Jólamaturinn í vaskinn: „Þeir eiga ó svo mikið von á símtali eftir helgi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. desember 2015 11:13 Dagmar ætlaði að eld hátíðarkjúkling en í pakkanum reyndist vera venjulegur kjúklingur. Vísir Landsmenn fögnuðu jólunum í gærkvöldi þar sem dýrindisréttir voru víða bornir á borð. Dagmar Ýr Stefánsdóttir, fjölmiðlafræðingur og upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaráls á Austfjörðum, ætlaði að elda hátíðarkjúkling. Það gekk ekki áfallalaust fyrir sig en Dagmar stóðst ekki mátið og deildi sögunni af matseldinni sem miður fór á Facebook. Ekki var þó við hana að sakast. „Planið var að hafa reyktan hátíðarkjúkling en ég hef nokkrum sinnum eldað þannig áður, m.a. á jólum svo ég kveið því ekki eldamennskunni mjög. Ég gerði bara eins og vanalega, sauð upp úr rauðvíni og makaði svo á brúningarlegi og inn í ofn. Svo lenti ég í smá brasi með sósuna og skildi ekki hvers vegna gekk illa að ná réttu bragði í hana, ojæja, hún var samt orðin ágæt og byrjað að borða,“ segir Dagmar. En þá var aldeilis ekki öll sagan sögð. Betri helmingurinn hafi þá vakið athygli á því að bragðið væri skrýtið.Dagmar Ýr Stefánsdóttir.Mynd/Bjarni EiríkssonBragðlaus og skraufaþurr „Ég prófaði hann og var sammála, hann var vita bragðlaus og skraufaþurr! En við fengum okkur bara enn meira af rjómasalati og karamellu kartöflum og létum þar við sitja.“ Dagmar segist skiljanlega hafa orðið fúla út í sjálfa sig og velt upp spurningunni hvað hafi klúðrast? Hafi suðan verið of mikil eða kjúklingurinn verið of lengi í ofninum? Hún hafi rætt við móður sína og ekki hafði hún neinar athugasemdir við háttalag dóttur sinnar í eldhúsinu. „Þá spurði hún hvort þetta hefði örugglega verið reyktur fugl, hvort þetta hefði kannski bara verið hátíðarfugl sem er bara stór venjulegur kjúklingur,“ segir Dagmar sem hélt í átt að ruslinu til að finna umbúðirnar.Kjötið hvítt en ekki bleikleitt „Jújú, reyktur hátíðarfugl stóð þar stórum stöfum! Ég fór svo í að smakka kjötið eintómt og það var ekki um að villast, þetta var bara venjulegur kjúlli - ekki til reyktur!!! Enda var kjötið alveg hvítt en ekki bleikleitt eins og á að vera,“ segir Dagmar og telur morgunljóst að eitthvað hafi misfarist í pökkuninni hjá Holtakjúklingi. „Þeir eiga ó svo mikið von á símtali eftir helgi,“ segir Dagmar og bætir við broskalli og ekki að sjá annað en að hún hafi húmor fyrir uppákomu gærkvöldsins þótt vafalítið hefði hún kosið hátíðarkjúkling eins og hún taldi sig hafa keypt. Færsluna sem Dagmar deildi má sjá í heild sinni hér að neðan.Lesendur Vísis eru hvattir til þess að skilja eftir skemmtilegar jólasögur í athugasemdakerfinu eða senda okkur línu á ritstjorn@visir.is.Jæja - ég held ég verði bara að deila með ykkur sögunni af jólamatnum! Planið var að hafa reyktan hátíðarkjúkling en ég...Posted by Dagmar Ýr Stefánsdóttir on Friday, December 25, 2015 Jólafréttir Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Eliza Reid efst á bóksölulistanum Menning Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Sjá meira
Landsmenn fögnuðu jólunum í gærkvöldi þar sem dýrindisréttir voru víða bornir á borð. Dagmar Ýr Stefánsdóttir, fjölmiðlafræðingur og upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaráls á Austfjörðum, ætlaði að elda hátíðarkjúkling. Það gekk ekki áfallalaust fyrir sig en Dagmar stóðst ekki mátið og deildi sögunni af matseldinni sem miður fór á Facebook. Ekki var þó við hana að sakast. „Planið var að hafa reyktan hátíðarkjúkling en ég hef nokkrum sinnum eldað þannig áður, m.a. á jólum svo ég kveið því ekki eldamennskunni mjög. Ég gerði bara eins og vanalega, sauð upp úr rauðvíni og makaði svo á brúningarlegi og inn í ofn. Svo lenti ég í smá brasi með sósuna og skildi ekki hvers vegna gekk illa að ná réttu bragði í hana, ojæja, hún var samt orðin ágæt og byrjað að borða,“ segir Dagmar. En þá var aldeilis ekki öll sagan sögð. Betri helmingurinn hafi þá vakið athygli á því að bragðið væri skrýtið.Dagmar Ýr Stefánsdóttir.Mynd/Bjarni EiríkssonBragðlaus og skraufaþurr „Ég prófaði hann og var sammála, hann var vita bragðlaus og skraufaþurr! En við fengum okkur bara enn meira af rjómasalati og karamellu kartöflum og létum þar við sitja.“ Dagmar segist skiljanlega hafa orðið fúla út í sjálfa sig og velt upp spurningunni hvað hafi klúðrast? Hafi suðan verið of mikil eða kjúklingurinn verið of lengi í ofninum? Hún hafi rætt við móður sína og ekki hafði hún neinar athugasemdir við háttalag dóttur sinnar í eldhúsinu. „Þá spurði hún hvort þetta hefði örugglega verið reyktur fugl, hvort þetta hefði kannski bara verið hátíðarfugl sem er bara stór venjulegur kjúklingur,“ segir Dagmar sem hélt í átt að ruslinu til að finna umbúðirnar.Kjötið hvítt en ekki bleikleitt „Jújú, reyktur hátíðarfugl stóð þar stórum stöfum! Ég fór svo í að smakka kjötið eintómt og það var ekki um að villast, þetta var bara venjulegur kjúlli - ekki til reyktur!!! Enda var kjötið alveg hvítt en ekki bleikleitt eins og á að vera,“ segir Dagmar og telur morgunljóst að eitthvað hafi misfarist í pökkuninni hjá Holtakjúklingi. „Þeir eiga ó svo mikið von á símtali eftir helgi,“ segir Dagmar og bætir við broskalli og ekki að sjá annað en að hún hafi húmor fyrir uppákomu gærkvöldsins þótt vafalítið hefði hún kosið hátíðarkjúkling eins og hún taldi sig hafa keypt. Færsluna sem Dagmar deildi má sjá í heild sinni hér að neðan.Lesendur Vísis eru hvattir til þess að skilja eftir skemmtilegar jólasögur í athugasemdakerfinu eða senda okkur línu á ritstjorn@visir.is.Jæja - ég held ég verði bara að deila með ykkur sögunni af jólamatnum! Planið var að hafa reyktan hátíðarkjúkling en ég...Posted by Dagmar Ýr Stefánsdóttir on Friday, December 25, 2015
Jólafréttir Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Eliza Reid efst á bóksölulistanum Menning Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Sjá meira