þetta var bara kjánalegt.“ „Eftir leikinn tókum við leikmenn okkur saman og töluðum við stjórnarmenn og hann fékk því að fara eftir þennan eina leik. Það er því von á sjötta þjálfaranum á nýju ári en það er óhætt að segja að þetta hafi verið skrautlegt.“Ólafur var áður hjá Zulte-Waregem.Vísir/AFPSígargandi á mig Ólafur Ingi segir að hann hafi spilað sem djúpur miðjumaður í leiknum í gær og átt að falla niður á milli miðvarðanna í uppspilinu. „En hann var svo sígargandi á mig að fara framar. Miðverðirnir sáu því um uppsliðið og við stóðum bara á horfðum á. Þetta var hálfgert „chaos“,“ segir Ólafur Ingi. „Það segir sig sjálft að lið sem er í fallbaráttu er aldrei að fara spila sambabolta með fjóra sóknarmenn. Ég hef allavega aldrei upplifað neitt þessu líkt.“ Forsetinn Ilhan Cavcav hefur nú rekið 51 þjálfara síðan hann tók við stjórn félagsins árið 1981 en Ólafur Ingi ber virðingu fyrir honum þrátt fyrir að tímabilið hafi verið skrautlegt. „Hann er umdeildur maður en gerði rétt með því að leiðrétta mistökin sín og losa sig við þennan þjálfara. Ég stend algjörlega á bak við hann í þessari ákvörðun,“ segir Ólafur Ingi. „Hann hefur ávallt séð til þess að rekstur félagsins gangi vel og allir fá sín laun sem er meira en mörg félög geta sagt.“ Hann vonast til að nýr þjálfari nái að færa liðinu stöðugleika því að leikmannahópurinn sé það sterkur að það eigi heima mun ofar í deildinni en taflan sýnir nú. Ólafur Ingi hefur verið fastamaður í liði Genclerbirligi á tímabilinu og segir að sér líði vel í Tyrklandi eftir að hafa dvalið hjá Zulte Waregem í Belgíu undanfarin ár. „Ég kom hingað með það í huga að komast úr þessu „comfort-zone“ sem ég var í og það er óhætt að segja að þa hafi tekist. En okkur í fjölskyldunni líður afskaplega vel hér. Börnin mín þrjú eru í alþjóðlegum skólum, okkur líkar afar vel við borgina og fólkið er almennilegt. Það er bara gengið inn á vellinum sem þarf að laga.“
Fótbolti Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „Það var smá stress og drama“ Handbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Sjá meira